Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 84

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 84
82 að draga nokkru fyrir stríð og í mínu minni voru skrautsýningar orðnar fátíðar. Förðun Svo langt aftur sem ég man var til á Hólmavík lítil handtaska með sminki, púðri og ýmsum tilfæringum til förðunar, skeggefni, lími og ullarlögðum til hárkollugerðar. Enginn vissi hver átti þetta dót og aldrei varð ég var við, að í töskuna bættist þau 15 ár eða svo sem ég fylgdist eitthvað með. Sama var hvaða félag sýndi leikrit, alltaf var komið með sömu sminktöskuna. Ormur Samúelsson sminkaði og enginn annar svo að ég sæi til. Sama var þó að hann léki ekki sjálfur. Til hans var samt ætíð leitað og hann brást vel við og naut þess að veita þessa þjónustu. Hann virtist hafa öll umráð yfir töskunni. Gleggst man ég eftir þessu þegar barnaskólinn hafði leiksýningar eða skátafélagið og ég var sjálfur meðal þátttakenda. Ormur kom þá, ætíð á síðustu stundu að okkur fannst, reif upp töskuna og byrjaði að sminka. „Hvað leikur þú?“, spurði hann hvern og einn og jóðlaði, að svari fengnu, einhverju framan í hann á augabragði. Gekk síðan á röðina og afgreiddi hersinguna á engri stundu, allan tímann dillandi sínu sérkennilega hláturstísti. Árið 1954 fjárfesti kvenfélagið í sminki kr. 300/- og lagði 196l kr. 500/- í hárkollusjóð. Hólmvíkingar voru aldrei í vandræðum með að útbúa sér hárkollur og skegg. Salurinn útbúinn Það var allmikið mál að búa salinn undir leiksýningu. Dagsdaglega var honum skipt í tvær kennslustofur með heljarmiklu flekaþili. Stofurnar voru yfirleitt fullar af bekkjum og borðum og í notkun þar til stuttu áður en leiksýning átti að hefjast og kennslan enn í fullum gangi. Varð því að hafa hraðann á. Þetta var sérgrein og kom oftast í hlut elstu nemenda skólans, sem voru öllum hnútum kunnugastir og var í stórum dráttum fólgin í: Að taka niður þilið, láta öll borð og púlt hverfa, sem og allt óþarft dót sem ekki var pláss fyrir. Áður var búið að undirbúa þetta nokkuð með því að skrapa saman stóla úti um allan bæ til viðbótar við skólabekkina sem hvergi dugðu. Allir krakkar vissu upp á hár hvar stólarnir voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.