Strandapósturinn - 01.06.2010, Qupperneq 70
68
loftið að álykta að leikstarfsemi hafi með einhverjum hætti tíðkast
þar eitthvað fyrr. Aldrei heyrði ég Ágústu getið sem leikkonu en
vel mætti ímynda sér að einhvern tímann hafi hún stigið á svið,
áður en hún tók upp á því (34 ára) að fara að semja verk til
sviðsetningar. Dettur mér þá helst í hug að hún hafi kynnst
leiklistinni meðan hún átti heima fyrir sunnan Fjall, þ.e. á Tindum
í Geiradalshreppi.
Mannlíf á Hólmarifi mun hafa byrjað 1896. Árið 1900 eru þar
þrír á manntali, Jón Finnsson faktor Riis-verslunar, Chr. Fr.
Nielsen verslunarmaður og Steinunn Halldórsdóttir ráðskona
þeirra. Næstu 10 árin 1901–1910 er íbúafjöldinn þessi: 1901 9
manns, síðan í réttri áraröð: 8, 14, 15, 16, 17, 17, 21, 23, 24, og 29
manns árið 1911. Til glöggvunar á því sem á eftir kemur skal bent
á að meðal þessa fólks er aðeins þrennt að finna sem heyrst hefur
verið bendlað við eða hafa haft umtalsverðan áhuga á leikstarfsemi
á staðnum: Þau Tómas Brandsson, sem kom hingað 1907, Sigurjón
Sigurðsson kom 1909 og Jakobína Jakobsdóttir Thorarensen
1911. Ágústa kom 1912. Þessi tími var löngu fyrir stofnun Umf.
Geislans í Hrófbergshreppi, sem seinna sinnti leiklistinni af krafti.
Í lok þessa tímabils (1910) komst skólastofa kaupfélagsins,
Skemman, í gagnið, en barnaskólinn var byggður 1913. Þessar
staðreyndir um mannfjölda og húsakost benda til þess, að allra
fyrstu möguleikar til að ráðast í leikstarfsemi á Hólmavík hafi
gefist um eða eftir 1910.
Snemma var leikritið Prestkosningin sýnt á Hólmavík. Tómas
Brandsson, maður Ágústu, lék aðalhlutverkið, Pál á Læk,
prófastinn, af mikilli list (Þ.Hj.).2 Ég hef ætíð ímyndað mér að
þau hjón hafi verið frumkvöðlar í leiklist á Hólmavík. Þó finnst
mér að Tómas hafi, a.m.k. framan af, skipt sér síst minna af
söngmálum en leiklist.
Af karlmönnum bar mest á Sigurjóni Sigurðssyni kaupfélagsstjóra.
Hann lék í öllum stykkjum um þetta leyti. „Best sem vitlausast“ hét
eitt þeirra.
Þ.Hj. er hér að tala um 3ja áratug aldarinnar. Ekki sá ég þá
Tómas og Sigurjón leika.
2 Þ.Hj. = Þorkell Hjaltason.