Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 20212
„Mér finnst ég standa inni í
málaflokki sem er bæði tengdur
sterkt inn í fortíð en er alveg
nauðsynlegur inn í framtíð,“
segir Svandís Svavarsdóttir.
nýr matvæla-, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra. Hún er að
vonum spennt fyrir nýju hlutverki.
„Þetta eru málaflokkar sem kallast
mjög á við söguna og ræturnar en eru
um leið málaflokkar sem er algjör
nauðsyn inn í loftslagsverkefnin
og framtíðarhugsun okkar um
hágæðamatvælaframleiðslu, fæðu
öryggi og matvælaöryggi.“
Svandís ól manninn að ein
hverju leyti í dreifbýlinu, var oft í
sveit á sumrin og á minningar um
bústörf bæði af Ströndum og við
Breiðafjörð.
„Ég kynntist hefðbundnum
búskap að fornum sið á Litla
Fjarðarhorni í Kollafirði, þar
var handmjólkað og skilvinda í
búrinu. Svo kynntist ég eyjabúskap
bæði á Staðarfelli á Fellsströnd
og Dröngum á Skógarströnd. Þar
snerist búskapurinn ekki bara um
hefðbundnar greinar, heldur líka
um að lifa af landsins gæðum, tína
egg og dún, veiða gæs, lunda og
sel,“ segir Svandís sem er ættuð úr
Borgarfirði, Breiðafirði, Dalasýslu
og af Ströndum.
Finnur fyrir ofsalega miklum
sóknarmöguleikum
Landbúnaðarkafli Stjórnarsátt
málans er í tíu liðum og leggur
áherslu á að tryggja fæðuöryggi
í landinu með öflugri innlendri
matvælaframleiðslu, þ.m.t. tækifæri
í grænmetisræktun og lífrænum
landbúnaði.
„Það sem mér finnst skipta
mestu máli er að finna fyrir þessum
miklu sóknarmöguleikum sem eru
til í landbúnaði. Þar eru heilmargir
sprotar sem hafa verið að láta á
sér kræla og verðskulda athygli og
uppbyggingu í matvælaframleiðslu
og framleiðslu henni tengdri.
Fæðuöryggi og matvælaöryggi
skiptir sífellt meira máli, við
höfum ekki síst verið minnt á það í
faraldrinum. Þegar öllu er á botninn
hvolft skiptir miklu máli að búa við
sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Það
spilar líka saman við orkunotkun,
loftslagsmál og að draga úr
kolefnisspori.“
Þá séu áherslur nýs landbúnaðar
ráðherra óhjákvæmilega afar grænar.
Loftslagsmál og náttúruvernd
haldist í hendur við landbúnað
„Það liggja tækifæri í auknu
samstarfi með greininni varðandi
samdrátt í losun gróðurhúsa
lofttegunda. Það tengist minni
sýn á málaflokkinn, áherslum
ríkisstjórnarinnar og þeirri staðreynd
að ég kem úr grænu baklandi. Mér
finnst mikilvægt að áherslan á
loftslagsmál og náttúruvernd haldist
í hendur við landbúnað.“
Málefni skógræktar og land
græðslu færast undir ráðuneyti
Svandísar.
„Bæði er um að ræða mjög
mikilvæga þætti sem lúta að
tækifærum til að binda kolefni og
okkar áætlanir í loftslagsmálum
eru með áherslu á skógrækt og
landgræðslu. Það skiptir máli að
þau verkefni séu unnin í sátt og
samráði við þau sjónarmið sem lúta
að náttúruvernd og vistheimt annars
vegar og hins vegar þau sjónarmið
sem snúast um byggð í landinu.
