Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 120
118
Klögun Erlends Ólafssonar, fyrrum sýslumanns í Ísafjarðarsýslu, yfir
settum sýslumanni, Sigurði Sigurðssyni „skugga“, til amtmanns 24.
september 1762.
ÞÍ. Amtm. II. 73A. Bréf úr Ísafjarðarsýslu til amtmanns 1761–1762.
Ekkert skiptir hann sér af þjófunum Eyvindi og konu hans
Höllu, Abraham og Arnes og þeim nýkomna manni í þeirra
complot [= samtök], sem af sumum meinast vera manndráparinn
Jón Helgason, hverjir á Strandir komnir eru og sagðir eru ýmist
hér sýslu eða Strand[asýsl]u vera, helzt í Bjarnarfirði, og haldið
er, að stolið hafi hér í sýslu úr Dynjandisfjalli fram undir 80 fjár,
sem saknað hefur verið. Þegar þetta með mörgum kringumstæð-
um af sveitarmönnum á Snæfjallaströnd sagt var sýslumanni Sig-
urði, seint í nærstliðna Augusto, var eg nærstaddur og áheyrandi,
og undir eins af sömu mönnum heyrði, að Hallvarður Hallsson,
gamall sendimaður suður um land, (sem nú er í Skjaldabjarnar-
vík) hafi boðizt til þetta illþýði að fanga, væri hann þar um beð-
inn og skyldi hann mega sér nokkrar discretion [= þagmælsku]
vænta, ef hann það gjört gæti, en sýslumaður gaf ekkert svar þar
til í það sinn. Hefi eg ei síðan heyrt hann nokkra anstalt [= við-
búnað] þar til gjört hafi.
Sigurður Sigurðsson, settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, spyr amtmann
21. marz 1763, hvernig fara skuli með Abraham, Eyvind og Höllu.
ÞÍ. Amtm. II. 73B. Bréf úr Ísafjarðarsýslu til amtmanns 1763–1765.
Hér með innfellur mitt auðmjúkt forespörsel [= fyrirspurn],
hvörnig með skal fara illræðismennina Abraham Sveinsson og
Eyvind Jónsson með konu hans, hvör sig hafa uppihaldið á Strönd-
um í Strandasýslu yfirstandandi vetur, sem eg meina, að ei hafi
umtalað verið af sýslumanni Halldóri Jakobssyni. Eftir hvörjum
illskumönnum eg hefi sent sjö menn til að præcavera [= fyrir-
byggja] skaða allra, ef nást. Vilda eg auðmjúklega vita, hvað eg
skal við þá gjöra, þar ei veit, hvar síðast stolið hafa.