Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
Varahlutir í lyftara
- Toyota
- Hyster
- Yale
- Jungheinrich
- OO.
ALMANAK HÍ ER KOMIÐ Í VERSLANIR!
HÁSKÓLA ÚTGÁFAN
Hér er að finna yfirlit
um hnetti himingeimsins,
mælieiningar, veðurfar,
stærð og mannfjölda
allra sjálfstæðra ríkja og
tímann í höfuðborgum
þeirra. Af nýju efni má
nefna grein um útþenslu
alheimsins og grein
um lengingu dagsins
eftir vetrarsólhvörf.
Háskólaútgáfan sér um
dreifingu.
www.almanak.is
www.haskolautgafan.is
REKSTRARLAND ER BAKHJARL BÆNDA
Í Rekstrarlandi fást allar almennar rekstrarvörur fyrir landbúnað. Nilfisk háþrýstidælur,
Exide rafgeymar, gæðasmurefni og olíur á vélarnar, Ecolab lágþrýstiþvottatæki ásamt
hreinsiefnum, sótthreinsandi og græðandi vökvar fyrir spena og júgur.
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is
NYTJAR HAFSINS
Eldi á regnbogasilungi og bleikju í Önundarfirði:
Mast fellir úr gildi synjun
á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Þann 10. nóvember 2021 felldi
úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála þann úrskurð
að fella skyldi niður ákvörðun
Matvælastofnunar um að hafna
endurnýjun á rekstrarleyfi Arctic
Sea Farm hf.
Ákvörðun Matvælastofnunar
byggði á 14. gr. reglugerðar um
fiskeldi nr. 540/2020. Samkvæmt
ákvæðinu skal rekstrarleyfishafi
sækja um endurnýjun rekstrarleyf-
is til fiskeldis 7 mánuðum áður en
gildandi rekstrarleyfi rennur út. Þar
sem umsókn um endurnýjun barst
ekki innan þessara tímarmarka tók
stofnunin umsókn rekstraraðila ekki
til efnislegrar meðferðar.
Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar
segir að samkvæmt 3. mgr. 7. gr.
laga um fiskeldi nr. 71/2008 skuli
leggja mat á hvort umsækjandi
um endurnýjun rekstrarleyfis
uppfylli þær kröfur sem gerðar
eru til rekstursins skv. 2. mgr.
sama ákvæðis. Segir svo áfram í
úrskurðinum:
„Telja verður ljóst að tilgangur
14. gr. reglugerðarinnar sé m.a. sá
að gefa stofnuninni svigrúm til að
framkvæma fyrrgreint mat áður
en gildistími rekstrarleyfis renni
út. Hins vegar verður ekki talið að
reglan afnemi með fortakslausum
hætti skyldu Matvælastofnunar
til að framkvæma matið, enda
gengur tímamark nefndrar 14.
gr. reglugerðarinnar lengra en 3.
mgr. 7. gr. laganna. Í ljósi þess
að fyrirsjáanlegt var að túlkun
Matvælastofnunar á 14. gr.
reglugerðarinnar myndi leiða til
íþyngjandi niðurstöðu gagnvart
kæranda bar stofnuninni að kanna
hvort umsókn hans hefði borist
henni nægilega tímanlega til að
hún gæti afgreitt umsóknina með
lögformlega réttum hætti. Í máli
þessu verður ekki ráðið hvort
umsókn kæranda, sem barst rúmum
sex mánuðum áður en þágildandi
rekstraleyfi rann út, hafi borist það
seint að afgreiðsla hennar hefði verið
vandkvæðum háð af þeim sökum og
hefur stofnunin heldur ekki haldið
því fram. Viðhafði stofnunin því
ekki það skyldubundna mat sem 3.
mgr. 7. gr. laganna kveður á um.“
Málavextir
Hinn 19. júlí 2011 var gefið
út rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi
á regnbogasilungi og bleikju í
Önundarfirði með heimild til
framleiðslu á allt að 200 tonnum
árlega. Gildistími leyfisins var í 10
ár, eða til 19. júlí 2021. Var leyfið
framselt til kæranda á árinu 2016.
Hinn 27. janúar 2020 tilkynnti
Matvælastofnun kæranda um
afturköllun rekstrarleyfisins með
vísan til þess að rekstrarleyfið
hefði ekki verið í notkun, sbr. 15.
gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.
Með bréfi, dags. 21. febrúar 2020,
var ákvörðun stofnunarinnar frá 27.
janúar s.á. afturkölluð. Kom m.a.
fram að veittur yrði frestur til 21.
febrúar 2021 til að hefja starfsemi
samkvæmt leyfinu. Yrði starfsemi
ekki hafin fyrir þann tíma myndi
stofnunin hefja ferli við afturköllun
rekstrarleyfisins. Hinn 15. maí 2020
tilkynnti Matvælastofnun kæranda
að stofnunin hefði ákveðið að
aðhafast ekki frekar á grundvelli
15. gr. laga nr. 71/2008 þar sem
stutt væri í að rekstrarleyfið
rynni sitt skeið. Kærandi sótti
um endurnýjun rekstrarleyfisins
20. janúar 2021 og 10. mars
s.á. afhenti kærandi að beiðni
Matvælastofnunar greinargerð
um rekstur og framtíðaráform
félagsins. Hinn 8. apríl s.á. óskaði
kærandi eftir svörum við því hvort
gögn með umsókn um endurnýjun
hefðu verið nægjanleg og hvenær
vænta mætti endurnýjunar. Með
bréfi til stofnunarinnar, dags. 18.
maí s.á., benti kærandi á að hvorki
væri gætt að málshraðareglum
stjórnsýsluréttar við afgreiðslu
umsóknarinnar né ákvæðis 1.
gr. reglugerðar nr. 540/2020 um
fiskeldi, sem kvæði á um að tilkynna
skyldi umsækjanda innan mánaðar
frá því að umsókn bærist hvort
hún teldist fullnægjandi. Með bréfi
Matvælastofnunar, dags. 30. júní
2021, var umsókn kæranda hafnað
með vísan til þess að ekki hefði verið
sótt um endurnýjun rekstrarleyfisins
sjö mánuðum áður en þágildandi
rekstrarleyfi hefði runnið út, sbr. 14.
gr. reglugerðar nr. 540/2020.
Málsrök kæranda:
Af hálfu kæranda er vísað til þess
að ákvörðun Matvælastofnunar,
um að hafna umsókn kæranda
um endurútgáfu rekstrarleyfis, sé
íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun.
Hún hafi verulega neikvæð áhrif á
atvinnufrelsi kæranda auk þess að
hafa gríðarlega miklar fjárhagslegar
afleiðingar fyrir hann. Við töku jafn
íþyngjandi stjórnvaldsákvörðunar
séu gerðar auknar kröfur til þess
að lagastoð ákvörðunar sé ótvíræð.
Lagatúlkun stjórnvalds þurfi að
vera hafin yfir vafa og grundvöllur
málsmeðferðar, ákvarðanatöku og
niðurstöðu stjórnvalds þurfi að vera
eins traustur og mögulegt sé. Á alla
þessa grunnþætti skorti verulega í
hinni kærðu ákvörðun, sem leiði til
ógildingar hennar. /HKr.
Flateyri við Önundarfjörð. Mynd / HKr.
Smáauglýsingar 56-30-300