Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 7

Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 7 „Réttarstörfin gengu alveg ljómandi vel,“ segir Böðvar Baldursson, bóndi í Ysta Hvammi í Aðaldal eftir velheppnaðan réttardag. Féð var um 5.000 talsins, litlu færra en í fyrra því eitthvað var um að bændur væru með fé heima. Í Hraunsrétt koma saman bændur í Aðaldal og yfirleitt hefur mikið fjölmenni safnast saman í þessa fornfrægu og fögru rétt. Böðvar segir að nú hafi fólk ekki í sama mæli og oft áður verið hvatt til að koma og fylgjast með enda reglur í gildi um fjölda þeirra sem saman mega koma. „Það eru alltaf einhverjir gestir að fylgj- ast með en ekki sami fjöldinn og oft áður,“ segir hann. Veðrið lék við bænd- ur og búalið þegar réttað var og segir Böðvar að allir hafi notið dagsins. Smalamennska gekk vel í góða veðrinu og helst hefðu kindur viljað vera lengur á fjalli segir hann að gróður þar sé enn mikill og góður miðað við árstíma. „Mér sýnist fé koma vænt af fjalli, yfir meðallagi gott,“ segir hann. /MÞÞ LÍF&STARF Það bar við þann 5. september síð- astliðinn, að Einar Kolbeinsson bóndi í Bólstaðarhlíð, eignaðist afmæli. Þann dag sendi hann mér vísu sem hann ætlaði í vísnaþáttinn, en þá var ég nýbúinn að efna í þann þátt, svo vísan fékk ekki inni. En hér kemur vísa Einars: Af fögnuði ég fnæsi og styn og finnst mér safnast auður, því ekki kæmu afmælin ef ég væri dauður. Tilurð næstu vísu er svofelld: Skúli Ágústsson frá Birtingaholti fékk um- gangsboðsbréf að dansleik á Selfossi. Skúli skilaði boðsbréfinu, en reit þessa vísu á bakhliðina: Ég held ég láti hófið bíða, mér hentar ekki þetta rall, hættur að drekka, dansa og ríða, hvern djöfulinn á ég að gera á ball? Jón Magnússon orti um harðar ritdeilur þeirra Guðmundar Friðjónssonar á Sandi og Sr. Sigurðar Einarssonar: Þó að fimur Siggi sé og sveifli vígðum brandi, svitnar hann við að koma á kné karlinum á Sandi. Jónas í Hofdölum orti um lífshlaup sitt: Listir iðka ég löngum þrjár: Lesa, prjóna og skrifa. Finnst mér þó að fjölgi ár furðu gott að lifa. Baldvin skáldi kom öli bættur í hús þar sem margt fólk var saman komið. Ekki þótti honum mannvalið mikilla gæða: Faktors þjónar fylla glös, færist tjónið svínum, hér er dóna drukkin ös, dimmt fyrir sjónum mínum. Baldur á Ófeigsstöðum í Köldukinn orti í minningu mjólkurkýrinnar Skrautu, sem reynst hafði heimilinu vel: Nú er Skrauta fallin frá að fósturjarðar skauti, átján sinnum undir lá okkar besta nauti. Ef til vill er ástæðulaust að vera að ýfa gömul sár, en þessi vísa frá árinu 1965 er samt sígild að mínu mati. Hana orti Þorsteinn Matthíasson skólastjóri: Hyggnir reynast Húnvetningar, halda þeir sig bestu menn. Þó held ég að Þingeyingar þrauki í fyrsta sæti enn. Til vinar orti Björn Jónsson frá Haukagili: Við höfum báðir, vinur minn verið háðir sprundum, leitað og þráð, en léttúðin leiknum ráðið stundum. Um Friðgeir Axfjörð orti Gísli Árnason: Að drykkfeldni, svikum og drambi þekkt, sinn djöful má hver og einn bera. Með afbrigðum lygið og ómerkilegt er ættfólk þitt talið vera. Næstu tvær stökur eru Bjarna Jónssonar frá Gröf. Mergjaðar skammarvísur ortar ónefndum: Það er vont að vera rauður, vera til og sýnast maður. Helvíti vildi ég vera dauður en vera þannig innréttaður. Allt þig brestur eðli manns, ekkert sést af viti. Einhver besti andskotans ertu nestisbiti. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 282MÆLT AF MUNNI FRAM Feðgarnir Guðbergur, Ægir Eiríksson og Björn Grétar. Oddný Lára Guðnadóttir, Pálmholti Reykjadal, kampakát við réttarstörfin. Um 5.000 fjár skiluðu sér í Hraunsrétt í Aðaldal á dögunum. Á innfelldu myndinni til vinstri eru Guðmundur Bjarnason og Jón Bergmann Gunnars- son á Húsavík og hægra megin uppi eru Sæþór bóndi í Presthvammi Gunnsteinsson og Hólmgrímur Kjartansson á Hrauni í Aðaldal. Myndir / Aðalsteinn Árni Baldursson Hraunsrétt í Aðaldal: Vel heppnaður réttardagur í blíðskaparveðri Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagranes- koti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi. Sædís Rán Ægisdóttir og Berta María Björnsdóttir frá Húsavík tóku þátt í réttunum. Fólk á öllum aldri komu í réttina.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.