Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 80
78
arkitekt hússins sé það óviðkomandi (hann setti það ekki á
teikninguna) var alla tíð og er kannski enn lúga út úr
norðurklefanum, með opnanlegum hlera, svo sem mannhæð frá
jörðu. Þar út mátti stökkva til jarðar að létta á sér og gerðu leikarar
það oft, en sjaldnast nema karlkyns væru. Þó man ég eftir tilvikum,
þar sem einum og einum kvenmanni í spreng var fírað út um
lúguna og niður, þegar líða fór á sýningu.
Leikmynd
Hvað var nú það? Þetta orð hafði ég aldrei heyrt meðan ég átti
heima á staðnum.
Leiktjöld
Ég geri ráð fyrir að Hólmvíkingar hafi átt ekki lakari
leiktjaldamálurum á að skipa en velflest minniháttar samfélög
landsins á þessum tíma. Hitt er annað mál að efnahagsástand í
plássinu var aldrei blómlegt fyrstu áratugina. Þeir sem stóðu að
leiksýningum á staðnum áttu sjaldan grænan eyri, það er mér
óhætt að fullyrða. Ég man aldrei eftir að félögin legðu í nokkurn
kostnað við leiksýningar. Engum datt í hug að rukka þau um
húsaleigu, hvað þá annað. Efni í leiktjöld kostaði peninga sem
ekki voru fyrir hendi, enda er ekki vitað til þess að í slíka fjárfestingu
væri ráðist nema tvisvar á staðnum. Verður hér getið lítillega um
svonefnd Skugga-Sveinstjöld. Frá Vökutjöldunum er sagt síðar, í
kaflanum um Málfundafélagið Vöku. Önnur leiktjöld en þessi
tvenn held ég að hafi aldrei verið máluð á staðnum. Ég fortek þó
ekkert um allra síðustu áratugina.
Tryggvi Magnússon og tjöldin sem týndust
Tryggvi lauk myndlistarnámi erlendis 1923 og mun eftir það
hafa dvalið um tíma á Hólmavík, en foreldrar hans, Magnús
Magnússon smiður og Anna Eymundsdóttir ljósmóðir, bjuggu
þar þá. Litlar sem engar heimildir hef ég fyrir þessu, aðrar en þær
að altalað var í mínu ungdæmi að Tryggvi hefði málað leiktjöld
handa Hólmvíkingum er þeir sýndu Skugga-Svein í fyrsta sinn, og
svo hitt, að leiktjöldin gátu allir séð, þau voru til og eru enn (2005)
að best er vitað. Í hálfa öld vissu þó fáir betur en þau væru glötuð
fyrir fullt og allt, en fundust (Benedikt Sigurðsson) uppi á lofti