Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 80

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 80
78 arkitekt hússins sé það óviðkomandi (hann setti það ekki á teikninguna) var alla tíð og er kannski enn lúga út úr norðurklefanum, með opnanlegum hlera, svo sem mannhæð frá jörðu. Þar út mátti stökkva til jarðar að létta á sér og gerðu leikarar það oft, en sjaldnast nema karlkyns væru. Þó man ég eftir tilvikum, þar sem einum og einum kvenmanni í spreng var fírað út um lúguna og niður, þegar líða fór á sýningu. Leikmynd Hvað var nú það? Þetta orð hafði ég aldrei heyrt meðan ég átti heima á staðnum. Leiktjöld Ég geri ráð fyrir að Hólmvíkingar hafi átt ekki lakari leiktjaldamálurum á að skipa en velflest minniháttar samfélög landsins á þessum tíma. Hitt er annað mál að efnahagsástand í plássinu var aldrei blómlegt fyrstu áratugina. Þeir sem stóðu að leiksýningum á staðnum áttu sjaldan grænan eyri, það er mér óhætt að fullyrða. Ég man aldrei eftir að félögin legðu í nokkurn kostnað við leiksýningar. Engum datt í hug að rukka þau um húsaleigu, hvað þá annað. Efni í leiktjöld kostaði peninga sem ekki voru fyrir hendi, enda er ekki vitað til þess að í slíka fjárfestingu væri ráðist nema tvisvar á staðnum. Verður hér getið lítillega um svonefnd Skugga-Sveinstjöld. Frá Vökutjöldunum er sagt síðar, í kaflanum um Málfundafélagið Vöku. Önnur leiktjöld en þessi tvenn held ég að hafi aldrei verið máluð á staðnum. Ég fortek þó ekkert um allra síðustu áratugina. Tryggvi Magnússon og tjöldin sem týndust Tryggvi lauk myndlistarnámi erlendis 1923 og mun eftir það hafa dvalið um tíma á Hólmavík, en foreldrar hans, Magnús Magnússon smiður og Anna Eymundsdóttir ljósmóðir, bjuggu þar þá. Litlar sem engar heimildir hef ég fyrir þessu, aðrar en þær að altalað var í mínu ungdæmi að Tryggvi hefði málað leiktjöld handa Hólmvíkingum er þeir sýndu Skugga-Svein í fyrsta sinn, og svo hitt, að leiktjöldin gátu allir séð, þau voru til og eru enn (2005) að best er vitað. Í hálfa öld vissu þó fáir betur en þau væru glötuð fyrir fullt og allt, en fundust (Benedikt Sigurðsson) uppi á lofti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.