Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202154
LÍF&STARF
Eyfirski safnadagurinn var haldinn
á dögunum en þann dag opna fjöl-
mörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu
dyr sínar og bjóða gesti velkomna
að skoða söfnin endurgjaldslaust.
Alls tóku að þessu sinni 15 söfn
þátt í Eyfirska safnadeginum og voru
þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.
„Aðsóknin var góð og við erum
ánægð með viðtökur, það var ekki
annað að sjá en fólk kunni vel að
meta það sem í boði var,“ segir
Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri
Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur
verið haldinn frá árinu 2007 og segir
Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki
annað staðið til en að halda daginn í
þetta eina skipti.
Hann gekk hins vegar svo ljóm-
andi vel að ákveðið var að endurtaka
leikinn árið á eftir „og síðan hefur
þessi dagur verið árlegur viðburður
nema hvað við þurftum að aflýsa á
síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“
segir hann.
Eyfirski safnadagurinn hefur
alltaf verið haldinn á sumardaginn
fyrsta og markað upphafið að sum-
arstarfsemi safnanna, en nú var hann
færður yfir á haustið, líka vegna
stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa
getað haldið upp á daginn,“ segir
Haraldur Þór.
/MÞÞ
Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður. Myndir / Margrét Þóra.
Hinn frægi saxófónn Finns
Eydal prýðir sýninguna.
Vöruhjólið var í fullri notkun til ársins
1999. Náttfaramenn á Siglufirði gáfu
Mótorhjólasafni Íslands hjólið.
Benson Gyrocopter, sem flogið var samtals í 65 klukkutíma og 50
mínútur. Síðasta flugið var 25. maí árið 1975 en í því flugi datt hreyfillinn
af og hafnaði úti í sjó.
Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í
trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.
Grétar Ingvarsson gítarleikari sem nú
er látinn átti þennan hljómsveitarfatnað.
WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan
blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.
Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri var opnuð í fyrrasumar og hefur hlotið góðar
viðtökur. Hér má sjá auglýsta dansleiki með þekktum akureyrskum hljómsveitum,
Hljómsveit Ingimars Eydal og Skriðjökla.
Mobylette skellinaðra.
Þarna má sjá flugmann framtíðarinnar skemmta
sér hið besta þó sjálfsagt hafi henni ekki tekist
að komast á loft nema í huganum í þetta skiptið.
Vespur hafa alltaf notið vinsælda.
Finna má farartæki af ýmsum toga.
Tónlist hefur alltaf leikið stóran þátt
í hjörtum landsmanna.