Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
Fjölplógar
í stærðum frá 1.35m til 4.0m
Verð1.290.000 kr. án/vsk
Plógur á mynd:
3.3m með 3p festingu og stjórnborði
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Austurvegi 69, 800 Selfossi
Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ZETOR
VARAHLUTIR
LÍF&STARF
UTAN ÚR HEIMI
Niðurstaða hjá Evrópuþinginu eftir þriggja ára flóknar samningaviðræður:
Samþykkir stuðning við CAP, landbúnaðarstefnu ESB, fyrir árin 2023 til 2027
Eftir þriggja ára flóknar samninga-
viðræður hefur Evrópuþingið nú
samþykkt stuðning sinn við nýja
Sameiginlega landbúnaðarstefnu
Evrópusambandsins, CAP, fyrir
2023-2027, með þeim skilyrðum
að leysa þurfi ákveðna óvissuþætti
sem snúa að samræmingu og fram-
kvæmd.
Atkvæðagreiðsla sem fór fram
í vor um málamiðlun stefnunnar
sneru helst að nýjum umhverfis-,
loftslags- og félagslegum kröfum við
tillögu framkvæmdastjórnarinnar.
Umhverfismálin eru ofarlega á baugi
sem mun skapa mikla áskorun fyrir
bændur í Evrópu. Nú þurfa aðildarríkin
að hanna hagnýtar, auðskiljanlegar
og ekki minnst framkvæmanlegar
aðgerðir til að hjálpa bændum við að
ná þeim krefjandi markmiðum sem í
stefnunni felast.
Tæki til að halda áfram í átt að
aukinni sjálfbærri framleiðslu
„Nú hefur Evrópuþingið rétt
evrópskum bændum og samvinnu-
félögum stefnumótandi tæki til að
halda áfram í átt að aukinni sjálf-
bærri framleiðslu. Nýju loftslags-,
félagslegu- og umhverfiskröfurnar
eru tákn um þá þróun sem bændur
verða að skuldbinda sig til með því
að framleiða sínar vörur á sjálfbærari
hátt. Það mun krefjast umtalsverðs
átaks á tímum þegar skammtíma-
áskoranir og óvissa eru miklar og
geta sett samkeppnishæfni greinar-
innar í hættu.
Við treystum nú á að stjórn-
völd aðildarlandanna ásamt fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
samþykki sem fyrst þessa nýju stefn-
umarkandi áætlun landbúnaðarstefn-
unnar,“ segir Christiane Lambert,
forseti Evrópusamtaka bænda, Copa.
/ehg – Copa Cogeca
Evrópa bjó sjálf til orkukreppu, segir Llewellyn King:
Nánast allt sem gat farið úrskeiðis
hefur farið úrskeiðis
Það sem getur farið úrskeiðis mun
fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli
Murphys. Leikhúsorðatiltækið
lítur aðeins öðruvísi á hlutina en
þar segir: „Það verður allt í lagi á
kvöldin.“ Þetta síðara er reyndar
ekki ólíkt hinum þekkta íslenska
hugsunarhætti, „þetta reddast“.
Llewellyn King er stofnandi,
framkvæmdastjóri og stjórnandi
„White House Chronicle“, sem er
vikulegur frétta- og málefnaþáttur og
er sýndur um öll Bandaríkin, vitnaði
einmitt í fyrrnefnd lögmál í grein í
Forbes á dögunum. Hann vísar reyndar
ekki í íslenska hugsunarháttinn en
segir að Evrópa hafi ákveðið að taka
upp leikhúsorðatiltækið í orkumálum,
nefnilega „Það verður allt í lagi á
kvöldin“. Þar hafi Evrópa horft til
stöðunnar í framboði á jarðgasi og
niðurstaðan hafi ekki verið góð.
Lögmál Murphys sigraði
„Evrópsk lönd veðjuðu á að
bráðabirgðaverð á jarðgasi yrði
lágt og að þau gætu valið og haldið
í skefjum hvers kyns slæmum
viðskiptasiðum frá birgjum í
Rússlandi í skjóli samanlagðs
markaðsstyrks Evrópu. Í stuttu máli
sögðu þau, „það verður allt í lagi á
kvöldin“, en lögmál Murphys hafa
sigrað.
Nú er Evrópa, frá Miðjarðarhafi
upp að heimskautsbaug, að velta
því fyrir sér hvernig allt hafi getað
farið svona hratt úrskeiðis og hvers
vegna Evrópulönd standa frammi
fyrir hæsta verði á gasi og raforku
í sögunni. Verði sem leiðir til
efnahagslegs tjóns, og mögulegs
rafmagnsleysis og frystingar á
starfsemi fyrirtækja og heimila í
vetur.
Rússum kennt um stöðuna
Freistingin felst í því að kenna Rússum
um að nota framboð á gasi sem vopn
í samskiptum við ESB. Því spyr
Llewellyn King: „En vissi Evrópa
ekki hvað myndi gerast? Rússar eru
ekki þekktir fyrir að vera velviljuð
þjóð.“ King heldur svo áfram og segir:
„Gaskaupendur Evrópu og
pólitískir herrar þeirra veðjuðu á að
Rússland þyrfti meira á markaðnum
í Evrópu að halda en Evrópa þyrfti á
gasi að halda frá Rússlandi.“
Áhættuspil sem Evrópa tapaði
„Þetta var fjárhættuspil og Evrópa
tapaði. Rússland vann og hefur dregið
úr gasflæði til Evrópu, stundum um
tvo þriðju; síðan, á duttlungafullan
hátt, að auka framboðið eftir að
skaðinn var skeður. Auka þá aðeins
nægilega til að halda markaðinum
óstöðugum og verðinu og framtíðinni
óstöðugri.
Kjarninn í þessu slæma veðmáli
var trú margra gaskaupenda á
því að þeir gætu gert betur á
skyndimarkaði en ef þeir væru
bundnir við fasta langtímasamninga.
Nú eru kaupendurnir sem eru með
fasta langtímasamninga öruggir, en
hafa um leið áhyggjur af því hvort
birgjar þeirra muni telja aðstæðurnar
óviðráðanlegar og skerða birgðir.“
King segir að allt hafi lagst á
neikvæðu hliðina í orkumálum
Evrópu, vandræði vegna Covid-
19 og síðan hafi vindur til að snúa
vindorkuverunum verið með minnsta
móti og hafi ekki verið minni í 60 ár.
Evrópa hefur veðjað rangt á
uppboðsmarkaðinn, Rússland og
vindinn. Nánast allt sem gat farið
úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ segir
Llewellyn King. /HKr.
Llewellyn King.
Smáauglýsingar 56-30-300