Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 75
73
gleymum ekki dótturinni Elinborgu sem lék Gvend smala. Hin dóttirin,
Guðbjörg, leikur svo Ástu í næstu uppfærslu.
Frá síðustu uppfærslunni á Skugga-Sveini 1945 segir í kaflanum
um Slysavarnadeildina Dagrenningu.
IV. LEIKHÚSAKOSTURINN
HVAR VAR LEIKIÐ?
Skemman
Lítilsháttar orðrómur, en engar áreiðanlegar sagnir, heyrðist
um leiksýningar í Skemmunni, húsi kaupfélagsins sem brann
1931. Skemmuna má sjá á gömlum myndum, t.d. í Vestfirðir.
Hjálmar R. Bárðarson, bls. 443. Lýsing á húsnæðinu er í
Strandapóstinum, 33. árg., bls. 35. Hús þetta hafa sumir kallað skúr
og hefur sjálfsagt verið það í upphafi, áður en því var breytt í
skólastofu 1910. Þar voru haldnir fundir og ýmsar samkomur,
hugsanlega leiksýningar. Varla hefur þetta húsnæði boðið upp á
mikil tilþrif í leiklist, því að stofan var aðeins 8x8 álnir að stærð
eða um 24 m2, án nokkurra viðbygginga. Fáar sögur eru til um
notkun hússins fyrir mannamót en vísbending finnst í fundargerð
einni, þar sem Guðjóni Guðlaugssyni kaupfélagsstjóra eru færðar
þakkir hreppsbúa og honum fengnar 15 krónur fyrir húslán að
undanförnu. Samkunduhústími Skemmunnar hefur að líkindum
staðið frá hausti 1910, þegar hún var innréttuð sem skólastofa, til
1913 þegar skólahúsið nýja (seinna slökkvistöð) var risið. Hlutverki
leikhúss getur Skemman því ekki hafa gegnt nema þrjú ár í mesta
lagi.
Riis-húsið
Kristján Jónsson mundi óljóst eftir leiksýningu í Riis-húsinu.
Varla getur það hafa verið fyrr en 1920 í fyrsta lagi, því að Kristján
var fæddur 1915. Ekkert er lengur kunnugt um hvaða verk komust
á fjalirnar í þessum tveimur húsum, hafi þau einhver verið.
Eftir að Café Riis var opnað 1996 hafði Leikfélag Hólmavíkur
fjölda sýninga þar, ekki þó í Riis-húsinu sjálfu, heldur
viðbyggingunni sem upphaflega og alla tíð var pakkhús