Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 28

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 28
26 Hann kom hér yfir fjall og við fórum á flot með honum. Ég fékk vél í bátinn hérna 1934 og var hún notuð í nokkur ár. Bjarni Guðjónsson og Þorkell Zakaríasson voru hér samtímis einn vet- ur og þá smíðuðu þeir tvo báta úr rekavið. Það var mikið afrek. Annar báturinn fór til Hólmavíkur en ég fékk hinn. Þessi bátur bar eitt og hálft tonn. Ég fékk vél í hann og hann var kominn í gang sumarið 1941. Ég man að Magga var á sjó með okkur einu sinni þetta sumar. Henni þótti svo gaman að draga fisk. En þetta var sumarið sem hún gekk með Sigrúnu. Um haustið fluttum við Möggu til Hvammstanga til að eiga barnið þar. Við lögðum af stað heiman að í logni en fengum sunnan strekk- ing á Miðfirði. En þetta gekk samt vel. Við sóttum Möggu til Hvammstanga 11 dögum eftir að Sigrún fæddist. Þá var logn og indælt veður. Við fórum ekki að bryggjunni á Hvammstanga heldur lentum í fjörunni fyrir neðan sjúkrahúsið svo það væri styttra hjá Möggu að komast í bátinn. Tvær konur sem unnu á sjúkrahúsinu fylgdu Möggu ofan í fjöru. Þegar Magga kom í bát- inn lagðist hún í rúm sem við höfðum meðferðis og breiddi ofan á sig og barnið yfirsæng og teppi. Konurnar í fjörunni veifuðu og sögðu við Möggu: „Það er gaman að fara svona heim til sín.“ Svo vorum við tvo tíma og korter frá Hvammstanga og hingað í naustin. Magga fékk hest til að sitja á heim. En ég bar litla bögg- ulinn í fanginu og ég man alveg hvar ég lagði hann þegar ég kom í herbergið okkar. Ég fór margar ferðir á trillunni til Hvammstanga. Og svo var ég oft að „slefa“ uppskipunarbátum þegar skip kom að Eyri. Það voru ýmsir flutningar og snúningar á þessum árum. Svo þegar bílvegurinn kom lögðust sjóferðir niður að mestu. Bjarna Guðjónssyni langaði til að fá bátinn og lét ég hann hafa hann. Síðan var báturinn seldur austur á land. Byrjað var á vegagerð hér á hálsinum um 1935. Það var byrj- að í Grjótárflóanum. Hálsinn Víkur megin var að mestu bílfær upp á Hrygg. Unnið var í veginum nokkrar vikur að vorinu. Verkstjóri fyrstu árin var Guðbrandur frá Hólum. Þegar hann fyrsta vorið var að ganga frá skýrslum til Vegagerðarinnar þá spyr hann: „Hvað heitir þessi háls eiginlega?“ Pabbi sagði honum að gamla nafnið væri Stikuháls. Það nafn fór því á skýrslurnar og þar með var því bjargað. Það var nefnilega farið að kalla hálsinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.