Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 61
59 Allt gekk það vel. Konu og barni heilsaðist vel eins og best varð á kosið. Þar með væri ætlunarverki og ljósmóðurverkinu lokið í þessari lotu og hún farin að hugsa til heimferðar eftir að hafa verið hjá konu og barni tilskyldan tíma. Eftir að hafa setið yfir fjórum konum og tekið á móti fjórum börnum þeirra. Öllu í besta lagi. Það var farið að vora þegar þessu var lokið. Gott veður á sjó og landi. Hún var flutt á báti frá Byrgisvík yfir á Gjögur. Þangað sótti ég hana á hestum. Við vorum komin heim, öll saman, eftir langan aðskilnað. Vorkvöldið, vornóttin lagðist yfir okkur með unaði sínum. Þá söng veröldin okkur vonarlag. Litla lífið sem Jensína mín bar þá undir belti tók þátt í gleði okkar með sínum hætti. Ó, þú ljúfa minning! Dagarnir liðu heima í gleði og von um að allt væri bjart fram undan. Þann 21. maí fæddist okkur lítill og fagur ljósengill. Þá var vika liðin frá því Jensína mín kom heim úr sinni löngu fjarveru. Fæðingin gekk vel. Þá var fögnuður í Bæ. Það var að öllu leyti heilbrigt og eðlilegt og dafnaði eðlilega. En lánið okkar átti ævi skamma. Gleði okkar varð skammvinn. Í hálfan mánuð var litli drengurinn okkar heilbrigður og dafnaði vel. En þá fóru ský að dragast yfir vonarhimin okkar. Hann veiktist og það dró af honum án þess nokkur vissi hvað olli því. Læknir var sóttur á hestum til Hólmavíkur. Það gerði vinur minn og nágranni Þorsteinn minn á Finnbogastöðum. En allt kom fyrir ekki. Þegar læknirinn kom átti þetta blessaða líf stutt eftir af hérvist sinni. Hann andaðist 15. júní 1930. Hann var skírður Óli. Það var okkur beiskur bikar. En vonirnar vaka. Næstu árin voru okkur erfið. Rúmu ári síðar fæddist okkur dóttir þann 1. júní 1931. Það var eins með hana. Hún virtist í öllu heilbrigð fædd á fyrstu dögum síns lífs. En það fór á sama hátt. Þann 19. sama mánaðar var hún liðið lík. Hún var skírð Elín. Enn fæddist okkur lítil dóttir þann 25/2 1933. Allt var á sama veg með hana. Hún lifði hér heilbrigð að því er virtist fáa daga. En hún andaðist 28. mars 1933. Hún var skírð Guðbjörg. Þá höfðum við séð á eftir þremur fyrstu börnunum okkar. Öllum á sama hátt. Þá var ekki bjart fyrir augum í Bæjarranni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.