Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Þorskurinn gaf 132 milljarðaEins og margir vita búa jólasveinarnir á ótilgreindum stað á hálendinu. Þeir eru tröll og synir Grýlu og Leppalúði er að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld, því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna. Í dag eru flestir sammála um að jólasveinarnir séu þrettán og heiti Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir,Hurðaskellir, Skyr- gámur,Bjúgnakrækir,Glugga- gægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Frá því að elstu menn muna hafa jólasveinarnir komið til byggða með hávaða og látum í desember og horfið aftur til síns heima að jólahátíðinni lokinni. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins gæti orðið hlé á þessu brölti jólasveinanna á þessu ári og er ástæðan einföld. Grýla og jólasveinarnir eru farin að eldast og hræðast að sýkjast af Covid-19. Þeirra á milli hefur því komið til tals að vinna heima um þessi jól. Vert er þó að rifja upp fyrir þá sem eru búnir að gleyma því eða hafa aldrei vitað það þá koma jólasveinarnir hingað til byggða í þessari röð. Stekkjastaur 12.desember, Giljagaur 13.desember, Stúfur 14.desember, Þvörusleikir 15.desember, Pottaskefill 16.desember, Askasleikir 17.desember, Hurðaskellir 18.desember, Skyrgámur 19.desember, Bjúgnakrækir 20.desember, Gluggagægir 21.desember, Gátta þefur 22.desember, Ket krókur á Þorláksmessu, 23. desember og að lokum Kerta­ sníkir sem kemur þeirra síðastur á aðfangadag, 24. desember. Áður gengu jólasveinarnir undir ýmsum nöfnum sem oft og tíðum voru staðbundin, eins og til dæmis í Fljótunum þar sem nöfnin Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampa-skuggi og Klettaskora koma fyrir, og í Mývatnssveit þekktust nöfn eins og Flórsleikir og Móamangi. Á Ströndum voru þeir þrettán eða fjórtán og báru önnur nöfn en annars staðar á landinu. Útlit jólasveina er breytilegt í gegnum aldirnar og í eina tíð var sagt að þeir væru í mannsmynd en klofnir upp í háls, með klær fyrir fingrum, kringlótta fætur og engar tær. Þeir voru sagðir illir að eðlisfari og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarn- ir, einkum á börn. Í dag líkjast þeir fremur fífla- legum og hallærislegum trúðum eða búðarfíflum en ógnvekjandi tröllum. Upp úr miðri síðustu öld fara jólasveinarnir að mildast og taka á sig alþjóðlega mynd rauðhvíta jólasveinsins. Þeir verða vinir barnanna og færa þeim gjafir í skóinn síðustu dagana fyrir jól og eru ómissandi á jólaskemmtunum. Íslensku jólasveinarnir halda þó þeim sið að vera hávaðasam- ir og hrekkjóttir og ekki er laust við að börnin séu enn hrædd við þá. Hræðsla barnanna er fullkom- lega eðlileg. Fullorðið fólk hikar ekki við að segja börnunum að þessir ókunnugu ríflega miðaldra offitusjúklingar, sem ganga um í skrýtnum rauðum fötum, komi í herbergið til þeirra á nóttinni og taki óþekk börn og þau sem ekki vilja fara snemma í rúmið. Einn þeirra er meira að segja þekktur gluggagægir. /VH STEKKUR Sjávarafurðir vega sem fyrr þungt í vöruútflutningi landsmanna. Þorskurinn ber höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir. Miklar sveiflur eru jafnan í útflutn- ingi afurða uppsjávartegunda. Bretland er stærsti kaupandi íslenskra sjávarafurða. Laxinn er í sókn og miklar vonir bundnar við loðnu á næsta ári. Á árinu 2020 voru fluttar út vörur frá Íslandi fyrir 620,3 milljarða króna, að því er fram kom í frétt á vef Hagstofunnar fyrir nokkru. Þar af skiluðu iðnaðarvörur 298,5 millj- örðum, eða um 48% af heild. Ál og álafurðir áttu stærstan hlut í útflutn- ingi á iðnaðarvörum. