Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 72

Bændablaðið - 23.09.2021, Síða 72
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202172 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ábúendur Litlu Brekku – Kvíaholts eru Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson í ekta íslensku samkurli við for- eldra Hjörleifs, Ragnheiði Jóhannesdóttur og Stefán Ólafsson. Býli: Litla Brekka – Kvíaholt. Staðsett í sveit: Litla Brekka – Kvíaholt staðsett í gamla Borgarhreppi rétt við ósa Langár. Ábúendur: Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson, í samkrulli við foreldra Hjörleifs, Ragnheiði Jóhannesdóttur og Stefán Ólafsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldustærð er misjöfn eftir vikum, með föst herbergi í húsinu í Kvíaholti eru við hjónin og börnin þrjú. Jóhannes Þór, 15 ára, Eyjólfur Ágúst, 13 ára og Helga Sigríður Guðfríður, 7 ára. „Heimalningar“ innandyra eru margir, vinir sem koma í sveitina og njóta næðis, umhverfis og almennrar slökunar í sófum heimilisins. Gestir sem vita hvar kaffivélin er og fjölskyldan, sem situr stundum við bálstæðið í garðinum og kemst út úr stressi þéttbýlis. Foreldrar Hjörleifs búa svo í næsta húsi og þangað leita bæði börn og fullorðnir í blómahaf- ið hjá ömmu, skúrinn hjá afa og fá lifrarpylsu í höndina þegar þeir hjóla framhjá í daglegu amstri. Gerð bús? Litla Brekka – Kvíaholt er sauðfjárbú, stundum lítið, stund- um umfangsmeira. Ásamt rekstri heimilis og sauðfjár reka Hjörleifur og Anna gistiheimilið Ensku húsin við Langá þar sem sauðfjárbúið hefur skaffað ljúffengt lambakjöt á veitingastaðinn. Á þessum breyttu tímum í dag hafa þau Hjörleifur og Anna þó minnkað umfangið í ljósi aðstæðna og lambakjötið núna heimtekið og selt beint frá býli unnið að óskum kaupanda. Ull er tekin af lambfé og send í spuna í Uppspuna. Svo er henni breytt í gersemar, handlituð með jurtum úr garðinum og svo fær ullin að ferðast um Norðurlöndin bæði til sýnis og sölu. Einnig eru á heimilinu 2 hund- ar, 2 kettir og einn heimalningur sem borðar tacos, eltir hundana og stangar bíla. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundnir dagar í Kvíaholti er óhefðbundið fyrirbrigði. Gistiheimilið dregur til sín allt vinnuafl sem vogar sér að koma niður afleggjarann. Þetta haustið er fjöldi sauðfjár þó bara um 50 fullorðnar og þar af leiðandi er sú vinna ekki eins mikil, þó segja fróðir menn að það þarf að vinna sömu vinnuna við 15 kindur eins og 50. Sauðféð býr við mjög ákveðið frelsi, hólma sem fara á kaf reglulega þegar flæðir inn í ósinn og birkiása sem skýla og fela mjög grimmt allt sauðfé þegar á að smala því heim í nafnakall. Ullarvinnsla og sala tekur upp tíma Önnu en Hjörleifur þrífur gistiheim- ili, vinnur jarðvinnslu með litlum nettum tækjum ásamt því að skrifa þjóðsagnabækur á ensku. Saman hjálpast húsin og stórfjölskyldan að í þessum útiverkum sem unnin eru. Stundum er slegist um næðið á jötubandinu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bústörfin þykja flest vera skemmtileg, kannski af því þau eru ekki yfirgnæfandi. Meira að segja leiðinlegu verkin verða bara merkilega ágæt þegar fólk hjálpast að, bæði börn og fullorðnir og gleðin er við völd. Fjölskyldan hlustar mikið á sögur og þá er dag- legt amstur á bæjunum fljótt að líða. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Miðað við alla óvissutíma þá er ómögulegt að segja til um framtíð- ina, hvorki í spilum, kaffibollum né hér. En kindur verða til staðar, það er nokkuð öruggt. Í hvaða magni er óvíst. Ullin verður prjónuð og margar nýjar hugmyndir munu líta dagsins ljós. Börnin munu stækka, fara í skóla hingað og þangað, skoða heiminn. Þá sitja eftir eldri sálirnar og reyna að fylgja tækni og nýjum áherslum án þess að tapa rósemd og núvitund sveitarinnar. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur. Ef það ekki til ostur þá er „ekkert til“. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakk og spagettí með íslensku nautahakki frá Mýranaut á Leirulæk hér hinum megin við Langárós. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast í fljótu bragði var þegar við foreldrarn- ir komum heim úr bændaferð til Skotlands með Ræktunarsambandi hér á Mýrunum og drengirnir voru búnir að slá „broskall“ í túnið með sláttutraktornum svo við myndum sjá það úr flugvélinni. Lambakótelettur og ristað blómkál Nú er sláturtíð og ef fólk á ber í frysti er hægt að gera veislu með hjálp frá náttúrunni og tilvalið að setja lambakjöt á matseðillinn. Ekki skemmir að kryddleggja það og framreiða með nóg af græn- meti og kartöflum. Hægt er líka að breyta til með því að nota kalkúna- læri, íslenskt haustgrænmeti eða góða íslenska sveppi – og jafnvel villisveppi ef það hefur verið tími fyrir sveppamó. Lambið › Um fjórar 200 g hreinsaðar lambakótelettur (kóróna) › 2 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur › 11/2 tsk. saxað rósmarín › 1 hvítlauksrif, saxað › Nýmalaður pipar › 100 ml auk 1 msk. ólífuolíu › 2 msk. ferskur sítrónusafi › 200 g nýtt grænmeti › 200 g villisveppir Aðferð Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið við olíu og kryddið. Marinerið lambasteikina í að minnsta kosti 10 mínútur. Steikið á pönnu með grænmeti og sveppum í um 4 mínútur á hvorri hlið (miðlungs elduð). Færið pönnuna í ofn eða á ofnfast fat í 5 mínútur og berið fram. Ristað blómkál og kalkúnalæri með parmesanosti › 3 kalkúnalæri úrbeinuð (u.þ.b. 700 g) › 2 msk. ólífuolía, skipt › 1 haus blómkál (um það bil 1 kg), snyrt, brotinn í stóra bita › 80 g smjör › 40 g brauðmylsna › 1 tsk. nýmalaður svartur pipar › 1/3 bolli (25g) fínt rifinn parmesan › 1 msk. fínsöxuð fersk steinselja Aðferð Setjið ofngrindina í miðju ofnsins. Hitið ofninn í 230 gráður. Í stórri skál, setjið kalkúnalæri penslað með 1 msk. olíu. Kryddið með salti. Færið á bakka. Eldið og snúið til hálfs í eldun, í 20 mínútur. Eða þar til er eldað í gegn. Setjið blómkálið í stóra skál með 1 matskeið olíu. Kryddið með salti. Bætið blómkáli við bakkann, því sem eftir er. Eldið með kalkúninum í 15 mínútur eða þar til blómkál er meyrt og kara- melliserað. Á meðan, í meðalstórri pönnu, eldið smjörið, hrærið yfir miðlungs hita í 3 mínútur eða þar til það er ljós- brúnt á litinn. Hrærið brauðmylsnu og pipar saman við, ef það er notað, og setjið til hliðar. Setjið kalkúnalæri og blómkál í stórt fat. Veltið upp úr brúnuðu smjöri, ristaðri brauðmylsnu og stráið parmesan og steinselju yfir. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Litla Brekka – Kvíaholt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.