Þetta er vandratað einstigi sem þarf
að passa vel upp á.“ /ghp
FRÉTTIR
ALLAR GERÐIR
TJAKKA
SMÍÐUM OG GERUM VIÐ
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður
Hraun 5 Reyðarfirði
Sími 843 8804 • Fax 575 9701
www.vhe.is • sala@vhe.is
Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að
lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Samkvæmt skýrslu European
Medicine Agency, sem kom út í
síðustu viku, er sýklalyfjanotkun
í íslenskum landbúnaði ein sú
minnsta meðal allra Evrópulanda.
Aðeins Noregur gerir betur en
Ísland í þessum efnum.
Þessi skýrsla staðfestir enn
og aftur þá einstöku stöðu sem
íslensk matvælaframleiðsla býr
við. Svíþjóð er það land innan
Evrópusambandsins sem er með
minnstu notkun sýklalyfja, eða 11,1
mg/CPU, sem þó er þrisvar sinnum
meiri notkun en á Íslandi.
Baráttan við sýklalyfjaónæmar
bakteríur
Mikil sýklalyfjanotkun í landbúnaði,
ekki síður en ofnotkun sýklalyfja hjá
fólki, skiptir miklu máli varðandi
myndun sýklalyfjaónæmra baktería
sem er talin mesta heilsufarsógn
mannkyns. Þegar sýklalyf duga
ekki lengur til að fást við sýkingar
í fólki, þá er í raun verið að færa
heilbrigðiskerfið meira en öld aftur
í tímann í baráttunni við sjúkdóma.
Það hefur í för með sér gríðarlegan
kostnað fyrir þjóðfélögin, svo ekki sé
talað um ómælt manntjón. Í dag látast
tugir þúsunda á hverju ári í Evrópu
vegna sýklalyfjaónæmra baktería.
Einstök heilbrigðisstaða
íslensks búfjár
Meginástæðan fyrir þessum frábæra
árangri sem náðst hefur í íslenskum
landbúnaði er einstök heilbrigðisstaða
íslensks búfjár. Að sama skapi eru
líka reglur um notkun sýklalyfja
strangar og markvisst unnið að því
að gera enn betur. Þessi árangur
er eftirsóknarverður í ljósi þess að
sýklalyfjaónæmi er ein mesta ógn við
lýðheilsu í heiminum í dag.
Yfir 5.000 tonn selt af sýklalyfjum
fyrir dýraeldi í 31 Evrópulandi
Í skýrslunni er skoðuð þróun á
sölu sýklalyfja í 31 Evrópulandi á
árunum 2010 til 2020. Þar kemur
fram að á árinu 2019 nam heildarsala
á sýklalyfjum til framleiðslu á
matvælum í 31 Evrópulandi, þ.e.
til landbúnaðar og fiskeldis, samtal
5.214,9 tonnum. Þar af var Spánn
langefst með 1.007,2 tonn af
sýklalyfjum. Í öðru sæti var Pólland
með 840,6 tonn, þá Ítalía með 731,3
tonn, síðan Þýskaland með 654,5
tonn og Frakkland með 407,4 tonn.
Frá öllum þessum löndum er töluvert
flutt inn af landbúnaðarafurðum til
Íslands, ekki hvað síst frá Spáni og
Þýskalandi, sem þekkt eru fyrir sína
nauta og svínakjötsframleiðslu.
Langminnst selt af sýklalyfjum
fyrir dýraeldi á Íslandi
Í magni sýklalyfja er langminnst selt
á Íslandi, eða 0,5 tonn. Þá voru 4,7
tonn seld til dýraeldis í Noregi, 8,6
tonn í Svíþjóð, 9,4 tonn í Finnlandi
og 87,7 tonn í Danmörku. /HKr.
Dreifing heildarsölu á sýklalyfjum fyrir dýr í matvælaframleiðslu í 31
Evrópulandi. Mynd / European Medicine Agency
Grænar áherslur hjá nýjum landbúnaðarráðherra, sem kynntist hefðbundnum búskap að fornum sið á Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði:
Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Svandís Svavarsdóttir, nýr matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / ghp