Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 61

Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 61
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 61 SMIÐJUVEGI 44-46 sími 414-2700 sala@idnvelar.is www.idnvelar.is allt fyrir bílskúrinn.... trésmíðavélar, bílalyftur, loftpressur, bílavörur, verkfæri, dælur, súluborvélar, lyftibúnaður, rennibekkir, bandsagir rakatæki, sogbúnaður, legupressur, slönguhjól, 3d prentarar, sagarblöð, járnsmíðavélar, suðuborð, handverkfæri LESENDARÝNI Norska leiðin er íslenskum landbúnaði mikilvæg Ég hef látið setja upp norsku leiðina í skipuriti Noregs gagnvart landbúnaði og íslenskum bænd- um. Þá set ég fram hugmynd að skipuriti fyrir nýtt landbúnað- ar- og matvælaráðuneyti í anda norsku leiðarinnar. Stjórnmálamenn og forystumenn flokka hafa í kosningabaráttunni komið til móts við þau sjónarmið að landbúnaðinn verði ,,að frelsa úr skúffunni“ í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ræktum Ísland er víðfeðm skýrsla eða opin bók um framtíðarsýn sem Björn Bjarnason vann ásamt Hlédísi Sveinsdóttur. Skýrslan tekur því miður ekki á stærsta málinu, sem er hvernig umgjörð stjórnsýslu land- búnaðarins verði að breytast til að landbúnaður á Íslandi geti tekið til varna og sótt fram. Norðmenn gera sér hins vegar vel grein fyrir mik- ilvægi landbúnaðarins í fæðu- og matvælaöryggi landsmanna sem og að vera grunnatvinnuvegur í dreifð- um byggðum landsins. Ég hef sett upp skipurit með norsku leiðinni sem gæti verið mik- ilvægt plagg í þeirri endurskipulagn- ingu sem verður að eiga sér stað hér á landi. Allt frá 2007 þegar landbúnað- urinn var settur með sjávarútvegi saman í ráðuneyti hafa verið tekn- ar ákvarðanir sem ganga í berhögg við alla umræðu um fæðu- og mat- vælaöryggi. Á þessum 13 árum hafa verið stigin óheillaspor sem hafa gert landbúnaðinn áhrifalausan við rík- isstjórnarborðið. Sjávarútvegurinn er hinn sterki atvinnuvegur okkar með allt sitt á hreinu hjá ríkinu með öflugar stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Á sama tíma hefur öll þjónusta við landbúnaðinn verið skert með mark- vissum hætti og dregið úr stuðningi ríkisins við landbúnað. Að lokum hvet ég bændaforystu og forystu- menn stjórnmálaflokkanna að bretta upp ermar og endurskipuleggja alla umgjörð landbúnaðarins til að hann megi sækja fram til að efla byggð í landinu og íslenska matvælafram- leiðslu. Guðni Ágústsson Guðni Ágústsson. Kemur næst út 7. október Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.