Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 60

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 60
58 vetri 1930 nokkru áður en konurnar væntu sín þeim og öðrum til öryggis. Um tvennt var að ræða til að komast til heimila hinna verðandi mæðra. Að fara frá Bæ yfir Naustvíkurskörð norðan Reykjarfjarðar, fá sig flutta þaðan yfir Reykjarfjörð til hins forna verslunarstaðar, Kúvíkur. Þaðan gangandi yfir Veiðileysuháls að Veiðileysu. Svo þaðan gangandi út í Byrgisvík. Það er 2–3ja tíma gangur. Og er þá komið á ákvörðunarstað. Hin leiðin var að fara út á Gjögur og fá flutning þaðan yfir í Byrgisvík. Til þess þarf veður að vera gott svo hægt sé að lenda í Byrgisvík. Er sú leið mun styttri og auðveldari. Ekki man ég hverja leiðina Jensína fór að þessu sinni. Seinni leiðin var mun auðveldari fyrir hana ef gott var í sjó og auðvelt að lenda í Byrgisvík. Hún var þá komin á starfsvettvang sinn. Stutt er í milli bæjanna Byrgisvíkur og Kolbeinsvíkur og því hægt að komast þar á milli á tilhlýðilegum tíma. En bæði var að Jensína fór þangað með nokkrum fyrirvara og svo hitt að fæðingarnar drógust lítillega enda væntu þær sín ekki á nákvæmlega sama tíma og dagarnir urðu að vikum. Símasambandslaust var þá við þessa bæi og fréttir stopular og engar. Á meðan Jensína beið eftir fæðingum hjá þessum tveim nágrannakonum bar það til að ung kona, systir konunnar í Byrgisvík, Guðbjörg, búsett á Kleifum í Kaldbaksvík tók jóðsótt heima hjá sér. Var þá auðveldast að fá Jensínu til að sitja yfir henni. Er það nokkuð löng leið en styst að ná ljósmóður eins og á stóð. Fór ljósmóðirin á hestum. Tókst það vel. Tók Jensína þar á móti efnilegum og frískum dreng. Eftir að hafa gert konu og barni til góða þar tilsettan tíma hélt hún aftur norður í Kolbeinsvík eða Byrgisvík. Leið nú stutt um þar til önnur konan varð léttari. Heilsaðist konu og barni vel. Var nú nokkur bið eftir að hin konan yrði léttari. Eftir því beið Jensína. En áður en af því yrði kom það til að Olga Jakobsdóttir Thorarensen á Gjögri, kona Jóns Sveinssonar bónda og kaupmanns á Gjögri, tók jóðsótt heima á Gjögri. Veður var þá gott og stutt að fara á sjó frá Gjögri inn yfir að Byrgisvík að sækja ljósmóðurina. Það var gert. Jensína fór til Olgu, tók á móti barni hennar og heilsaðist þeim báðum vel. Nú var konan í Byrgisvík (?) eftir og komið að fæðingu hjá henni. Því þorði Jensína ekki annað en fara daginn eftir inn í Byrgisvík. Veður þurfti ekki að breytast mikið til þess sjóferðin lokaðist. Leið nú ekki langt um þar til barnið fæddist í Byrgisvík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.