Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 97

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 97
95 var meðal áhorfenda, sá þarna í fyrsta sinn verðandi mannsefni sitt í gervi kolsvarts púka í atriðinu sem Jón vildi ekki sleppa! Nú gat Jón Ottósson snúið sér og nefnd sinni að ýmsum minniháttar tækniatriðum eins og húsnæðishliðinni og slíku. Og það vafðist ekki lengi fyrir honum að finna brúklegt leikhús. Kaupfélagið hafði rétt lokið við að breyta Riis-sláturhúsinu í vinnusal fyrir nýbyggt hraðfrystihús. Þetta var eini salurinn sem til greina kom sem leikhús. Hann fékkst fúslega léður. Gallinn var hins vegar sá að einungis grunnflöturinn hentaði stærðarinnar vegna, hann hefði meira að segja dugað fyrir tvær sýningar samtímis. En þar var engin sena að sjálfsögðu. Fengnir voru nokkrir tugir af tómum síldartunnum frá því fyrir stríð, plankar lagðir ofan á og klætt yfir með borðum. Gömlu skólaleiktjöldin voru sótt, en þau reyndust 3 fetum of há fyrir þennan sal þar sem frekar lágt var undir loft. Þá var sagað neðan af grindunum, en afgangurinn af tjöldunum ekki skorinn af, heldur vafinn upp og festur aftan á grindurnar. Þetta átti svo að setja í samt lag síðar. Engin sæti voru í salnum. Stólar og skólabekkir voru fluttir þangað. Svona var einu af öðru kippt í liðinn. Hann Jón Ottósson var ekki í miklum vandræðum með það. Eitt var þó óviðráðanlegt. Upphitun var engin í salnum. Hiti var ekki talinn nauðsynlegur í frystihúsi! Þetta var á þorranum 1945 og tíð afskaplega köld. Grimmdarfrost var alla þrjá sýningardagana og var búið að vera lengi. En það var engu hægt að fresta eða bíða vors og hlýrri tíðar. Vertíðin var að byrja og kaupfélagið vildi fá sitt frystihús í gang. Það mun þó ekki hafa verið þvertekið fyrir að salta aflann fyrstu dagana ef einhverjum dytti í hug að fara að róa áður en sýningum lyki. Það er í minnum haft að leikhúsgestir frá Broddadalsá og Broddanesi urðu að hefja förina á því að ganga yfir ísilagðan Kollafjörð, bílvegur var þá ekki kominn kringum fjörðinn. Engar kvartanir um kulda heyrðust frá fólki í salnum. Þó var hrollur í sumum. Dóttir þess sem lék Gvend smala óttaðist mjög að Skugga- Sveinn dræpi pabba sinn. Hún harkaði af sér, en frændi hennar einn átti að hafa yfirgefið salinn, hlaupið heim og skriðið upp í rúm, upp fyrir mömmu sína. Skugga-Sveinn var eina leikrit Dagrenningar, að ég best veit, og sömuleiðis voru leiksýningarnar (þrjár) þær einu sem nokkru sinni fóru fram í þessu húsi. Annað dæmi er þó til um mannfagnað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.