Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202112
FRÉTTIR
Fyrsta línan í nýrri kynslóð
byggða línu, Kröflulína 3, tengingin
á milli Kröflu og Fljóts dals, hefur
verið spennusett.
Línan á sér langa sögu og hefur
undirbúningur staðið um langt skeið.
Framkvæmdir hófust árið 2019 og
var hún byggð við miklar áskoranir.
Slæmt veður og heimsfaraldur settu
mark sitt á framkvæmdina. Það var
því stór dagur hjá Landsneti þegar
spennu var hleypt á fyrstu línuna.
Kröflulína 3 fer um þrjú sveitar
félög: Skútustaðahrepp, Múlaþing
og Fljótsdalshrepp. Lengd línunnar
er 121 km og liggur hún að mestu
samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki
við Kröflustöð að tengivirkinu við
Fljótsdalsstöð.
Meginflutningskerfi raforku
sem liggur í kringum landið er í
daglegu tali kallað byggðalínan.
Hún samanstendur af 13 háspennu
línum, alls 925 km að lengd, sem
ná frá Brennimel í Hvalfirði, hring
um landið og enda í Sigöldu.
Byggðalínan nálgast nú 50 ára
aldurinn en áætlaður líftími raflína
á Íslandi er um 50 ár og raforkunotk
un hefur margfaldast frá því að hún
var byggð – það var því kominn tími
á endurnýjun, segir á vef Landsnets.
Bætir úr mörgum vanköntum
Nýrri kynslóð byggðalínu er ætlað
það hlutverk að bæta úr mörgum af
þeim vanköntum sem hrjá megin
flutningskerfið í dag. Hún verður
rekin á hærra spennustigi, eða 220
kV í stað 132 kV, og byggð úr
stálröramöstrum sem þola betur
óveður og ísingu og mun því auka
afhendingaröryggi umtalsvert.
Útlit mastranna svipar til tré
mastra gömlu byggðalínunnar, þar
sem þau eru byggð úr rörum en
þau verða aftur á móti stærri og að
sama skapi færri, þar sem lengra
hafi verður á milli mastra. Hærra
spennustig gerir það að verkum að
hægt verður að flytja meiri raforku
á milli landshluta og létta þannig á
þeim flöskuhálsum sem kerfið býr
við í dag.
Mun það hafa jákvæð áhrif á
atvinnuuppbyggingu auk þess sem
hægt verður að nýta betur núverandi
orkuframleiðslumannvirki og vatna
svæði en mögulegt er nú.
Næstu áfangar
Næsta lína í röðinni er Hólasandslína
3 á milli Hólasands í nágrenni Kröflu
og Akureyrar en framkvæmdir við
hana hófust á árinu 2020. Þar á eftir
er Blöndulína 3 á milli Akureyrar
og Blöndu sem er á áætlun 2023
og Holtavörðuheiðarlína 1 á milli
Hvalfjarðar og Holtavörðuheiðar en
áætlað er að byrja framkvæmdir við
hana á fyrri hluta ársins 2024.
Síðasta línan er svo tenging á
milli Holtavörðuheiðar og Blöndu
sem er áætlað að hefja framkvæmdir
við á síðari hluta ársins 2027 eða í
byrjun árs 2028. /MÞÞ
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Mynd / Vefur Landsnets.
Landsnet:
Spennu hleypt á fyrstu línu
í nýrri kynslóð byggðalínu
Sláturhús Norðlenska á Húsavík:
Hafa getað valið úr umsókn-
um en nú vantar fólk
„Staðan var þannig að það vantaði
um 10 manns til starfa inn í slát-
urhúsið þegar sláturtíð hófst fyrr
í haust,“ segir Jóna Jónsdóttir,
starfsmannastjóri Norðlenska.
Undanfarnar vikur hefur smám
saman bæst við en enn vantar 4
til 5 starfsmenn til að sláturhúsið
teljist fullmannað.
„Við vitum ekki alveg hvað veld
ur, við fengum færri umsóknir núna
en vanalega og fleiri hættu við á
síðustu stundu. Yfirleitt höfum við
getað valið úr fjölda umsókna en því
var ekki að heilsa nú. Það er eins og
ferðaviljinn hafi aðeins dalað,“ segir
Jóna og vísar til erlendra starfmanna
sem eru stór hluti þeirra sem vinna
í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.
