Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Strand seglskipsins Jamestowns við Hafnir á Reykjanesi árið 1881 og eftirmál þess er stórmerkileg saga sem allt of fáir þekkja. Halldór Svavarsson, seglasaumari og áhugamaður um sögu, hefur undanfarin fjögur ár safnað að sér heimildum um Jamestown og er útkoman einkar áhugaverð bók. Á bókarkápu segir að varla sé hægt að ímynda sér hvílíkur hvalreki strand þessa 4.000 tonna risastóra skips var fyrir Reyknesinga en það var fulllestað af unnum eðalvið sem átti að fara undir járnbrautarteina á Englandi. Lengd Jamestowns var 110 metrar og hafði enginn á strandstað augum borið jafnstórt skip. Hér rekur Halldór söguna allt frá smíði skipsins í Bandaríkjunum til nútímans. Hvers vegna var skipið mannlaust? Hvað varð um áhöfnina? Hver átti skipið? Hvaðan kom það? Hvers konar skip var þetta? Hvað varð um timbrið úr skipinu og hvert er þekktasta húsið sem smíðað var úr því? Svörin er að finna í þessari glæsilegu bók Halldórs Svavarssonar. Jónatan Garðarsson segir í um­ sögn um bókina að sögusagnir af strandi Jamestowns hafi fylgt afkom­ endum þeirra sem mundu þennan atburð. „Smám saman fennti yfir sagnirnar. Þessi fróðlega bók varpar skýru ljósi á sögu skipsins og verðmætan farmi þess sem átti stóran þátt í því að hægt var að byggja betri og heilsusamlegri hús hér á landi.“ Tómas Knútsson, kafari og áhuga­ maður um Jamestown, segir: „Eftir lestur bókarinnar er ég kominn á þá skoðun að þetta strand hafi verið með stærstu atburðum 19. aldar á Íslandi. Ótrúlegt er að ekki hafi verið fjallað meira um þennan atburð í sögubókum. Stórmerkileg saga frá öllum sjónarhornum.“ Smíðað í borginni Richmond Í bókinni er kafli um uppruna og út­ gerð seglskipsins Jamestown, en þar segir: „Seglskipið Jamestown var smíð­ að í borginni Richmond í Sagadahoc­ sýslu í Maine­ríki í Bandaríkjunum árið 1869. Bærinn stóð sunnarlega við hið mikla Kennebec­fljót en á svæðinu næst árósunum standa einnig bæirnir Bath, Arrowsic, Georgetown og Phippsburg, þar sem margir skipasmiðir bjuggu og stórar útgerðir störfuðu. Það var reyndar engin til­ viljun. Í Maine og nágrenni er mikið af góðum málmum til skipasmíða og stórir skógar af góðum trjávið var allt um kring. Skipasmiðir og útgerðarmenn þar um slóðir voru nær undantekningarlaust komnir af innflytjendum frá Bretlandseyjum á 17. og 18. öld og þaðan kom þekking þeirra upphaflega. Vel tókst til með smíðarnar og stóru klipperarnir frá Maine þóttu svo vandaðir og fallegir að talað var um að þeir væru dóm­ kirkjur hafsins. Jamestown var í eigu farskipaút­ gerðar lögfræðingsins J. M. Hagars (1822–1897) en hann bjó og starfaði þar í bæ ásamt nokkrum ættingjum sínum, meðal annars við millilanda­ verslun. Á þessum árum voru mörg skip smíðuð á vegum eldri bróður hans, Marshalls S. Hagars (1810–1862), sem var virtur lög­ fræðingur, eigandi skipa smíðastöðvar og útgerðar. James M. Hagar lét smíða fjögur skip eftir að Jamestown komst á flot og var eitt þeirra, Hagarstown (1874), eilítið lengra og breiðara en Jamestown. Það virðist þó hafa verið hannað mjög svipað. Jamestown var því annað af tveimur stærstu skipunum í flota James M. Hagar & Co þegar það hélt í hinstu ferð sína í nóvember 1880. James Munroe Hagar fæddist í bænum Waltham í Middlesex í Massachusetts hinn 25. júlí 1822 samkvæmt bandarískum manntals­ skrám. Hann var af virðulegum ættum en forfaðir hans, William Hagar frá Shropskíri á Englandi, hafði siglt vestur til Massachusetts 1645. Faðir hans, Uriah (1776–1841), var lækn­ ir en margir virtir borgarar komu úr Hagar­ættinni, þeirra á meðal skip­ stjórar, sæfarendur og stríðshetja úr frelsisstríði Bandaríkjanna. Báðir for­ eldrar James létust í upphafi fimmta áratugar og fluttist hann í kjölfarið til bæjarins Richmond í Maine þar sem hann kvæntist Henriettu Lilly árið 1848. Þau