Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson hefur frá upphafi ferils síns verið meðal helstu og virtustu höfunda íslensku þjóðar- innar. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín hér heima og erlendis, sent frá sér tugi skáldverka á liðnum áratugum og hlotið fyrir það ýmis verðlaun. Bækur Einars hafa verið gefnar út víða um lönd en sérstakra vinsælda nýtur hann í Danmörku, þar sem bækur hans koma nú út samtímis útgáfu hér heima. Eftir hann hefur nú komið bókin Skáldleg afbrotafræði er fjallar um litríka mynd samfélags og tíðaranda í byrjun 19. aldar. Mögnuð persónusköpun, og mis- fagurlega þenkjandi persónur í bland við yfirskilvitleg fyrir- bæri leika í höndum höfundar sem skapar þéttan og marg- slunginn vef er kitlar allar taugar lesandans. Einar Már ber á borð heim, þar sem upp- lýsingastefnan er að ryðja sér rúms og almenningur farinn að átta sig á því ógnarvaldi er prestar og hreppstjórar hafa þegar kemur að smælingjun- um. Skuggar eru á lofti, nýjar hugmyndir vakna og styttist í að verkin séu látin tala. Raunsönn mynd af kúguðu samfélagi sem er að vakna til lífsins, gleði og sorg í bland við sögulegan fróðleik. /SP Sögusvið skáldsögunnar Djúpið gerist árið 1975 í heimavistar- skóla þar sem veruleikinn býður upp á að hlutverk kvenfólks sé að létta undir og stjana við karl- menn sem á móti bera þá ábyrgð að taka allar ákvarðanir. Líffræðineminn Valborg kynnist þessu lífsmunstri er hún tekur að sér sumarstarf á vegum Búseturöskunar ríkisins sem hefur það fyrir augum að efla mannlíf og atvinnutækifæri í brothættri byggð í Djúpinu. Valborg er eldklár en langt frá því að dúxa í mannlegum samskiptum og tilveran með samstarfsfólkinu í heimavistarskóla Djúpmanna reynist henni erfið. Djúpið er margslungin og grípandi saga sem fær lesendur til að velta fyrir sér viðkvæmni mannskepnunnar til jafns við byggðina þar sem ólgandi til finningar krauma undir yfirborðinu og lesendur geta vart annað en hrifist með. Höfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, hefur getið sér góðan orðstír og er lesendum að góðu kunn fyrir skáldsögur sínar sem segja frá örlagasögum fólks úr íslenskum veruleika. Bók hennar Hansdætur sem gefin var út árið 2020 var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og Gríma, sem kom út árið 2018, hlaut Íslensku hljóðbókaverðlaunin. /SP Kjarnbítur er af ætt bálki spörfugla og af finkuætt. Með honum í Coccothraustes-ættkvíslinni eru einungis kolbítur (C. abeillei) og kvöldbítur (C. vespertinus). Sumarheimkynnin eru víða í Evrópu, Norður-Afríku og Asíu, allt austur til Japans. Vetrarheim- kynnin eru sömuleiðis í Evrópu, þó ekki nyrst, og farfugla þar af í löndum við Miðjarðarhaf og í Norður-Afríku, sem og í Mið- og Suðaustur-Asíu. Deilitegundir eru fimm Kjarnbítur er 16–18 cm að lengd, 46–72 grömm að þyngd og með 29–33 cm vænghaf. Þetta er hálsdigur fugl, gulbrúnn á höfði, dökkbrúnn á baki, en ljósrauð- brúnn að neðan. Grár á hnakka. Vængir eru blásvartir með hvítum axlarskellum. Nefið er afar stórt, gráblátt á vorin, en í ljósum hornlit á veturna. Svart er um augu, við nefrót og á framhálsi. Stélið, hvítt í endann, er fremur stutt. Fætur eru bleiklitir og lithimna augna brún. Útlitsmunur kynja er óverulegur, helstur sá, að karlfuglinn er ívið sterklitaðri. Kjarnbíturinn hefst einkum við í lauf- og blendingsskógum, sem og gömlum trjá- og aldingörðum, og felur sig þá gjarnan í krónum trjánna, enda er hann dulur og þögull, en utan varptíma leitar hann á opnari svæði, einkum þar sem runnagróður er að finna, og leitar sér þá fæðu á jörðu niðri. Hann gengur kjagandi og fattur, en hoppar líka rösklega. Karlfuglinn syngur venjulega á trjátoppum Kjarnbíturinn verpir oft í smáum dreifbyggðum og gerir sér hreiður í trjám, á