Starfsfólk hefur einkum komið
frá Bretlandi, Póllandi, Slóvakíu,
Tékklandi og Búlgaríu. Veltir Jóna
fyrir sér hvort bólusetningarhlutfall
í þeim löndum setji jafnvel strik í
reikninginn. Óbólusettir sem ferðast
til Íslands þurfa að sæta sóttkví í
fimm daga og það gæti einnig haft
sín áhrif á ferðaviljann.
Sóttust ekki mikið eftir störfum
Jóna segir að jafnan sé þess gætt að
halda ákveðnu hlutfalli af störfum
fyrir Íslendinga en nú í haust hafi
þeir ekki sóst mikið eftir störfum
í sláturtíð.
„Við höfum verið að leita að
fólki til starfa en það hefur ekki
gengið neitt sérlega vel. Margir sem
t.d. eru atvinnulausir og við heyrum
í segjast ekki vilja binda sig í þetta
stuttan tíma, tvo mánuði,ef eitt
hvað annað starf skyldi koma upp
á meðan. Það er ýmislegt af þessu
tagi sem setur strik í reikninginn og
gerir að verkum að ekki næst enn
að fullmanna sláturhúsið.“
Þá nefnir hún einnig að húsnæði
takmarki ráðningar, það sé ekki
endilega mikið um laust húsnæði í
bænum fyrir aðkomufólk og því væri
æskilegt að hafa fleiri sem búsettir
eru á staðnum.
Gekk að ráða í lykilstörf
Jóna segir að vel hafi gengið að ráða
í lykilstörf en um sé að ræða almenn
störf sem sinna þarf í sláturtíðinni. Í
einhverjum tilvikum hafi þeir starf
menn sem starfa í húsinu allt árið
verið færðir til og önnur verkefni
látin bíða.
„Þetta rúllar alveg ágætlega hjá
okkur,“ segir hún. Um 120 manns
eru ráðnir aukalega til starfa hjá
sláturhúsi Norðlenska í sláturtíð til
viðbótar við þá 45 sem fyrir eru.
Áætlað er að slátra um 86 þúsund
dilkum í sláturtíðinni nú í haust og
segir Jóna að nú sé búið að slátra um
28 þúsund dilkum. Að meðaltali sé
2.350 dilkum slátrað daglega. /MÞÞ
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri
Norðlenska.
Bandalag íslenskra leikfélaga,
stofnað 1950, eru samtök
áhuga leikfélaga á Íslandi sem
eru milli 40–50 talsins.
Bændablaðið hefur á
umliðnum árum fjallað af og til
um starfsemi áhugaleikfélaga
á landinu. Í starfi þessara
áhugamannafélaga tekur þátt
fólk úr öllum starfsstéttum
og þá ekki síst úr sveitum
landsins. Þar sem þetta er
mikilvægur og merkilegur
þáttur í menningarlífinu á
landsbyggðinni, þá hyggst
blaðið reyna að hafa slíka
umfjöllun með reglubundnari
hætti á komandi mánuðum og
misserum. Hefur því verið leitað
eftir samvinnu við Bandalag
íslenskra leikfélaga.
Ýmislegt hefur borið á góma
hjá þeim yfir árin og alltaf er
eitthvað um að vera, enda oft
ástríðan sem um ræðir þegar
áhugaleiklist á í hlut. Nú, í stuttu
spjalli við Hörð Sigurðarson,
formann BÍL, lætur hann vel
af næstu mánuðum þótt Covid
veiran hafi stöðvað uppsetningar
leiksýninga um stund.
Hörður á sjálfur rætur að
rekja í Kópavoginn, foreldrar
hans voru öflugir í Leikfélagi
Kópavogs og var faðir hans einn
af stofnendum leikfélagsins.
Hann hefur því verið með annan
fótinn á sviðinu frá því hann man
eftir sér, auk þess, þegar hann
eltist, tekið að sér leikstjórn víða
um landið af og til.
