Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 54

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 54
52 ráðsson sagnaþul, þar sem hann ritar eftirfarandi um samskipti Eyvindar og Hallvarðs Hallssonar í Skjaldabjarnarvík: „Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur kallaður, útileguþjófur, hugði á það eitt sinn að stela peningum Hallvarðar, því orð lék á að mjög safnaði hann þeim. Eyvindur kom á fund Hallvarðar og bað viðurtöku. Lét Hallvarður það uppi því góður var hann við- tekna á slíkum mönnum. Vann Eyvindur vel um hríð með Hall- varði en aldrei fékk hann að því komizt hvar peningar hans voru. Tók Eyvindur þá að hyggja á brott. Var sem Hallvarði kæmi það ei á óvart og leyfði honum þegar á brott að verða. En áður hann færi gekk hann að sögunarstólpa sínum, kippti honum upp og tók undan honum peningakistil sinn og bað Eyvind að sjá, kallaði hann lítilmenni og ei kynni hann að stela, þó útileguþjófur hefði hann gjörzt, og ei mundi honum auðið á sig að leika.“ Verður nú vikið lítillega að sögu Hallvarðs Hallssonar í Skjalda- bjarnarvík. Hallvarðs þáttur Hallssonar Einn kunnasti bóndi sem búið hafði í Skjaldabjarnarvík áður er án efa Hallvarður Hallsson 1723–1799. Hallvarður var sonur hins fjölkunnuga Halls á Horni. Hann var sagður mikið hraustmenni og stórvaxinn í meira lagi – og skáld gott. Leiði hans er í túninu í Skjaldarvík. Er sagt að hann hafi lagt svo fyrir að þar skyldi hann hvíla. Sögusagnir voru um það, að þrátt fyrir ósk hans í þessu efni hafi prestur mælt svo fyrir, að lík hans skyldi flutt að Árnesi til greftr- unar og hafi þá verið gerð tilraun til að flytja hann til greftrunar að Árneskirkju – en þá gekk á mikið óveður og ófær sjór – en eina færa leiðin með slíkan flutning er á sjó. Sagt var og að tvær aðrar tilraunir hafi verið gerðar síðar til að greftra hann í Árneskirkju- garði, en það fór á sama veg svo hann hvílir enn í túninu í Skjalda- bjarnarvík. Hallvarður mun hafa verið karlmenni mikið – um margt óvenjulegur maður, stór í sniðum og jafnvel „tröllslegur í sjón eins og blágrýtisdrangur hafi verið lífi gæddur“. Eitt sinn var Hall- varður sendur til Ólafs amtmanns í Sviðsholti – þótti hann þá einkennilega búinn – í sauðsvartri belghempu með birkirenglu í hendi og „slapahatt á höfði og hetta ofan á bundin undir kverk.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.