Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 108

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 108
106 miklu meira og alltaf kemur í ljós nýtt og nýtt nes í hvert sinn er við komum fyrir hvert eitt þeirra. Loksins sjáum við bæinn og það leggur mikinn reyk upp úr strompinum. Við göngum heim túnið og erum boðnir í bæinn hjá Jóni og Elísabetu. Hún er okkur Drangakrökkunum alltaf góð. Ég veit að hún þekkti ömmu mína sálugu á Seljanesi. Með þeim var víst vinskapur. Mér finnst Elísabet stór og tala hátt, en mér finnst gott að koma til hennar. Jón er þrekinn og sterklegur og talar með sérstakri röddu. Í eldhúshorninu situr heimspekingur, Guðmundur Steindórsson. Hann rær fram í gráðið og tautar: – Súr, súr, hákal, hákal. – Honum er sagt að ég sé sonur Kristins á Dröngum. Þá leysist andlitið á honum upp í breiðu brosi og hann segir: – Ef hann er á sjó í dag fær hann ekki gott. – Eftir kaffi og spjall leggjum við í hann út að Eyri. Það er ekki langur né erfiður vegur. Við vöðum Ósinn og innan stundar erum við komnir á hlaðið hjá hreppstjóranum. Guðjón afabróðir minn heilsar okkur á sinn hressilega hátt og kallar mig Jón. Hann kallar okkur alla bræðurna Jón. Ég leiðrétti hann heldur feimnislega og hann kallar mig Svein. Einar fer með honum inn í stofu og þeir ræða einhver póstmál og ég bíð frammi í eldhúsi. Þegar þeir hafa rætt saman koma þeir fram og Guðjón segir mér að fara upp að hitta mömmu sína, hana Guðrúnu. Hana hef ég hitt áður og fer því upp snarbrattan stigann og til hægri þar sem gamla konan býr. Hún er lágvaxin með fallegt andlit og það er friður í augunum á henni og þegar ég heilsa henni með kossi finn ég hvað húðin á andliti hennar er mjúk. Hún dregur fram rúsínur og kandís og gefur mér. Hún spyr um pabba og mömmu og búskapinn. Ég svara eftir bestu getu þar sem ég sit á kistli á móti rúminu hennar. Svo fer ég aftur niður með góðgæti í vasanum. Hreppstjórinn setur á mig yfirheyrslu í eldhúsinu, spyr um rekann og búskapinn. Hann er alltaf svo áhugasamur um að menn bjargi sér. Svo fer hann að gantast. Hann gerir það á sinn sérstaka hátt. Það titrar á honum nebbinn, en hann hlær ekki. Nú skiljast leiðir okkar Einars, hann ætlar út Geitahlíð en ég fer yfir Háls. Krakkarnir á Eyri eru farnir í skólann. Ég missi einhverja daga. Þegar hreppstjórinn kveður mig kallar hann mig aftur Jón. Ég leiðrétti hann ekki. Ég kveð Einar með virktum við túngarðinn og hann heldur af stað. Ég finn fyrir saknaðarkennd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.