„Ég hef leikstýrt víða á
tímabilum, kynnst fólkinu í
kringum landið sem er bæði
skemmtilegt og fróðlegt, segir
Hörður, og gaman að kynnast
því hvernig hægt er að vinna
með og við ólíkar aðstæður. Þörf
fólks fyrir að skapa er alltaf hin
sama og auðgun mannlífsins
með ástríðu leiklistarinnar og
því sem henni viðkemur. Þetta
er miklu stærra batterí en bara
að standa á sviði. Leikfélagið
í samfélaginu er víða hjartað
í félagslífinu. Sami hópurinn
sér oftar en ekki um árshátíðir
og annað slíkt og að hafa virkt
félagslíf skiptir gríðarlegu máli
fyrir samfélögin, þá sérstaklega
minni samfélög.“
Víðtæk þjónusta bandalagsins
Þótt áhugaleiklist hafi verið við
lýði síðan á 19. öld er bandalagið
sem slíkt stofnað árið 1950, enda
viss hagur í því að stofna samtök.
Aðstæður voru þannig um miðja
tuttugustu öld að mjög erfitt var
að verða sér úti um leikverk,
förðunarvörur, leikmuni og annað
sem viðkemur leikuppsetningu
eða lýtur að leikverki.
Aðspurður segir Hörður að
þarna hafi orðið til þessi samtök
sem hafi nú vaxið töluvert og
mættu í raun kallast þjónustu
miðstöð í dag.
„Við erum með stærsta
leikritasafn landsins, erum ekki
bara að þjónusta áhugaleikhúsin,
heldur flesta grunnskóla á
landinu, framhaldsskólana auk
þess að vera í góðu sambandi
við stóru leikhúsin, þau fá oft
ýmislegt hjá okkur, handrit
eða annað. Hér er starfandi
leikhúsbúð sem líka þjónustar
mikið fleiri en bara leikhúsin,
enda mjög víðtæk þjónusta sem
við bjóðum upp á. Svo útvegum
við sýningarleyfi og svona eitt og
annað. Þetta er vítt svið sem snýr
að því að koma upp leiksýningu.
Nú eru starfandi rúmlega 40
aðildarfélög, en þeim hefur farið
fækkandi í gegnum áratugina.
Voru 80 talsins fyrir um þrjátíu
árum. Aðstæður og aðgangur
að afþreyingu í dag er auðvitað
allt öðruvísi en þá, til að mynda
sjónvarp, net og annað en þetta
fylgir þróun samfélagsins. Að
auki hafa sveitarfélög víða
sameinast, leikfélög stundum
runnið saman í eitt, eða lognast
út af því miður – fækkun á
landsbyggðinni hefur þar komið
til og sum leikfélög starfa bara
annað hvert ár. Þau eru jafn
mismunandi og þau eru mörg.“
Styrkveitingar ríkis
„Annars má geta þess að ríkið
veitir styrki til áhugaleiklistar.
Það fer svo í gegnum okkur – við
förum yfir umsóknir og gerum
tillögur sem eru bara yfirleitt
alltaf samþykktar.
Við köllum eftir félögum að
sækja um, þau senda þá inn öll
ný leikverk sem þau eru eða hafa
áhuga á að setja upp, myndir af
sýningum, ársskýrslur, reikninga
og annað þannig að við höfum
yfirsýn yfir slíkt.“
Og nú er að hafa samband ef
áhugi er fyrir stofnun leikfélags
eða uppsetningu sýningar! /SP
ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI
Starfsemi áhugaleikhúsa
kynnt til sögunnar
Hörður Sigurðarson,
framkvæmdastjóri BÍL.
Landssamband veiðifélaga minnir á áður auglýstan
aðalfund sambandsins sem haldinn verður föstu-
daginn 8. október, kl. 11:00-15:00, í Bændahöllinni við
Hagatorg í Reykjavík.
Óskað er eftir því að aðildarfélög sendi fram-
kvæmdastjóra Landssambandsins tilkynningu um
þátttöku á aðalfundinum sem allra fyrst. Vinsamlegast
sendið tilkynninguna á netfangið gunnar@angling.is.
Nánari upplýsingar um dagskrá
og þátttöku á fundinum er að finna
á vef sambandsins á www.angling.is.
AÐALFUNDUR
LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA 2021