Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 34

Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202134 LÍF&STARF Á næsta ári hefst sala á rauðblaða birkiyrkinu Hekla í Finnlandi. Mun það vera í fyrsta sinn sem trjátegund kynbætt á Íslandi er tekin til ræktunar erlendis. Þorsteinn Tómasson, plöntuerfða- fræðingur og fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, hefur um langa tíð unnið að erfðarannsóknum og kynbótum í birki. Hann hefur ýmislegt til málanna að leggja um mikilvægi kynbóta á plöntum. Síðsumars fékk tíðindakona Bændablaðsins að sötra á kaffi í garði Þorsteins og fræðast um birkikynbæt- ur sem hann hefur stundað í hartnær 40 ár. Ástæðan var fregn sem henni barst til eyrna af útflutningi á nýju íslensku trjáyrki til Finnlands, sem henni fannst nokkuð galin. Fregnin reynist rétt en áður en Þorsteinn sagði mér frá því áréttaði hann mikilvægi plöntukynbóta og rannsókna, sem er honum hugleikið. „Það er full ástæða til að hrósa Bændablaðinu fyrir tímabæra umræðu um hvernig staðið skuli að erfðarannsóknum og ræktun á helstu nytjaplöntum sem við byggj- um landbúnað okkar á, þar með talið trjárækt. Í orðinu ræktun felast kyn- bætur samanber hið þrautræktaða séra Guðmundarkyn sem Bjartur í Sumarhúsum hafði svo miklar mætur á. Erfðarannsóknir og kynbætur í búpeningi landsmanna skila stöð- ugum og miklum árangri en hann bliknar þó í samanburði við þær hlutfallslegu hækkanir og framfarir sem við getum náð í trjárækt ef við einhendum okkur í þær. Í öðru lagi er okkur brýn nauðsyn að efla þessa starfsemi til að mæta þeim áskor- unum sem felast í miklum og ögr- andi breytingum sem eru að verða í ræktunarskilyrðum vegna hraðfara loftslagsbreytinga, samfara því að efla landbúnað og skógrækt sem hluta af hagvörnum landsins.“ Skógrækt er Íslendingum kær Framan af starfsferli sínum sinnti Þorsteinn aðallega grasakynbótum og rannsóknum á byggi. „Þegar ég kom til starfa á Rannsóknastofnun landbúnaðarins árið 1970 var kal mikið vandamál og lítið úthald sáðgrasa í túnum bænda. Þannig beindist athyglin mest að kyn- bótum helstu grastegunda og frærækt þeirra í upphafi en síðar efldist korn- ræktin og nauðsynlegar kynbætur á byggi. Árið 1985 urðu þau vatnaskil á mínum starfsferli að ég gerðist forstjóri RALA en áhuginn á faginu svo og áhuginn á skógrækt urðu snar þáttur í frístundastarfi mínu. Skógræktaráhugi virðist reyndar vera nánast innbyggður í Íslendinga þar sem liðlega 80% þjóðarinnar styður aukna skógrækt. Uppbygging ung- mennafélaga í upphafi síðustu aldar og aðkoma hreyfingarinnar að ræktun lands og lýðs ásamt hvatningu stór- skálda þjóðarinnar og leiðtoga eiga sinn þátt í þeirri stöðu.“ Hann sá tækifæri í því að efla erfðarannsóknir og kynbótastarf á birki sem fyrirmynd gagnvart öðrum tegundum. „Margar ástæður liggja til þess. Birkið er eina trjátegundin sem myndar samfellt skóglendi á Íslandi. Landið býður upp á margvíslega sér- stöðu til ræktunar miðað við flest þau svæði þar sem við sækjum erfðaefni af öðrum trjátegundum svo sem varðandi jarðvegsgerð, veðurfar og nýtingu svo eitthvað sé nefnt. Birki er einnig að finna á langflestum þessara sömu svæða þannig að niðurstöður rannsókna á því gætu orðið leið- beinandi um þær tegundir. Að auki má nefna að birki er mjög breytilegt og kynslóðabil þess stutt og því þarf ekki að bíða lengi eftir að sjá árangur af kynbótastarfi. Hugmyndin var að slíkt rannsókna- og þróunarstarf gæti veitt leiðsögn um árangur sem mætti ná í öðrum trjátegundum. Að lokum má nefna vinsældir tegundarinnar meðal Íslendinga,“ segir Þorsteinn. Gróðurbótafélagið og tilurð yrkisins Embla „Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur var samstarfsmaður minn á RALA en hann lauk doktorsprófi frá há- skólanum í Aberdeen. Bjarni var öflugur skógræktarmaður og efndi til margra áhugaverðra tilrauna á jörðinni Hagavík við Þingvallavatn. Við ræddum oft sameiginleg áhuga- mál í skógrækt og það leiddi síðar til þess að stjórn Skógræktarfélags Íslands sem Bjarni sat í óskaði eftir því að ég héldi fyrirlestur um erfðarannsóknir og kynbætur trjáa á aðalfundi félagsins að Laugum í Sælingsdal sumarið 1983. Ég valdi að gera íslenska birkið að miðlægu viðfangsefni í fyrirlestrinum.