Strandapósturinn - 01.06.2010, Qupperneq 35
33
Oft var verið að tala um bæina handan fjarðarins. Ég lærði
snemma nöfnin á þeim. Bálkastaðir yst á Bálkastaðanesinu, svo
Bessastaðir, Mýrar, Jaðar, Tannstaðir, Tannstaðabakki og Reykir.
Þá voru fjöllin, Vatnsnesfjall og Víðidalsfjall, augnayndi. Ekki má
gleyma Eyjahyrnu er blasti við þegar horft var út með firðinum.
Þegar ég var fjögra eða fimm ára var verið að byggja stórt íbúðarhús
á Kollsá, en það er ysti bærinn í sveitinni sem sést frá Hlaðhamri.
Mér sýndist Eyjahyrna vera rétt utan við Kollsá og líkjast stórri
höll.
Borðeyri
Á bernsku- og æskuárum mínum, millistríðsárunum, var fjöldi
íbúa á verslunarsvæði Borðeyrar, hátt á fimmta hundrað. Sveitirnar
beggja megin fjarðarins voru þá býsna fjölmennar. Árið 1930
voru, samkvæmt símaviðtali við Hagstofu Íslands, 301 íbúi í
Bæjarhreppi og 150 í Staðarhreppi. Frá fremstu bæjum í Láxárdal
var einnig sótt verslun til Borðeyrar. Frystihús var byggt 1932. Illa
gekk þá að selja saltkjöt, sem hafði verið aðalverkunaraðferð um
árabil. Eftir að frystihúsið reis fóru bændur af fremstu bæjum í
Miðfirði að reka fé til slátrunar á Borðeyri. Einnig um tíma nokkrir
bændur í Bitrufirði, og versluðu þá að sjálfsögðu um leið. Í
miklum eldsvoða í febrúar 1941 brann frystihúsið til grunna og
var ekki endurbyggt. Þá breyttist margt. Brúarfoss flutti ekki
lengur frosið dilkakjöt til Englands. Ég mun hafa tekið þátt í
síðustu útskipun á frosnu kjöti í Brúarfoss haustið 1940.
Fram á síðari stríðsár komu allar vörur til Borðeyrar sjóleiðis.
Það var því töluvert um skipaferðir inn Hrútafjörð á þessum árum.
Þessi skip voru, að mig minnir, Brúarfoss, Lagarfoss, Esja og
Súðin. Snemma á fjórða áratug 20. aldar fara að koma einu sinni
á ári erlend leiguskip með kol, svokölluð kolaskip.
„Hann er að byrja að minnka“
Það var skemmtilegt að fylgjast með ferðum skipanna stíma inn
fjörðinn. Fyrst sást örlítill dökkur díll undan Heggstaðanesi, sem
við kölluðum oftast Bálkastaðanes eftir Bálkastöðum, ysta bænum
Hrútafjarðarmegin á nesinu. Þessi litli svarti blettur færðist inn
fjörðinn og stækkaði smátt og smátt. Þegar hann var kominn móts
við Kollsá var auðséð að hér var um skip að ræða, sem alltaf var að