eignuðust sjö börn sem öll nema eitt komust á legg, lengst lifði þó dóttirin Fanny sem fæddist sama ár og smíði Jamestowns lauk og lést árið 1960. Í manntalsskrám og öðrum heimildum kemur í ljós að ekkert skorti upp á efni og aðbúnað fjölskyldunnar. Seglskipið Jamestown fór víða á þeim ellefu árum sem það sigldi um höfin og kom mikil burðargeta skipsins sér vel í löngum ferðum. Flest stærri þriggjamastra millilanda­ skip voru hönnuð og smíðuð til að vera hraðskreið og kölluðust klipp­ erar (e. clippers). Hraðinn skipti þó minna máli fyrir klippera sem sigldu um Atlantshaf þar sem meira máli skipti að geta borið þungan varning og staðið af sér ógnir úthafsins. Það átti einmitt við um Jamestown. Hraðskreiðari skipin sigldu hins vegar lengri vegalengdir eins og suður fyrir Afríku og til Indlands og Kína og fluttu léttari varning eins og te, ópíum, postulín, krydd og ýmsar ný­ lenduvörur á milli staða. Frá Englandi og Bandaríkjunum var löng leið til helstu hafnarborga Indlands og Kína svo að miklu skipti að farmur skipa væri verðmætur og siglingin tæki sem skemmstan tíma. Mikill metingur var á milli útgerða og skipshafna þessara skipa um hvert þeirra gæti farið hrað­ ast milli heimsálfa enda var tími jafn­ gildi peninga þá eins og nú.“ /HKr. Verðlistinn yfir heyvinnutækin frá KUBOTA er eingöngu rafrænn í ár. Honum er hægt að hlaða niður á slóðinni www.thor.is/KUBOTA2022 eða á FaceBook síðu okkar, Þór hf. - Landbúnaður Eins er hægt að nálgast hann með því að taka mynd af QR kóðanum hér að ofan. Viljir þú fá útprentað eintak sent heim biðjum við þig að hafa samband og við sendum þér KUBOTA verðlistann 2022 um hæl. Kæri viðtakandi, Þú hefur í höndunum verðlista ársins 2022 yfir KUBOTA heyvinnuvélar. Verðlistinn gildir fyrir vélar sem afhentar verða á árinu 2022. COVID heimsfaraldurinn hefur orsakað íhlutaskort og vandræði í dreifikeðjum. Því er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að leggja inn pöntun tímanlega til þess að tryggja afhendingu á réttum tíma. Við höfum reynt okkar besta til að gera þennan lista aðgengilegan og einfaldan til þess að auðvelda ákvarðana- töku og val ef fjárfesta á í heyvinnuvél. Nánari upplýsingar um KUBOTA heyvinnuvélar má nálgast á vefsíðu okkar www.thor.is. Ef einhverjar spurningar vakna eða frekari útskýringa er þörf eru sölumenn okkar í Reykjavík og á Akureyri til þjónustu reiðubúnir. • Allar vélar eru afhentar samsettar og yfirfarnar af tæknimönnum okkar • Öll verð eru tilgreind án virðisaukaskatts og miðast við gengi EUR = 150 IKR • Verð breytist í samræmi við gengisskráningu og endanlegt verð miðast við gengi á afhendingardegi. • Hvenær sem er frá pöntun og fram að afhendingu má greiða upp vélina og festa þar með gengið. Pantaðu vélina þína fyrir 31. desember 2021 og við afhendum hana samsetta heim á hlað, þér að kostnaðarlausu. Með því að panta tímanlega tryggir þú að þú fáir vélina sem þú vilt og að hún verði komin til þín tímanlega fyrir heyskap. KUBOTA Sláttuvélar - Hliðhengdar Verð án vsk DM2024 Diskasláttuvél - vbr. 2,40 m - 6 diskar 1.280.000 DM2028 Diskasláttuvél - vbr. 2,80 m - 8 diskar 1.330.000 DM2032 Diskasláttuvél - vbr. 3,20 m - 8 diskar 1.400.000 Verðlisti KUBOTA heyvinnuvéla 2022 KUBOTA Diskasláttuvélar Áramóta- tilboð KUBOTA Áramótatilboð KUBOTA ÞÓR F H REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is BÆKUR& MENNING Strand Jamestowns úti fyrir Höfnum á Reykjanesi árið 1881 – Risaskip þess tíma sem var fulllestað af unnum eðalvið Halldór Svavarsson rithöfundur. Ekki virðast vera til myndir af seglskipinu Jamestown sem strandaði við Reykjanes árið 1881. Hins vegar eru birtar í bókinni myndir af skipinu Tree Brothers sem gefur hugmynd um hverslags risaskip þetta voru, en það var sagt stærsta skip heims á sínum tíma, eða 2.972 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.