Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 89

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 89
87 þáðum beina að öðru leyti hjá heimamönnum, en þar var þá tví- eða þríbýlt – en margir gestkomandi á staðnum. Á þriðja degi lögðum við svo á Skorarheiði með reksturinn og fórum alla leið í Hrafnsfjörð og um Hrafnsfjarðareyri, þar sem Fjalla-Eyvindur er sagður grafinn í túninu, og þaðan fórum við að Kjós í Jökulfjörðum. Leiðin frá Furufirði yfir Skorarheiði var áður fyrr fjölfarin meðan byggðin var fjölmenn á Ströndum. Efst á heiðinni er gengið með fram Skorarvatni – og liggur leiðin síðan niður með Skorará og fram hjá Gýgjarsporshamri – sem er mjög sérstætt stuðlabergsfjall yfir 200 m á hæð – og segir þjóðtrúin, að þar muni vera kaupstaður álfa. En nóg um það. Við vorum sem sé komin með fjárhópinn í Kjós – þaðan sem féð var ferjað um borð í Fagranesið og flutt til Ísafjarðar. Þá bjuggu í Kjós sæmdarhjónin Ragnheiður og Tómas – og tóku þau vel á móti okkur og hjálpuðu okkur daginn eftir að koma fénu í báta og flytja út í djúpbátinn. Skorarheiði er ekki erfiður fjallvegur en féð var orðið nokkuð þreytt og bágrækt þegar líða tók á heiðina og nálgaðist Hrafns- fjörðinn – og vildi það dreifa sér og komast á beit. Var ekki laust við að við sem rákum – og þá sérstaklega ég væri orðinn þreyttur nokkuð eftir þriggja daga rekstur og varð því feginn þegar á leið- arenda var komið. En maður var því vanur að þurfa að hafa nokk- uð fyrir lífinu á Hornströndum í þá daga – aðstæðurnar voru þannig – en það þurftu allir að sinna sínu. En þetta var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem ég fór þessa leið. Úr fyrstu ferð minni yfir heiðina man ég ekkert, enda ekki nema á þriðja árinu þegar sú ferð var farin. Þá hafði Ingigerður móð- ursystir mín farið yfir Skorarheiði ásamt fleirum og reiddi mig fyrir framan sig alla leiðina. Var hún þá ekki nema 15 ára gömul – og tók hún mig með sér norður í Skjaldabjarnarvík til að létta á móður minni vegna veikinda yngri systur minnar í Hnífsdal. Já, hún var snemma tápmikil hún Inga frænka og sýndi það síðar á lífsleiðinni er hún tók að sér erfið verkefni og leysti þau með sóma. Síðar fór ég svo Skorarheiði er ég var sumarlangt vinnumaður í Bolungarvík á Ströndum hjá Jónasi Finnbogasyni og hans fólki. Það sumar var ævintýri út af fyrir sig, sem ég segi ef til vill frá síð- ar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.