“ Fyrirlestrinum var vel tekið og í framhaldi af honum bauð stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur Þorstein til fundar í Fossvogsstöð að undirlagi Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings. „Þar var rætt með hvaða hætti félagið gæti komið að útfærslu þeirra hugmynda sem ég kynnti í fyrirlestri mínum að Laugum, Þetta varð upphafið að farsælu samstarfi um ræktun kynbótatrjáa og afkvæma- rannsóknir. Síðar tók félagið við rekstri vefjaræktarstofu undir stjórn Þuríðar Ingvadóttur en sú mikilvæga starfsemi er því miður ekki lengur rekin í landinu. Síðsumars árið 1985 gerist svo það að Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunautur lagði í mikinn leiðangur til Alaska við fjórða mann til að safna erfðaefni til skógræktar, landgræðslu og garðyrkju á svæðum sem ekki hafði verið safnað á áður. Úrvinnsla úr því safni sem fjórmenn- ingarnir komu með frá Alaska var mikið verkefni sem að mestu var unnið af stórum hópi sjálfboðaliða frá ýmsum stofnunum, félagasam- tökum og fyrirtækjum. Vilhjálmur Lúðvíksson, sem á þeim tíma var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs, tók að sér að samræma starfið. Í þessum fjöruga samstarfshópi sem tók að nefna sig Gróðurbótafélagið lagði ég fram verkáætlun um kyn- bætur birkis.“ Afurð þess er yrkið Embla, fyrsta og eina kynbætta íslenska trjáyrkið sem búið er til úr alíslenskum efnivið. Yrkin Embla og Kofoed Verkefnið snerist um að kynbæta birkið og ná fram hærra hlutfalli af stæðilegri trjám en hægt er að gera ráð fyrir með sáningu fræs sem safnað er í íslenskri náttúru. Þegar birkifræi er sáð er almenn reynsla sú að breytileikinn er mikill, tré, kræklur og runnar. Þessu vildu Þorsteinn og félagar breyta. Byrjað var á því hafa uppi njósnir um falleg tré á Stór- Reykjavíkursvæðinu, taka af þeim greinar og græða þær á nýja rót. Síðan voru trén gróðursett eftir ákveðnu skipulagi þannig að allar fræmæðurnar fengju sama frjógjafa. Afkomendahóparnir nýttust síðan í samanburðartilraunir sem lögðu grunn að vali á bestu fræmæðrunum sem mynda yrkið Embla. Í dag er Embla mikið notuð, t.a.m. er velflest birki sem notað er í almenningsrými í Reykjavík af því yrki. „Á þessum tímapunkti fannst mér rétt að það yrði eign Skógræktarfélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands sem stutt höfðu verkefnið. Félögin sömdu svo við Skógræktina um frærækt og viðhaldskynbætur á yrk- inu. Skógræktin lagði upphaflega til aðstöðu til fræræktar á Tumastöðum. En í dag hefur verkefninu verið hætt. Það er því engin formleg frærækt á Emblu í dag þrátt fyrir yfirburði yrk- isins í samanburðartilraunum sem er miður. Í dag er frærækt á Emblu ein- göngu stunduð í takmörkuðum mæli í gróðurhúsi í garðyrkjustöðinni Mörk. Þar þróaði Þorsteinn nýtt yrki Þorsteinn hefur í hartnær 40 ár stundað kynbætur á íslensku birki. Hér er hann við rauðblaða birki sem nýtist í víxlanir. Mynd / ghp Ævintýralegar trjákynbætur Þorsteins Tómassonar: Kynbætt rautt birkiyrki í útrás Hér má sjá fjögur systkini, kynbótaplöntur. Móðirin er svonefnt hengibirki sem er mun öflugra tré en ilmbjörkin og faðirinn er Hekla. Blendingsþróttur er mikill, hæðin um 170 cm frá sáningu í mars síðastliðnum. Mynd / ghp Grænt birkilauf verður gult í haustlitum, dumbrautt verður rautt. Mynd / ÞT Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.