lágum greinum eða inni við stofn, í allt að 14 m hæð. Bæði kynin annast smíðina. Eggin eru 3–5 talsins. Kven- fuglinn sér um áleguna, sem tekur 11–13 daga, en bæði foreldrin mata ungana, sem verða fleygir 12–13 daga gamlir og ná fullu sjálfstæði um hálfum mánuði eft- ir það. Ungfuglarnir eru einsleitari en hinir fullorðnu, með brúnum þverrákum og gulir á kverk. Vöðvarnir sem loka goggnum – en hann er þykkur og mikill – er eitt helsta einkenni kjarnbítsins, ná í kringum hauskúpuna. Þess vegna reynist honum auðvelt að brjóta grjótharða steina úr hin- um margvíslegustu aldinum, en tveir hyrnishnúðar eru í efri gómi og tveir í þeim neðri, sem gerir það að verkum, að kjálkavöðvarnir geta þrýst fast á allt sem í munn- inn kemur. Fyrir vikið er eins og hann sé með útblásnar kinnar. Sem dæmi má nefna, að hann ræður við ólífu- kjarna, sem lætur ekki undan fyrr en við 50 kg þrýsting. Annars er aðalfæðan hans helst brumhnappar og trjáfræ, eins og álms, beykis, hlyns og fleiri, og á varptíma auk þess aldinbori (Melolontha melolontha), sem er bjalla af ýflaætt, og fiðrildalirfur. Á vorin og sumrin er kjarnbíturinn ýmist einn á ferð í matarleit sinni, eða þá í pörum eða smáhópum, lauslega tengdum, en á haustin og veturna má sjá allt að 300 við slíka iðju og reyndar er metið 1,200 fuglar. Kjarnbítur sást fyrst á Íslandi í apríl 1975, en á síðari árum hefur komum fjölgað og er 31 nú skráð- ur, miðað við áramót 2011/2012. Eldra heiti er kirsiberjafugl / kirsu- berjafugl. BÆKUR& MENNING Fugladagbókin 2021: Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar Skáldsagan Glæstar vonir eftir Charles Dickens var skrifuð á árunum 1860-1861, ein af síðustu skáldsögum höfundar og af mörgum talin ein sú besta. Sagan, sem má kalla tímalaust stórvirki, gerist snemma á 19. öld og fjallar um munaðarleysingjann Pip, þroska hans og löngun til að brjótast frá umhverfi sínu og upplifa heiminn. Strokufangi nokkur er Pip á samskipti við í æsku hefur mikil áhrif á líf hans – í raun án hans vitneskju framan af. Ástin verður á vegi hans oftar en einu sinni í mynd hinnar fögru og drambsömu Estellu og Pip verður að gera upp við sig hvar í þjóðfélagsstiganum hann stendur í raun. Grípandi og stórvel gerð skáldsaga þar sem máluð er lifandi mynd af Englandi Viktoríutímans, fléttuð glæpum, refsingum, ást og söknuði. Hér er um að ræða margslungna og litríka fléttu örlaganna sem lesendum gefst færi á að njóta í snilldarlegri þýðingu Jóns. St. Kristjánssonar. Þess má geta að Jón hefur hlotið Íslensku þýðingarverðlaunin auk þess að hafa verið verið tilnefndur til þeirra hvorki meira né minna en fjórum sinnum. /SP Tímalaust stórvirki Dickens: Glæstar vonir Raunsönn mynd af kúguðu samfélagi: Skáldleg afbrotafræði Margslungin og grípandi: Skáldsagan Djúpið Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Séra Sigurður Ægisson fuglaáhugamaður sendi nýlega frá sér nýstárlega bók sem er upplýsingarit um fimmtíu og tvær tegundir fugla sem sést hafa hér á landi og dagbók. Í bókina getur áhugafólk um fugla skráð hjá sér hvaða dag það sér hvaða fuglategund og annað sem tengist fuglum. Sigurður hefur áður sent frá sér tvær áhugaverðar bækur um fugla, Ísfygla og Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin. Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar er skipt eftir vikum og í upphafi hverrar viku er að finna fróðleik um einn fugl af þeim rúmlega fjögur hundruð sem sést hafa hér frá því að skráning fugla hófst. Auk þess að segja frá útbreiðslu valdra fugla er meðal annars sagt frá kjörlendi þeirra, stærð og lit og tínd eru til ýmis alþýðleg heiti fuglanna. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. /VH Kjarnbítur (Coccothraustes coccothraustes)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.