Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021
Frumkvöðullinn og bóndinn
Simen Myhrene í Noregi hefur
gert samning við einn af stærstu
berjaframleiðendum í heimi,
Driscolls, með uppgötvun sinni á
plöntugufubaði.
Gufubaðið er notað til að streyma
vatnsgufu á berjaplöntur áður en
þeim er plantað í jörð og þannig
koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta
eyðilagt stóran hluta uppskerunnar.
Berjaframleiðandinn Driscolls
í Bandaríkjunum kveikti á
uppgötvuninni og hefur nú gert
milljónasamning við frumkvöðulinn.
Driscolls framleiðir ber fyrir um 450
milljarða króna árlega. Áður hefur
fyrirtækið meðhöndlað plöntur með
heitu vatni til að koma í veg fyrir
sjúkdóma en með þeirri aðferð er
hætta á að dreifa bakteríum. Nú
þegar hafa verið gerðar tilraunir
með hindberjaplöntur sem hafa
gefið góða raun.
Upp úr 1980 fékk faðir Simen,
Ole Myhrene, þessa hugmynd að
nota vatnsgufu til að koma í veg
fyrir sveppi og sjúkdóma.
Hann notaði aðferðina fyrst á
potta sem plönturnar voru settar
í og sá fljótt að það virkaði vel.
Þaðan kom hugmyndin að nota
þetta á berjaplöntur í ræktun á
sveitabænum. Þau vantaði þó
samstarfsaðila og náðu samvinnu
við rannsóknarteymi í Ås í Noregi,
síðar kom háskóli í Flórída einnig
inn í myndina.
Nú eru feðgarnir hæstánægðir
með að uppgötvun þeirra og tækni
komi fleirum til góða til að ná enn
betri berjauppskeru en áður.
/nrk-ehg
LÍF&STARF
Á FAGLEGUM NÓTUM
Riðuveiki í kindum er sérstæð-
ur sjúkdómur að því leyti að
smitefni hans, svokallað príon, er
ekki lifandi og er mjög þrautseigt
í umhverfinu. Príon eru prótein
sem þola m.a. suðu, geislun,
formalín og nær allar tegundir
hreinsiefna nema klór. Af þessum
sökum reyndist mönnum erfitt
að hefta útbreiðslu riðu á árum
áður, svo að veikin breiddist út
um landið.
Sem dæmi má nefna að á áttunda
og níunda áratug síðustu aldar voru
tugir tilfella skráð á hverju ári og
riðan var að valda bændum miklu
tjóni vegna hárrar dánartíðni, sem
í mörgum tilfellum var mun hærri
en í öðrum löndum, þar sem menn
reyna að lifa með sjúkdómnum. Þá
var ákveðið að herða á aðgerðum
gegn riðuveiki með niðurskurði og
hreinsunaraðgerðum og síðan þá
hefur tilfellum fækkað verulega.
Frá árinu 2011 til ársins 2014
greindust t.d. engin tilfelli sjúk-
dómsins. Það er því ljóst að þær
mótvægisaðgerðir, sem ráðist hefur
verið í, hafa borið árangur og til-
fellum stórfækkað. Þó er riða enn
að greinast á einstökum svæðum
og nauðsynlegt að grípa til harðra
aðgerða þar, svo að hin mikla bar-
átta gegn riðuveikinni, sem hefur
kostað bæði fjármuni og ekki síður
tilfinnanlegt tjón sauðfjáreigenda,
sem hafa þurft að skera sinn bústofn,
verði ekki unnin fyrir gýg.
Riðuveiki var nú nýlega stað-
fest á bænum Syðra-Skörðugili
í Skagafirði, sem er í Húna- og
Skagahólfi, en í því hólfi greindist
síðast riða á einum bæ árið 2020.
