Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 104

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 104
102 nú sjáum við ekkert, stoppum stutt og klöngrumst svo af stað í sleipu fjörugrjótinu. Karlinn er fótviss, stekkur á steinkollana og ég geri slíkt hið sama. Við erum báðir vanir í fjörum, hann á sínum sterku víðförlu fótum og ég á spóaleggjum mínum. Við höldum áfram, fram hjá Merarbryggju og út með. Þegar við komum út að Nautagirðingu er farið að birta allnokkuð. Á þessum tíma byrjar dagsbirtan eins og örlítill bjarmi í suðaustri. Við sjáum hann læðast í gegnum Skörðin. Við köstum mæðinni uppi í Kálfskarði, því við ætlum að leggja í hilluna og götuna skáhalt niður skriðurnar að austanverðu. Það stendur þannig á sjó að við komumst ekki fyrir Forvaðann. Við erum hvergi bangnir, Einar veit allt um ferðalög og þekkir allar aðstæður. Ég treysti honum fullkomlega, enda reynist okkur niðurgangan í stórgrýtta fjöruna tiltölulega auðveld og áfram paufumst við inn með sjónum inn að Vogsbotni og þar með er leiðin greið inn að Drangavíkurá. Yfir ána verðum við að vaða. Einar gengur upp með henni að jarðföstum ávölum steini. Þar ætlar hann yfir ána. Það er lítið í henni, en hún er ekki á heldum ís. Við setjumst niður í snjóinn og klæðum okkur úr skóm og sokkum. Við erum heitir af göngunni og þegar ég stend upp finnst mér snjórinn óguðlega kaldur. En þegar í ána er komið tekur ekki betra við, það er grunnstingull í henni, krapið í botninum umlykur fæturna og veldur skerandi sársauka. En það varir ekki lengi, sársaukinn hverfur og maður staulast yfir ána á dofnum fótum, finnur ekki fyrir steinum sem stingast á milli tánna á manni. Þegar á bakkann hinum megin er komið hefur maður enga fætur, bara tilfinningalausa útlimi og við flýtum okkur við að klæða okkur aftur í þurra sokkana. Fyrst í stað gerist ekkert, en svo kemur tilfinningin á ný og um fæturna fer yndisleg vellíðan og svo ofsahiti. Áður en við stöndum upp fær Einar sér í nefið, dregur langa rönd á handarbakið og hann skiptir henni vandlega á milli beggja nasa. Hann dustar síðan af bláu nefinu og dæsir. Svo stendur hann upp og heldur af stað, því Einar vill ekki láta slá að sér, hann sveipar að sér treflinum og rennir úlpunni upp í kverk. Loðhúfan er á sínum stað, brett niður fyrir eyrun. Í Drangavík standa bæjarhúsin enn að mestu ólöskuð, burstirnar eru tvær og viðbyggingar til austurs og vesturs. Brunnhúsið þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.