Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 70

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 70
68 loftið að álykta að leikstarfsemi hafi með einhverjum hætti tíðkast þar eitthvað fyrr. Aldrei heyrði ég Ágústu getið sem leikkonu en vel mætti ímynda sér að einhvern tímann hafi hún stigið á svið, áður en hún tók upp á því (34 ára) að fara að semja verk til sviðsetningar. Dettur mér þá helst í hug að hún hafi kynnst leiklistinni meðan hún átti heima fyrir sunnan Fjall, þ.e. á Tindum í Geiradalshreppi. Mannlíf á Hólmarifi mun hafa byrjað 1896. Árið 1900 eru þar þrír á manntali, Jón Finnsson faktor Riis-verslunar, Chr. Fr. Nielsen verslunarmaður og Steinunn Halldórsdóttir ráðskona þeirra. Næstu 10 árin 1901–1910 er íbúafjöldinn þessi: 1901 9 manns, síðan í réttri áraröð: 8, 14, 15, 16, 17, 17, 21, 23, 24, og 29 manns árið 1911. Til glöggvunar á því sem á eftir kemur skal bent á að meðal þessa fólks er aðeins þrennt að finna sem heyrst hefur verið bendlað við eða hafa haft umtalsverðan áhuga á leikstarfsemi á staðnum: Þau Tómas Brandsson, sem kom hingað 1907, Sigurjón Sigurðsson kom 1909 og Jakobína Jakobsdóttir Thorarensen 1911. Ágústa kom 1912. Þessi tími var löngu fyrir stofnun Umf. Geislans í Hrófbergshreppi, sem seinna sinnti leiklistinni af krafti. Í lok þessa tímabils (1910) komst skólastofa kaupfélagsins, Skemman, í gagnið, en barnaskólinn var byggður 1913. Þessar staðreyndir um mannfjölda og húsakost benda til þess, að allra fyrstu möguleikar til að ráðast í leikstarfsemi á Hólmavík hafi gefist um eða eftir 1910. Snemma var leikritið Prestkosningin sýnt á Hólmavík. Tómas Brandsson, maður Ágústu, lék aðalhlutverkið, Pál á Læk, prófastinn, af mikilli list (Þ.Hj.).2 Ég hef ætíð ímyndað mér að þau hjón hafi verið frumkvöðlar í leiklist á Hólmavík. Þó finnst mér að Tómas hafi, a.m.k. framan af, skipt sér síst minna af söngmálum en leiklist. Af karlmönnum bar mest á Sigurjóni Sigurðssyni kaupfélagsstjóra. Hann lék í öllum stykkjum um þetta leyti. „Best sem vitlausast“ hét eitt þeirra. Þ.Hj. er hér að tala um 3ja áratug aldarinnar. Ekki sá ég þá Tómas og Sigurjón leika. 2 Þ.Hj. = Þorkell Hjaltason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.