Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 84
82
að draga nokkru fyrir stríð og í mínu minni voru skrautsýningar
orðnar fátíðar.
Förðun
Svo langt aftur sem ég man var til á Hólmavík lítil handtaska
með sminki, púðri og ýmsum tilfæringum til förðunar, skeggefni,
lími og ullarlögðum til hárkollugerðar. Enginn vissi hver átti þetta
dót og aldrei varð ég var við, að í töskuna bættist þau 15 ár eða svo
sem ég fylgdist eitthvað með. Sama var hvaða félag sýndi leikrit,
alltaf var komið með sömu sminktöskuna. Ormur Samúelsson
sminkaði og enginn annar svo að ég sæi til. Sama var þó að hann
léki ekki sjálfur. Til hans var samt ætíð leitað og hann brást vel við
og naut þess að veita þessa þjónustu. Hann virtist hafa öll umráð
yfir töskunni. Gleggst man ég eftir þessu þegar barnaskólinn hafði
leiksýningar eða skátafélagið og ég var sjálfur meðal þátttakenda.
Ormur kom þá, ætíð á síðustu stundu að okkur fannst, reif upp
töskuna og byrjaði að sminka. „Hvað leikur þú?“, spurði hann
hvern og einn og jóðlaði, að svari fengnu, einhverju framan í
hann á augabragði. Gekk síðan á röðina og afgreiddi hersinguna
á engri stundu, allan tímann dillandi sínu sérkennilega
hláturstísti.
Árið 1954 fjárfesti kvenfélagið í sminki kr. 300/- og lagði 196l
kr. 500/- í hárkollusjóð. Hólmvíkingar voru aldrei í vandræðum
með að útbúa sér hárkollur og skegg.
Salurinn útbúinn
Það var allmikið mál að búa salinn undir leiksýningu.
Dagsdaglega var honum skipt í tvær kennslustofur með heljarmiklu
flekaþili. Stofurnar voru yfirleitt fullar af bekkjum og borðum og
í notkun þar til stuttu áður en leiksýning átti að hefjast og kennslan
enn í fullum gangi. Varð því að hafa hraðann á.
Þetta var sérgrein og kom oftast í hlut elstu nemenda skólans,
sem voru öllum hnútum kunnugastir og var í stórum dráttum
fólgin í: Að taka niður þilið, láta öll borð og púlt hverfa, sem og
allt óþarft dót sem ekki var pláss fyrir.
Áður var búið að undirbúa þetta nokkuð með því að skrapa
saman stóla úti um allan bæ til viðbótar við skólabekkina sem
hvergi dugðu. Allir krakkar vissu upp á hár hvar stólarnir voru