Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 43

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 43
41 yngri og aðrir eldri. Eftir að skólastarf var komið í fastar skorður gekk lífið sinn vanagang. Þegar dró nær jólum voru blikur á lofti, það var skollið á verkfall. Ekki man ég lengur hvort það voru hafnarverkamenn eða áhafnir strandferðaskipanna sem voru í þessari kaupdeilu. En nóg var það til þess að samgöngur voru lamaðar. Árið 1952 voru samgöngur skipa Skipaútgerðar ríkisins nær einu samgöngur milli meginhluta landsbyggðarinnar og Reykjavíkur. Þetta þýddi einfaldlega að ef þessi kaupdeila drægist á langinn voru nær engar líkur til að við félagarnir, Sveinn Sigmundsson og ég, kæmumst heim fyrir jólin, sem var reyndar æðsta takmark flestra unglinga. Nú var illt í efni. Við höfðum alltaf reiknað með að nýta jólafríið til heimferðar. Það var góð aðferð til að skipta vetrinum að komast heim í foreldrahús til að halda jólin. Jónas skólastjóri ræddi þetta ástand nokkrum sinnum við nemendurna í kennslustundum, bæði eðli kaupdeilna og afleiðingar þeirra. Mig minnir að hann hafi gert ráð fyrir langri deilu og kom inn á hve illt væri í efni fyrir heimfúsa nemendur ef ekki rættist úr. Nú var komin upp staða sem við höfðum að vonum ekki gert ráð fyrir. Við vorum samt með augu og eyru opin fyrir því ef einhverjir möguleikar opnuðust. Ekki var hægt að segja að við hefðum mikla möguleika til að verða okkur úti með einhverjar fréttir. Aðgengi að síma var ekki nema fara á afgreiðslu Landssímans til að ná heim eða hvað annað sem hétu fréttir. Ekki var sími á heimilinu þar sem ég hélt til. Á einstöku stöðum voru almenningssímar sem hægt var að hringja úr. Allt slíkt var svo framandi að tæpast var leggjandi í það nema mikið lægi við. Þegar leið að jólafríi barst okkur með einhverjum hætti, ég man ekki hverjum, sú frétt að til stæði að flugbátur (sjóflugvél) færi til Djúpuvíkur við Reykjarfjörð einhvern næstu daga og erindið væri að sækja veikan mann, og mundi þá lenda á Reykjarfirði. Þessi frétt var okkur kærkomin. Með þessu fannst okkur opnast möguleiki á að við kæmumst heim. Ég man ekki lengur á hvern hátt við tryggðum okkur far. Það tókst en þó ekki fyrr en daginn áður en vélin átti að fara og var þá langt liðið á daginn. Það varð að hafa hraðar hendur. Jólafrí var ekki byrjað og gátum við ekki farið nema að höfðu samráði við Jónas Jónsson skólastjóra. Engar líkur voru á að hægt vær að hitta hann í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.