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var rétt tæpir 270 milljarðar, um 43,5% af heild. Er það tæplega 4% hækkun í verðmætum talið frá árinu 2019. Landbúnaðarvörur námu um 35,3 milljörðum en þar var aðallega um eldisfisk að ræða. Aðarar vörur gáfu 16,5 milljarða. Hér á eftir verður gluggað nánar í útflutningstölur sjávarafurða í talnaefni Hagstofunnar. Einnig verður stuðst við Radarinn, fréttavef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en þar er að finna hafsjó fróðleiks um íslenskan sjávarútveg. Þorskur með rétt um helming Um 98% af íslenskum sjávar- afurðum eru flutt út og seld á er- lendum markaði. Hátt í 50 fisk- tegundir og annað sjávarfang eru tilgreind í talnagrunni Hagstofunnar um útflutning en vægi þeirra er afar misjafnt. Þær tíu tegundir sem skila mestum verðmætum eru með um 89% af heildarverðmætum sjávar- afurða. Sjá meðfylgjandi töflu. Þorskur ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Hann skilaði um 132 milljörðum króna í útflutningstekj- ur á síðasta ári, sem eru um 49% af útflutningsverðmætum sjáv- arafurða. Það hlutfall hefur ekki verið svo hátt síðan árið 1987, segir Radarinn. Ýsan er í öðru sæti með 19,7 milljarða og makríll í því þriðja með 18,2 milljarða. Loðnan, sem lengst af hefur skapað mikil verðmæti, nær ekki inn á topp tíu listann 2020 vegna loðnubrests. Aðeins var flutt út loðna fyrir 2,7 milljarða króna. Í ár réttir loðnan aðeins úr kútnum. Á fyrstu 9 mánuðum ársins 2021 var útflutn- ingsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna. Á næsta ári stefnir í mjög góða loðnuvertíð. Útflutningsverðmæti loðnu gæti orðið 50 til 70 milljarð- ar eða meir árið 2022 ef fram fer sem horfir, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Frysting hefur vinninginn Sjávarafurðir skiptast í nokkra af- urðaflokka sem endurspegla gamlar og nýjar aðferðir við geymslu mat- væla, svo sem herðingu (þurrkun), söltun, frystingu og kælingu. Hraðfrystingin kom fram á síð- ustu öld og hefur haft vinninginn um langt skeið sem helsti afurða- flokkurinn. Fluttar voru út frystar afurðir fyrir um 120 milljarða árið 2020, sem er um 44% af heildinni. Útflutningur á ferskum kældum sjávarafurðum hefur verið í mikilli sókn síðustu áratugi. Ferskar afurðir eru reyndar að mestu bundnar við fáeinar botnfisktegundir. Ferskur fiskur, ísaður og óunninn fiskur meðtalinn, nam um 81 milljarði, eða um 30% af heildinni. Ferskar afurðir eru jafnframt sú vinnsluað- ferð sem skila einna mestri verð- mætaaukningu. Mjöl og lýsi eru sérstakur afurðarflokkurinn og skipa þriðja sætið með 12% af útflutningsverð- mæti sjávarafurða. Gamlar vinnslu- aðferðir eins og söltun og herðing reka lestina. Söltun með 10% af heildarverðmætum og hertar afurðir með 4%. Annað ótil- tekið er innan við 1%. Misjafnt er eftir tegundum hvaða framleiðsluaðferð er valin. Stærstur hluti af þorskin- um er unninn í ferskar afurðir. Þær skiluðu um 41% af verð- mætum þorskafurða, frysting var með 35% en söltun 17,5%. Grálúðan er hins vegar nær öll flutt út fryst svo annað dæmi sé tekið. Bretar kaupa mest Bretar kaupa mest allra þjóða af fiskafurðum frá Íslandi. Útflutningur þangað var um 48,6 milljarðar á síðasta ári sem er um 18% af heildinni. Frakkland kemur þar á eftir með 36,4 milljarða og Bandaríkin eru í þriðja sæti með 23,3 milljarða. