Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 88

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 88
86 krökkum að sjá leikrit! Mótmæli munu ekki hafa verið hávær, en allskonar ráðabrugg fór í gang, sem snerist einvörðungu um að reyna að svindla sig inn og sjá, þó að ekki væri nema einhver slitur úr verkinu. Ekki mun það hafa tekist að neinu gagni og aldrei frétti ég neitt af því út á hvað þetta bannaða verk gekk. Þetta uppistand varð hins vegar til þess að enn þá man ég nafnið á leikritinu. Aldrei hafði ég síðan séð þessa leikverks getið á prenti eða nokkru sinni heyrt á það minnst. En svo gerðist nokkuð furðulegt 68 árum seinna: Viku eftir að ég hélt mig hafa lokið við að setja saman þessa ritsmíð, eyddi ég einni helgi norður á Hólmavík (15.–17. apríl 2005). Ég var á kvöldrúnti um þorpið, farþegi í bíl. Bílstjórinn stoppaði við félagsheimili Kvenfélagsins. Hann átt erindi þangað inn. Hann kemur út eftir stutta stund, grunsamlega fótaliðugur – rétt eins og hann sé að leggja síðustu hönd á listaverkainnbrot– með myndarramma í stórarkastærð í fanginu og sýnir mér. Í rammanum var auglýsing, rituð með blýanti, frekar daufu en vel læsilegu letri. Ekki gat ég betur séð en hún væri með hendi Friðjóns Sigurðssonar, sýsluskrifara. Auglýsingin hefur hangið uppi á vegg í gamla sjúkraskýlinu þar sem Kvenfélagið hefur haft aðsetur undanfarin ár. Ég hef verið sjaldséður gestur á þessum stað og ekki átt þess kost að rannsaka þar eitt eða annað. Auglýsingin er svo hljóðandi: SKEMMTUN: Skemmtisamkomu heldur Kvenfélagið Glæður á Hólmavík í skólahúsinu á Hólmavík laugardaginn 6. mars n.k. Til skemmtunar: 1. Draugalestin, sjónleikur í 3 þáttum. 2. Dans. Góð músik. Aðgöngumiðar seldir hjá Matthildi Björnsdóttur á föstudag og laugardag og við innganginn og kosta: Betri sæti kr. 1,50. Almenn sæti kr. 1,25. 3. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. Skemmtunin byrjar kl. 8½ Húsið opnað “ 8¼. Veitingar verða seldar á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.