Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 77
75
ekki sé fram tekið þar í hvaða húsi hvert og eitt þeirra var sýnt,
enda ekkert höfuðatriði. Hitt er vandræðalegra, að hér vantar
alla vitneskju um það, hvort „Bragginn“ svokallaði hefur lokið
hlutverki sínu sem leikhús með tilkomu nýs samkomuhúss?
Samkomuhúsið nýjasta
Hér eru allir kofar höfundar tómir, veit ekki einu sinni nafnið
á húsinu eða hvort nokkrar leiksýningar hafa yfirleitt farið þar
fram!
Café Riis nú á síðustu árum. Sjá VII. kafla (um Leikfélag
Hólmavíkur).
V. HÓLMVÍSKT LEIKHÚS FYRRUM
Hefur líklega ekki alltaf verið upp á marga fiska, a.m.k. ekki
húsakosturinn, sé mark takandi á frægri lýsingu Haraldar
Björnssonar (Sá svarti senuþjófur), sem best vit allra Íslendinga
ætti að hafa haft á þeim málum. Um það hafði hann þessi orð eitt
sinn þegar hann hafði komið í leikför og sýnt í gamla skólanum:
Þar lékum við eitt kvöld í því aumasta leikhúsi, sem ég hef séð. Það var
allt í senn leikhús, danshús, þinghús, leikfimihús og barnaskóli, og hefur
líklega verið jafnómögulegt til allra sinna ætlunarverka.
Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur atriði í sambandi við
leiksýningar í gamla skólanum á fyrirstríðsárunum. Að flestu leyti
gætu lýsingar einnig átt við Braggann svonefnda sem tók við um
1947, þó ekki hvað sætabúnað snerti. Í Braggann komu strax
bekkjagarmar úr samkomuhúsi fyrir sunnan. Ekki þurfti
stólasmölun eftir það. Þar voru og salerni frá byrjun.
Leiksýningu bar að jafnaði að með þeim hætti, að eitthvert
félagið ákvað að setja leikrit á svið og nefnd var skipuð. Verkefnaval
mun ekki hafa verið brotamikið. Menn spurðu hverjir aðra hvort
þeir vissu um verk til að sýna. Fátt var um leikbókmenntir á
svæðinu en ætíð hefur þó fundist viðráðanlegt stykki, sem best
sést á öllum nöfnunum sem nefnd eru hér á eftir, þó að fjarri sé
að þar sé allt upp talið. Næsta mál var að skrifa rullurnar. Aðeins
eitt eintak var yfirleitt til af verkinu og það hafði hvíslarinn,
sjúplerinn, eins og hann var oftast kallaður, það þótti fínt orð!
Rullurnar voru lengi handskrifaðar og tók það langan tíma.
Nokkru fyrir stríð komu ritvélar í plássið og voru stráklingar