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu. Franski markaðurinn hefur verið í mikilli sókn síðustu árin. Þangað hafa leitað í vaxandi mæli ferskar afurðir, einkum þorskafurðir. Meira er flutt út af þorski til Frakklands en Bretlands. Frakkar keyptu þorsk fyrir 28,3 milljarða, þar af ferskar afurðir fyrir 23,9 milljarða. Bretar keyptu þorsk fyrir 22,5 milljarða, þar af voru ferskar afurðir einungis 4,1 milljarður. Sú var tíðin að Bandaríkin voru einna mikilvægust fyrir íslenskar sjávarafurðir. Aðrir markaðir reyndust síðan hag- stæðari og þá minnkaði salan þangað verulega. Bandaríkjamarkaður hefur svo verið vaxandi seinni árin, eink- um hefur verið mikill vöxtur í sölu á ferskum afurðum þangað. Rótgrónir markaðir fyrir saltfisk á Spáni og Portúgal eru sem fyrr afar mikilvægir. Nígería er sömuleiðis ofarlega á blaði en þangað fer megn- ið af hertum fiski sem Íslendingar framleiða. Sveiflur í uppsjávarfiski Sjávarafurðum er gjarnan skipt eftir því hvort um afurðir sé að ræða sem unnar eru úr botnfiski, flatfiski, upp- sjávarfiski eða skelfiski. Útflutningsverðmæti botn- og flatfiskafurða nam tæplega 207 milljörðum króna á árinu 2020, að því er fram kemur á Radarnum. Útflutningsverðmæti uppsjávar- afurða var rúmlega 46 milljarðar króna. Hlutdeild uppsjávarafurða í útflutningsverðmæti sjávarafurða í heild var rétt rúm 17% á árinu 2020. Á þessari öld hefur hlutdeild uppsjávarafurða mest farið í 30% (árið 2013) en lægst í rúm 13% (árið 2004). Verðmæti skelfiskafurða, það er krabba og skeldýra, var rúmir 10 milljarðar króna á árinu og dróst saman um tæp 21% á milli ára. Vægi þeirra í útflutningsverðmæti sjávarafurða alls var tæp 4%. Fiskur á pari við álið og iðnaðinn Á Íslandi er fiskeldi, jafnt í sjó- kvíum sem landeldi, flokkað með landbúnaðarvörum í opin- berum hagtölum eins og nefnt var hér að framan en ekki með með sjávarafurðum ólíkt því sem gerist í Noregi til dæmis. Fiskeldi hér á landi hefur verið í örum vexti. Á árinu 2020 var eldisfiskur fluttur út fyrir 29,3 milljarða króna sam- kvæmt tölum Hagstofunnar, þar af var lax 22,6 milljarðar. Ljóst að laxinn náði því marki að vera annar verðmætasti fiskurinn í útflutningi á síð- asta ári og kemur þá næst á eftir þorskinum. Á síðustu öld voru sjávar- afurðir með yfirgnæfandi stöðu sem verðmætasta útflutnings- vara landsins. Í lok tíunda ára- tugar þessarar aldar skákaði álið og annar iðnvarningur fiskinum og hefur æ síðan skilað mestum verðmætum. En ef eldisfisknum er bætt við sjávarafurðir, sem eðlilegt væri að gera, þá skila þau samanlagt um 299,2 milljörðum króna, eða 48% af heildarvöruút- flutningi. Fiskurinn, jafnt villtur sem alinn, og annað sjávarfang er því í raun á pari við iðnaðarvörur og álið þegar kemur að útflutningstekjum á árinu 2020. NYTJAR HAFSINS Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Útflutningur sjávarafurða 2020 Röð Land Verðmæti/FOB Í þúsundum kr. 1. Bretland 48.580 2. Frakkland 36.436 3. Bandaríkin 23.253 4. Spánn 19.889 5. Noregur 17.997 6. Þýskaland 14.985 7. Holland 14.334 8. Portúgal 11.899 9. Nígería 8.796 10. Kína 8.603 Tíu stærstu samtals: 204.772 Öll lönd samtals: 269.916 Heimild: Hagstofa Íslands verðmæti eftir löndum Röð Tegund Verðmæti/FOB Í þúsundum kr. 1. Þorskur 131.877 2. Ýsa 19.735 3. Makríll 18.169 4. Síld 14.379 5. Karfi 12.922 6. Ufsi 11.184 7. Kolmunni 10.863 8. Rækja 9.010 9. Grálúða 7.282 10. Steinbítur 3.597 Tíu hæstu samtals: 239.018 Allar tegundir samtals: 269.917 Heimild: Hagstofa Íslands í útflutningi 2020 Tíu verðmætustu fisktegundir Netaveiðar. Mynd / Svava Lovísa Aðalsteinsdóttir. Þorskur ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Hann skilaði um 132 millj- örðum króna í útflutningstekjur á síðasta ári, sem eru um 49% af útflutn- ingsverðmætum sjávarafurða. Mynd / Vilmundur Hansen. Vinna jólasveinar heima um jólin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.