Ekki er ólíklegt að fleiri tilfelli
eigi eftir að greinast á næstunni á
þessu svæði. Samkvæmt lista yfir
riðuveikitilfelli á árunum 2001–
2021, sem finna má á heimasíðu
Matvælastofnunar – www.mast.
is, þá hafa 13 tilfelli greinst á
undanförnum 20 árum í þessu hólfi
og mörg þeirra í nágrenni þessa
bæjar. Á síðasta ári greindist riða á
nokkrum bæjum í Tröllaskagahólfi,
sem eru rétt austan við varnarlínuna
um Héraðsvötn og í nágrenni við
nokkra bæi í Húna- og Skagahólfi,
þar sem riða hefur greinst á undan-
förnum árum.
Víðtækur niðurskurður
Það er mín skoðun, að nú verði
að bregðast við þessum nýjustu
riðuveikitilfellum, með mjög af-
gerandi hætti, annars mun halda
áfram að greinast riða á einum og
einum bæ á svæðinu, samkvæmt
reynslu undanfarinna áratuga.
Skynsamlegast væri að fara í víð-
tækan og samræmdan niðurskurð á
öllum bæjum í þessu hólfi, sem eru
með sauðfé, og halda því fjárlausu
í 2 ár, eins og fyrirskipað er. Það er
mjög mikilvægt, að góð samstaða
náist með öllum sauðfjárbændum á
svæðinu, að fara í þessar aðgerðir,
líka bændum þar sem riða hefur
ekki enn greinst hjá, en þeirra bú
teljast þá til áhættubúa. Gagnger
hreinsun er nauðsynleg á öllum
þeim bæjum þar sem skorið er.
Það er einnig mikilvægt að öll
fjárhús og nánasta nágrenni þeirra
séu hreinsuð ítarlega á þeim bæjum
sem ekki ætla að halda áfram og
einnig verði skoðað hvort hreinsa
þurfi á bæjum sem hættu fjárbúskap
eftir fyrri niðurskurði. Þessa skoðun
mína byggi ég á tveimur mjög vel
heppnuðum og sambærilegum að-
gerðum á undanförnum 30 árum.
Í fyrsta lagi var farið í niður-
skurð á öllum bæjum í Héraðshólfi
á miðjum áratug síðustu aldar, en
þar hafði riða verið að greinast á
einum bæ á eftir öðrum í nokkur
ár. Ekki er annað vitað en að þessi
aðgerð hafi heppnast vel, en þó
kom upp eitt tilfelli í hólfinu 1997,
sem tókst að einangra.
Í öðru lagi var farið í mjög
umfangsmikinn niðurskurð í
Biskupstungum á árunum 2003–
2004 og gerðir yfir 70 samningar
við bændur. Þar hafði riða verið að
greinast á nokkrum bæjum á undan-
förnum árum. Samstaða náðist við
sauðfjárbændur á svæðinu að fara í
þennan niðurskurð, í þeim tilgangi
að stoppa frekara tjón af völdum
riðuveikinnar. Við lok fjárlausa
tímabilsins var gert sérstakt átak í
hreinsunaraðgerðum, t.d. á bæjum
sem ætluðu ekki að halda áfram
búskap. Ekkert tilfelli hefur greinst
á þessu svæði síðan og aflétting riðu-
hafta í Biskupstungnahólfi ætti með
sama áframhaldi að geta orðið 31.
desember 2024. Einnig má nefna
niðurskurð á nokkrum bæjum á
afmörkuðu svæði í sunnanverðum
Hrunamannahreppi, sem farið var
í árið 2003 í kjölfar riðutilfellis á
einum bæ.
Enn fremur má benda á
árangurs ríkar aðgerðir til útrým-
ingar á fjárkláða á árunum 2002–
2003 á svæði sem afmarkast af
Miðfjarðarvarnarlínu í vestri
og Héraðsvötnum í austri, að
Vatnsneshólfi undanskildu. Í kjölfar
margra bændafunda tókst almenn
samstaða um þessar aðgerðir, þökk
sé fræðslu og eftirgangsviðræðum
þar að lútandi. Allt vetrarfóðrað fé
var sprautað í tví- eða þrígang með
sníkjudýralyfi og fjárhúsin hreinsuð
og úðuð með skordýraeitri. Þessi
aðgerð var svo endurtekin ári seinna.
