Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 84

Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 84
82 Við fengum stundum svartfuglsegg úr Hornbjargi, því Óli var góður sigmaður – fyglingur – eins og bræður hans, Jónas, Eiríkur og Kristján. Já, veiðiskapur var margs konar á Ströndum – talsverð selveiði var einnig stunduð í Skjaldarvík – og afi kunni á þessu lagið, veitt var í net, og skinnið flegið af selnum – og kjötið og spikið nýtt til matar – og sjá mátti útspýtt selskinn á gafli útihúsa til þurrkunar. Þau voru mörg handtökin sem þurfti að viðhafa til að nýta þá möguleika, sem fyrir hendi voru á þessum slóðum. Fljótlega eftir sauðburðinn þurfti að taka ullina af fénu, notuðu menn vasahníf- inn sinn til þeirra hluta og gekk vel – en hnífarnir urðu að vera vel beittir – og nauðsynlegt var hverjum manni í sveit að hafa á sér vasahníf því þeir voru til svo margra hluta nytsamlegir – þó ekki væri nema að skera snærisspotta í sundur. Nokkru eftir að rúningi var lokið þurfti svo að þvo ullina. Það var gert við ós Norðdalsárinnar – þar voru útbúnar góðar hlóðir, settur á þær stór pottur og kynt vel undir, keytu hafði verið safnað í stóra tunnu – og var það besta sápan sem notuð var við ullar- þvottinn. Síðan var gerð smá stífla í ána – þar sem ullin var síðan skoluð eftir þvottinn og að því búnu lögð á fjörusteina í kring til þurrkunar. Umtalsverð umsvif voru við þetta, og hún amma mín stjórnaði öllum verkum með lagni sinni og dugnaði og við reynd- um að hjálpa til eftir megni. Þeir voru eftirminnilegir þessir ull- arþvottadagar – og auðvitað varð að velja þurran og bjartan dag til þessara hluta. Tófueldi og fleira Á holti utan og ofan við fjárhúsin var mikið kríuvarp – og þang- að fórum við strákarnir tíðum að huga að varpinu, en eins og allir vita, er krían herská og ver vel sín varplönd þannig að við höfðum oftast með okkur barefli – spýtur eða aðra hluti sem við veifuðum fyrir ofan höfuð okkar til að verjast því að hún kæmi of nálægt – en stundum náði hún að höggva í hársvörðinn án þess að það skaðaði neitt verulega. Við tókum líka stundum egg úr hreiðrum þeirra, en þó aldrei meira en eitt úr hverju hreiðri, því þá verptu þær aftur og bættu við í staðinn. Ný kríuegg voru nefnilega ágæt- is matur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.