Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 44

Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 44
42 Þá kvað Hrómundur vísu. Efni hennar er eftirfarandi: Úti heyri ég svartfiðraðan hrafn krunka er morgnar. Bráðin vekur hann. Svo gól hann forðum er vígamenn voru feigir og hrafnar spáðu. Í gamalli þjóðtrú eru hrafnar viðurkenndir spáfuglar og í mörg- um þjóðsögum er hrafninn talinn boða feigð. Sú þjóðtrú að hrafninn boði feigð lifði lengi hjá þjóðinni, jafnvel fram á 20. öld. Athyglisvert er gamla máltækið „að guð borgar fyrir hrafninn“ ef honum er gefið. Blóðugur bardagi í Bæjarhreppi Nokkru síðar er húskarlar bónda gengu til verka sinna yfirsást þeim að láta aftur virkisdyrnar eftir sér. Litlu eftir að húskarlar eru farnir frá virkinu komu Austmenn. Nú bar vel í veiði fyrir þá. Helgi mælti: „Göngum nú í virkið og minnumst háðulegra orða og svo gerða og vil eg að virkið verði þeim að gagni alls öngu ef eg má ráða.“ (HÞH, bls. 4.) Þorbjörn þyna vaknaði við mælgi Austmanna. Hann hljóp til hurðar á skálanum og sá út um glugga einn er skorinn var í hurð- ina, að Austmenn voru komnir í virkið. Hrómundur spurði hvað væri til tíðinda. Þorbjörn svaraði að Austmenn væru komnir inn í virkið og ætli þeir sjálfsagt að standa við orð sín og komið sé að hefndum vegna ásökunar um hrossaþjófnað og stefnunnar. En Þorbjörn var dolfallinn yfir því hvernig þeir hafi komist inn í virk- ið. „Hrómundur spratt upp og mælti: „Upp vér þá og rekum van- menni þessi af hendi og kaupum á oss gott orð og dugum drengi- lega.“ Hann eggjaði þá sonu sína og svo Þorleif fóstra sinn.“ (HÞH, bls. 5.) Konurnar á heimilinu reyndu að koma í veg fyrir það að Hrómundur og Þorleifur tækju þátt í bardaganum. Þær sögðu að Hrómundur væri of gamall og Þorleifur of ungur, að- eins 15 vetra. Hrómundur kvað þá vísu. Aðalefni vísunnar er að dauðastund hans sé ekki ráðin í dag eða gær. Búumst til bardaga. Fyrir löngu var oss aldur skapaður. Þarna kemur fram sterk forlagatrú sem var svo rík meðal fornmanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.