Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 89

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 89
87 Hólmavík, 1. mars 1937. Skemmtinefndin. Þessi eina auglýsing segir heilmikla sögu um leikhúslíf staðarins á þessum tíma. Mér er sagt að auglýsingin (einmitt þetta blað) hafi gengið rétta boðleið um Tungusveitina dagana fyrir sýningu, hafi síðan varðveist þar einhverja áratugi. Nafn Rósu frá Klúku var mér nefnt í sambandi við þessa furðufrétt. Ætli það hafi verið hún sem hélt þessu merkisplaggi til haga og kom því aftur til föðurhúsanna? Kannski fór hún á sýninguna og gæti varpað einhverju ljósi á þetta dularfulla leyndarmál æsku minnar kynslóðar? Hvort dýrt eða ódýrt var að fara í leikhúsið, geta menn metið eftir því að einmitt þessa dagana gengu nýir kaupsamningar verkalýðsfélagsins í gildi. Tímakaup kvenna var þá kr. 0,75. Konur þurftu því að vinna 2 tíma fyrir betra sæti í leikhúsinu. Það þarf þó að hafa í huga, að á þessum stað (Hólmavík) höfðu konur enga vinnu á þessum tíma og urðu því að fjármagna leikhúsferðir á annan hátt, en karlar þurftu aðeins 1½ tíma, því að þeir höfðu 30% hærra kaup! Og stundum fengu þeir vinnu. Dansleikur var undantekningarlaust haldinn eftir hverja leiksýningu og kaffiveitingar seldar. Lengst af voru þær bornar fram á skólasenunni en undir það síðasta þótti það ekki við hæfi og voru þá hafðar í heimahúsum. Þetta voru fastir liðir og auglýsingin er því dæmigerð fyrir allar aðrar um þetta efni. Eftirstríðsumbrot o.fl. Félagsheimilið svokallaða (bragginn) var að komast í gagnið og taka við gamla skólahúsinu. Varð þá dálítill fjörkippur í leikhúsmálunum. Ævintýrið var með fyrstu sýningum í húsinu. Svo vill til að ég lék sjálfur í stykkinu og fór næsta haust suður til náms. Þess vegna veit ég ártalið. Að öðru leyti er leikstarfsemi kvenfélagsins ótímasett í smærri atriðum. Ég hef hins vegar einhverja tilfinningu fyrir því hvort einstakt stykki var fært upp fyrir stríð eða eftir 1947: Ævintýri á gönguför, (3 sýningar) Skrifta-Hans, Kristján Jónsson Assessor Svale, Friðjón Sigurðsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.