Bændablaðið - 23.09.2021, Page 51

Bændablaðið - 23.09.2021, Page 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 51 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Höfum opnað vefverslun rafmark.is Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is Búist er við að vetni muni gegna lykilhlutverki í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Varðar það samgöngur, iðnað, húshitun og geymslu á orku. Iðnaðar-, rannsókna- og orkumálanefnd Evrópuþingsins (ITRE) sam- þykkti frumkvæðisskýrslu um vetnisstefnu ESB í mars 2021. Evrópusambandið hefur því tekið ákveðna stefnu í að stórefla vetn- isframleiðslu og notkun. Þar er samt takmörkuð geta til að framleiða vetni með endurnýjanlegum orkugjöfum og þess vegna hafa þjóðir eins og Þjóðverjar verið að horfa til Íslands. Íslenska þjóðin gæti mögulega hagn- ast á því í framtíðinni svo lengi sem hún heldur yfirráðum sínum yfir vatns- og jarðhitaorkuauðlindunum. Í þessari samþykkt kemur fram að vetni sem framleitt er með raforku sem unnin er með endurnýjanleg- um orkugjöfum sé enn ekki eins samkeppnishæf og vetni framleitt úr jarðgasi. Nokkrar rannsóknir sýna að ESB orkukerfi, sem inniheldur veru- legt hlutfall af vetni og endurnýj- anlegum lofttegundum (metangasi) væri hagkvæmara en það sem byggir á framleiðslu með grænni orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Rannsóknir og nýsköpun í iðnaði í vetnisinnleiðingu er forgangsverk- efni ESB og fær verulegt fjármagn frá ESB með rammaáætlunum rann- sókna. Vetnisverkefninu er stjórnað af sameiginlegu fyrirtæki um vetni og vetnisrafala (FCH JU), sem er samstarf opinberra og einkaað- ila studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Vetnisstefna ESB, sem samþykkt var í júlí 2020, miðar að því að flýta fyrir þróun vinnsluaðferða á vetni. Nær öll aðildarríki ESB viðurkenna mikilvægi hlutverks vetnis í inn- lendri orkunýtingu og til að stand- ast loftslagsáætlanir 2021–2030. Um helmingur ríkjanna hefur skýr vetnistengd markmið, sem beinast fyrst og fremst að samgöngum og iðnaði. Ráðið samþykkti niðurstöður um vetnismarkað ESB í desember 2020, með áherslu á endurnýjanlegt vetni fyrir kolefnislosun, endurheimt og samkeppnishæfni. /HKr. UTAN ÚR HEIMI Pólitíkusar um allan heim virðast hver um annan þveran vera að stökkva á þann vagn þar sem vetnisvæðing er eins konar töfraorð um lausn á þeirri hamfarahlýnun sem sögð er yfirvofandi. Skiptir þá engu máli þó þjóðir þeirra hafi litla sem enga getu til að framleiða vetni með vistvænum hætti. ESB hefur tekið ákveðna stefnu í vetnisvæðingu – Þótt getu skorti til að framleiða „grænt“ vetni Stærsta vetnisráðstefna heims haldin í október – Mun standa samfellt í 24 klukkutíma á netinu Vetnið og umræða um vetnisþró- unina tröllríður nú teikniheimin- um. Þann 8. október næstkomandi verður haldin í Þýskalandi stærsta vetnisráðstefna heims, Hydrogen Online Conference (HOC), sem fram fer á netinu í 24 klukku- stundir samfellt. Ráðstefnan fer fram á ensku og þar munu taka þátt leiðandi sér- fræðingar iðnfyrirtækja og úr opin- bera geiranum. Yfir 30 manns munu halda þar erindi og yfir 100 fram- leiðendur munu kynna sínar vörur. Þá munu yfir 10.000 sérfræðingar í vetnisiðnaði taka lifandi þátt í ráð- stefnunni á netinu í yfir 150 lönd- um. Ráðstefnuhaldarar lofa að engar leiðinlegar „PowerPoint“ kynningar verði til að trufla þátttakendur. Allt sem sagt verði á ráðstefnunni miði að raunverulegu notagildi. Greint verði frá árangursríkum aðferð- um í vetnistækninni og metnaðar- fyllstu markmiðunum. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar á https:// hydrogen-online-conference.com/, eða í síma +49 7195 90439-00, eða með því að senda póst á contact@ mission-hydrogen.de /HKr. Messe Bremen-sýningarhöllin í Þýskalandi: Helstu birgjar í Evrópu sýna vetnistækni Hydrogen Technology Expo Europe er ráðstefna og sýning sem haldin verður 20.-21. október næstkomandi í Messe Bremen sýninga- og ráðstefnuhöllinni í Þýskalandi. Í kynningu ráðstefnunnar segir að henni sé ætlað að vera lausnar- drifinn vettvangur sem muni fjalla um þróun nýrrar tækni til að sigrast á tæknilegu áskorunum sem mæta innleiðingu vetnis fyrir staðbundna notkun og í farartæki. Ráðstefnan mun eingöngu fjalla um háþróaða tækni fyrir vetnis- og vetnisrafalaiðnaðinn (Hydrogen Fuel cells). Viðburðurinn mun sam- eina alla vetnisverðmætakeðjuna til að einbeita sér að því að þróa lausnir og nýjungar fyrir notkun vetnis, skil- virka geymslu og dreifingu á vetni. Meira en 90 fyrirlesarar víða að úr heiminum munu halda ræður og yfir 2.000 þátttakendur munu koma saman til að ræða og sjá nýjustu tækni, verkfræðilausn- ir, háþróað efni, fram- leiðslutæki, innviði, prófunar- og matstæki sem og þjónustu. Einnig hvernig eigi að koma vetni á markað sem hreinni, endurnýjanlegri orku. Þá munu yfir 100 fyrirtæki sýna vörur sínar í aðalsýningarsal ráð- stefnunnar. Nánar má lesa um þetta á hydrogen-worldexpo.com /HKr. Næsta blað kemur út 7. október

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.