Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 57

Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 57 Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes Áratugareynsla við íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði Margir litir og fylgihlutir í boði Traustar bílskúrs- og iðnaðarhurðir frá Lindab og Krispol limtrevirnet.is FALLEGAR HURÐIR SEM ÞÚ GETUR TREYST skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS • Minni aðilar hafa aðgang að úrvals hrámjólk án þess að hafa þörf eða skyldu til að leggja í kostnað við tækni og aðstöðu til prófunar og gæðaeftirlits hrámjólkur frá bændum. • Minni aðilar þurfa ekki að tryggja framboð allra vöru- tegunda allt árið um kring. • Allar vinnslustöðvar fá hrá- mjólk á sama opinbera verði frá afurðastöð. • Smærri vinnslustöðvar þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir flutning að vinnslustöð sinni en fjarlægðir í dag geta farið upp í 600-950 km, báðar leiðir. • Til að létta undir með smærri vinnsluaðilum gefur Auðhumla smærri vinnsluaðilum hverj- um um sig afslátt upp á fyrstu 300.000 lítrana sem þær vinna. Undanþáguheimild – Hagur bænda og neytenda Í 71. grein búvöru- laga er afurðarstöðvum í mjólkuriðnaði veitt undanþága frá ákvæði í samkeppnislögum sem felst í því að þeim er þar gert heimilt að sameinast, gera með sér samkomu- lag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Markmiðið með stofnun sameinaðs félags afurða stöðva undir nafni Mjólkur samsölunnar var einmitt að ná niður vinnslu- og dreifingarkostnaði til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Í lok síðasta árs var gefin út skýrsla, sem unnin var af Hagrannsóknum sf., um þróun og hagræðingu í mjólkurvinnslu á Íslandi á árunum 2000-2018. Þar hefur verið sýnt fram á að hagræðingaraðgerðir í mjólkuriðnaðinum, sem mögulegar voru vegna þessarar undanþágu, skili nú ávinningi sem nemur 2-3 milljörðum króna á ári, sem skilar sér til bænda í formi hærra afurða- verðs og neytenda í formi lægra vöruverðs. Í umræðu um innlenda mjólk- urframleiðslu er stundum talað eins og undanþáguheimildir í matvælaframleiðslu séu eitthvað sér íslenskt uppátæki. Samkvæmt skýrslu Lagastofnunar HÍ 2020 um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf búvöruframleið- enda í ljósi EES/ESB-réttar segir að víðtækar undanþágur gildi fyrir framleiðendur landbúnaðarvara í Noregi og innan ESB. Í norsku land- búnaðarstefnunni er lögð áhersla á að samkeppnishæfni framleiðenda landbúnaðarafurða verði meiri starfi þeir í stórum rekstrareiningum. Í ESB hefur landbúnaðarstefnan for- gangsáhrif gagnvart samkeppnis- reglum og framkvæmdastjórn ESB leggur mikla áherslu á stækkun rekstrareininga. Í ljósi þessa er erfitt að skilja umræðu um að afnema íslenskar undanþáguheimildir þegar í nágrannalöndum okkar má jafnvel finna víðtækari undanþáguheimildir fyrir landbúnaðarvörur. Ef 71. grein búvörulaga yrði afn- umin þyrfti væntanlega að endur- skoða allar þær miklu hagræðingar- aðgerðir sem mjólkuriðnaðurinn hefur farið í gegnum á síðustu árum og taka eitthvað af þeim til baka. Það myndi leiða af sér minna hag- ræði sem síðan skilar sér að öllum líkindum annað hvort eða bæði í hærra verðlagi og lægra verði til bænda. Samanburður við önnur ríki Ef við lítum til fyrirkomulags ann- arra landa má sjá að svipað kerfi þekkist víða. Í Noregi er TINE langstærsti aðilinn á markaði og var lengi vel eini aðilinn. Í dag sér fyrir- tækið um söfnun og dreifingu u.þ.b. 95% allrar framleiddrar mjólkur í landinu og árið 2016 framleiddi fyrirtækið um 80% af öllum mjólk- urvörum í Noregi. Í Svíþjóð er Arla stærsta fyrirtækið og er umfang þess um 70% af mjólkurmarkað- inum í landinu en þau safna mjólk frá um 2.800 kúabúum. Þar á eftir kemur Skånemejerier EF, sem er í eigu franska fyrirtækisins Lactalis, með 10-20% markaðshlutdeild. Það fyrirtæki safnar mjólk frá um 300 kúabúum á Skáni og Suður-Svíþjóð. Bæði í Noregi og Svíþjóð eru svo minni afurðafyrirtæki sem kaupa hrámjólk af stóru fyrirtækjunum, en hafa val um að safna mjólkinni sjálf, líkt og hérlendis. Kerfi sem virkar Sem dæmi um hvernig kerfið tengist allt saman er ljóst að erfitt væri að halda úti söfnunarskyldu ef ekki væri framleiðslustýring, enda væri þá nokkuð mikið lagt á herðar afurðastöðva að taka við ótakmörk- uðu magni mjólkur. Sama myndi gilda um lágmarksverð til fram- leiðenda ef það takmarkast ekki við ákveðið magn. Þó að sé erfitt að móta hið fullkomna kerfi þá hefur núverandi kerfi verið þróað í á annan áratug og er í stöðugri þróun og aðlögun að síbreytilegum aðstæðum. Það er óhætt að segja að ekkert annað fyrirkomulag býður uppá betri nýtingarmöguleika fjár- festinga en þá sem eru til staðar í núverandi kerfi. Það eykur hag- ræðingu í greininni sem skilar sér svo í lægra vöruverði til neytenda. Ef núverandi kerfi lognast út af þá má ætla að það bitni helst á þeim búum sem eru langt frá mjólkur- afurðastöðvum og hætta yrði á að mjólkurframleiðslan færist á fá bú á ákveðnum svæðum. Það verður að segjast að um hverfi mjólkurframleiðslunn- ar í dag er til fyrirmyndar. Hag- ræðingar aðgerðir og umhverfi framleiðslunnar hafa skilað sér í lægra verði til neytenda og sann- gjörnu verði til mjólkurframleið- anda. Þó svo að stærsta afurðastöð landsins, sem er í eigu bænda, þyki stór aðili á markaði hérlendis verð- um við að horfast í augu við þá staðreynd að svipað fyrirkomulag er í löndunum í kring um okkur og MS er lítið peð í samanburði við stærri fyrirtæki nágrannalandanna. Í rauninni er ótrúlegt að smáþjóð á eyju í Atlantshafi geti haldið uppi svo öflugri matvælaframleiðslu og boðið uppá jafn gott vöruúrval og raun ber vitni. Því skulum við ekki fórna „af því bara“. Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður kúabænda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.