Ekki er vitað til þess að kláði hafi
komið upp á þessu svæði síðan eða
annars staðar á landinu og mun það
einstakt í heiminum ef tekist hefur að
útrýma fjárkláða af völdum kláða-
maura og fjárlúsar.
Það er mikilvægt að taka fram,
að ákvörðun um svona víðtækan
niðurskurð í Húna- og Skagahólfi,
eins og hér er lagt til, er aðeins hægt
að taka að höfðu nánu samráði milli
ráðuneytis, yfirdýralæknis, hér-
aðsdýralæknis, ráðunauta og allra
sauðfjárbænda og samtaka þeirra á
svæðinu. Halda þarf bændafundi,
þar sem ræddir eru kostir og gallar
slíkra aðgerða og þá er mikilvægt
að benda á reynslu bænda annars
staðar á landinu, sem hafa gengið
í gegnum sambærilegar aðgerðir.
Þar þarf einnig að fara yfir hvernig
niðurskurður og síðan hreinsunar-
aðgerðir ganga fyrir sig og ekki síst
þarf að ræða kostnaðarskiptingu
aðgerða, en hið opinbera greiðir slíkt
að langmestu leyti. Mikilvægt er líka
að tryggt sé að samningar við bænd-
ur geti gengið hratt og vel í kjölfar
aðgerða. Jafnan er miðað við að bæta
fjárhagslegt tjón eins og hægt er, en
ekki er hægt að bæta tilfinningalegt
tjón þeirra sem verða að sjá á eftir
bústofni sínum í gröfina.
Sem dæmi um kosti slíkra
aðgerða má nefna, að í Biskups-
tungum hefur jafnan verið mikið
af góðu fjárræktarfólki, sem endur-
nýjaði bústofn sinn með lömbum
frá riðulausum og góðum sauðfjár-
ræktarsvæðum, svo sem Öræfum
og Ströndum. Nokkrum árum síðar
voru nokkur bú komin með enn betri
afurðir, en fyrir niðurskurð og sum
búin urðu jafnvel meðal afurðahæstu
búa á landinu.
Einnig má nefna sem jákvæð-
an hluta af niðurskurðarferlinu, að
ítarleg hreinsun fer fram á viðkom-
andi búum og iðulega eru gamlir
og úreltir kindakofar, sem ekki er
hægt að sótthreinsa, jafnaðir við
jörðu og sáð í sárin og þetta bætir
ásýnd bæjanna og sveitanna. Það
kemur einnig fyrir að í lok tveggja
ára fjárlausa tímabilsins og að lok-
inni hreinsun, að það hentar ekki
viðkomandi bændum að halda áfram
með sauðfjárrækt, en geta þá notað
hrein og sótthreinsuð útihús í öðrum
tilgangi.
Niðurstaða
Með hliðsjón af ofangreindum at-
riðum þá tel ég, að hið allra fyrsta
þurfi að taka ákvarðanir um víð-
tækan og samræmdan niðurskurð
vegna riðuveiki á öllum bæjum
sem eru með sauðfé í Húna- og
Skagahólfi.
Halldór Runólfsson
Höfundur er fyrrverandi yfir-
dýralæknir og skrifstofustjóri
í atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu.
Halldór Runólfsson. Bændur í Skagafirði hafa orðið fyrir hverju stóráfallinu af öðru vegna niðurskurðar út af riðuveiki. Mynd / HKr.
Riða í Skagafirði
UTAN ÚR HEIMI
Simen Myrhrene, frumkvöðull og bóndi, fær nóg að gera í framtíðinni.
Myndir /NRK
Norsk uppgötvun varnar sjúkdómum:
Plöntugufubað í berjarækt
Gufubaðklefi fyrir jarðarberjaplöntur.