Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 19

Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 19
17 dags í myrkri á norðurleið. Áin hér var í vexti og rann ofan á ísnum. Skarphéðinn fór nokkuð langt fram með ánni áður en hann lagði í hana en hann komst yfir af því hann hafði stóran og sterkan broddstaf. Þarna mátti víst ekki muna miklu að yrði slys. Ég hef víst ekki farið margar dagleiðir gangandi um dagana. En þegar við Helgi, Óli á Þórustöðum og Hjörleifur í Tungu komum frá Hvanneyri vorið 1922 fórum við gangandi heim. Fyrsta daginn fórum við frá Hvanneyri að Breiðabólstað í Dölum. Við fórum norður Bröttubrekku. Þetta var of löng dagleið fyrsta daginn og við vorum orðnir þreyttir. Daginn eftir fórum við að Hróðnýjarstöðum. Það er stutt dagleið. Þriðja daginn fórum við norður Gaflfellsheiði og heim. Komum í Ljárskógasel, fengum þar kaffi og Jónas blessaður fylgdi okkur norður á heiði og var með einn hest sem ég hvíldi mig á. Við Björn Pálsson á Löngumýri vorum saman á Samvinnu- skólanum í Reykjavík og fórum heim til okkar síðla vetrar 1925. Og einhver sá þriðji var með í ferðinni, ég man ekki hver það var. Við fórum sjóleiðina í Borgarnes og þaðan löbb- uðum við. Það tók okkur víst tvo daga að fara frá Borgarnesi og norður í Grænumýrartungu. Við fengum hríðarjaganda á Holtavörðuheiði en það gerði lítið til, símalínan var svo góður leiðarvísir. Við gistum í Grænumýrartungu. Daginn eftir skildu leiðir okkar Björns við brúna á Hrútafjarðará. Hann fór heim til sín en ég hélt áfram mína leið og pabbi kom með hesta á móti mér inn að Borgum. Seinnipart vetrar 1930 fórum við Magga til Reykjavíkur. Pabbi reiddi okkur suður á Gaflfellsheiði. Þaðan gengum við að Ljárskógum. Mig minnir að við værum reidd þaðan í Búðardal, þar gistum við. Fólk var komið í Búðardal sem ætlaði til Reykjavíkur og við vorum búin að tala um það að fá bát úr Stykkishólmi að sækja okkur. Frekar lítil, opin trilla kom og með henni fórum við í Stykkishólm í góðu veðri. Í Stykkishólmi biðum við svo eitt- hvað eftir Esju og með henni fórum við til Reykjavíkur. Þegar við fórum heim aftur fengum við skipsferð í Búðardal. Við gistum í Hjarðarholti. Lóa Gísladóttir var þar og hún lét Markús reiða okkur norður á Laxárdalsheiði daginn eftir. Pabbi mun svo hafa sótt okkur á hestum inn í Bæjarhrepp. Ég hætti nú ferðalögum og fer beint í heyskapinn. Það var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.