Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 88
86
krökkum að sjá leikrit! Mótmæli munu ekki hafa verið hávær, en
allskonar ráðabrugg fór í gang, sem snerist einvörðungu um að
reyna að svindla sig inn og sjá, þó að ekki væri nema einhver slitur
úr verkinu. Ekki mun það hafa tekist að neinu gagni og aldrei
frétti ég neitt af því út á hvað þetta bannaða verk gekk. Þetta
uppistand varð hins vegar til þess að enn þá man ég nafnið á
leikritinu. Aldrei hafði ég síðan séð þessa leikverks getið á prenti
eða nokkru sinni heyrt á það minnst. En svo gerðist nokkuð
furðulegt 68 árum seinna:
Viku eftir að ég hélt mig hafa lokið við að setja saman þessa
ritsmíð, eyddi ég einni helgi norður á Hólmavík (15.–17. apríl
2005). Ég var á kvöldrúnti um þorpið, farþegi í bíl. Bílstjórinn
stoppaði við félagsheimili Kvenfélagsins. Hann átt erindi þangað
inn. Hann kemur út eftir stutta stund, grunsamlega fótaliðugur
– rétt eins og hann sé að leggja síðustu hönd á listaverkainnbrot–
með myndarramma í stórarkastærð í fanginu og sýnir mér. Í
rammanum var auglýsing, rituð með blýanti, frekar daufu en vel
læsilegu letri. Ekki gat ég betur séð en hún væri með hendi
Friðjóns Sigurðssonar, sýsluskrifara. Auglýsingin hefur hangið
uppi á vegg í gamla sjúkraskýlinu þar sem Kvenfélagið hefur haft
aðsetur undanfarin ár. Ég hef verið sjaldséður gestur á þessum
stað og ekki átt þess kost að rannsaka þar eitt eða annað.
Auglýsingin er svo hljóðandi:
SKEMMTUN:
Skemmtisamkomu heldur Kvenfélagið Glæður á
Hólmavík í skólahúsinu á Hólmavík laugardaginn
6. mars n.k.
Til skemmtunar:
1. Draugalestin, sjónleikur í 3 þáttum.
2. Dans. Góð músik.
Aðgöngumiðar seldir hjá Matthildi Björnsdóttur á föstudag og
laugardag og við innganginn og kosta: Betri sæti kr. 1,50. Almenn sæti
kr. 1,25.
3. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang.
Skemmtunin byrjar kl. 8½
Húsið opnað “ 8¼.
Veitingar verða seldar á staðnum.