Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 31

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 31
29 mig minnir. Það var mikill munur að komast í símasamband. En þetta var eftirlitsstöð og áttum við að gera við línubilanir hér í grenndinni eða frá Tunguá og út á há Stikuháls. Símaviðgerðir stunduðum við bæði áður og eftir að símstöðin var hér. Þetta var oft erfitt í ófærð og vondu veðri. Ég mun hafa verið í þessu í meira en 50 ár. Sparsemi var mikil á flestum eða öllum sviðum þegar ég var krakki. Litlir steinolíulampar voru hér þegar ég fyrst man eftir. Ekki var kveikt á þeim strax og dimma tók að kvöldinu til að spara olíu. Fullorðna fólkið lagði sig í rökkrinu en krakkarnir léku sér þá stundum. Bæði í útihúsum og bænum voru svokall- aðar tírur mikið notaðar til ljósa. Þær voru mjög sparneytnar á olíu. Á morgnana var ekki kveikt á olíulömpum nema á hátíð- um. Þó kann að vera að lampaljós hafi verið í kjallaranum hjá eldavélinni að morgni dags. Fólk lagði meira að segja á sig nokkurt ómak ef það gat sparað eina eldspýtu. Þegar búið var að kveikja á einum lampa og þurfti að kveikja annað ljós þá var kveikt á bréfrenningi yfir lampanum sem búið var að kveikja á og með honum kveikt á öðrum lampa eða tíru. Þannig var kannski hægt að komast af með eina eld- spýtu yfir kvöldið. Hér var aldrei matarlaust en fábreytt fæði þætti það nú. Það var verið að miðla mat á milli bæja að vorinu fram yfir 1930. Og flest matarkyns var hirt. Ég man að það var komið heim með dauða kind einu sinni. Hún hefur víst farið afvelta. Skúli gerði hana til og þegar hann risti á kviðinn komu út græn og úldin innyfli og mikil pest var af þessu. Samt voru ganglimirnir hirtir og látnir liggja í saltvatni. Síðan var þetta soðið og étið og engum varð meint af. Þær kunnu til verka húsmæðurnar. Fiskurinn hér á firðinum var mikil búbót. Hann var saltaður til vetrarins. Pabbi skaut margan selinn og voru þeir hafðir til matar. Eitt vorið man ég að það var ekkert smjör til hér á bæ. Og það var von á gestum til ömmu og Skúla. Þá var ekki gott að vanta smjör. Ég sem þá var smástrákur var sendur fram að Brunngili með bréf til Bjargar og hún beðin að lána smjörklípu ef til væri. Ég labbaði fram fjall og fyrir ofan túnið á Þórustöðum og fram að Brunngili. Ég afhenti Björgu bréfið og þáði góðgerðir og smjörtöflu sendi hún með mér til ömmu og Skúla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.