Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 120

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 120
118 Klögun Erlends Ólafssonar, fyrrum sýslumanns í Ísafjarðarsýslu, yfir settum sýslumanni, Sigurði Sigurðssyni „skugga“, til amtmanns 24. september 1762. ÞÍ. Amtm. II. 73A. Bréf úr Ísafjarðarsýslu til amtmanns 1761–1762. Ekkert skiptir hann sér af þjófunum Eyvindi og konu hans Höllu, Abraham og Arnes og þeim nýkomna manni í þeirra complot [= samtök], sem af sumum meinast vera manndráparinn Jón Helgason, hverjir á Strandir komnir eru og sagðir eru ýmist hér sýslu eða Strand[asýsl]u vera, helzt í Bjarnarfirði, og haldið er, að stolið hafi hér í sýslu úr Dynjandisfjalli fram undir 80 fjár, sem saknað hefur verið. Þegar þetta með mörgum kringumstæð- um af sveitarmönnum á Snæfjallaströnd sagt var sýslumanni Sig- urði, seint í nærstliðna Augusto, var eg nærstaddur og áheyrandi, og undir eins af sömu mönnum heyrði, að Hallvarður Hallsson, gamall sendimaður suður um land, (sem nú er í Skjaldabjarnar- vík) hafi boðizt til þetta illþýði að fanga, væri hann þar um beð- inn og skyldi hann mega sér nokkrar discretion [= þagmælsku] vænta, ef hann það gjört gæti, en sýslumaður gaf ekkert svar þar til í það sinn. Hefi eg ei síðan heyrt hann nokkra anstalt [= við- búnað] þar til gjört hafi. Sigurður Sigurðsson, settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, spyr amtmann 21. marz 1763, hvernig fara skuli með Abraham, Eyvind og Höllu. ÞÍ. Amtm. II. 73B. Bréf úr Ísafjarðarsýslu til amtmanns 1763–1765. Hér með innfellur mitt auðmjúkt forespörsel [= fyrirspurn], hvörnig með skal fara illræðismennina Abraham Sveinsson og Eyvind Jónsson með konu hans, hvör sig hafa uppihaldið á Strönd- um í Strandasýslu yfirstandandi vetur, sem eg meina, að ei hafi umtalað verið af sýslumanni Halldóri Jakobssyni. Eftir hvörjum illskumönnum eg hefi sent sjö menn til að præcavera [= fyrir- byggja] skaða allra, ef nást. Vilda eg auðmjúklega vita, hvað eg skal við þá gjöra, þar ei veit, hvar síðast stolið hafa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.