Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum króna auk fræs, um 13,2 milljónir króna, samtals um 108 milljónum, til landbóta- verkefna. Mun það vera hæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi. Styrkir runnu til landbótaverk- efna um allt land, en líkt og áður voru flest verkefni á Suður- og Norðausturlandi. Undanfarin ár hefur mikil aukning hefur verið á notkun lífræns áburðar í verkefnum sjóðsins. 4,8 tonn af lífrænum áburði Árið 2020 voru 4.825 tonn af lífrænum áburði notuð en 887 tonn af tilbúnum áburði. Auk lífræns og tilbúins áburðar var einnig notast við heyrúllur, birkiplöntur og grasfræ. Stærstur hluti verkefna sjóðs- ins var á sauðfjárbeittum svæðum og runnu 61,2 milljónir króna til slíkra verkefna en 10,8 milljónir til aðgerða á beitarfriðuðum svæðum. Verkefnum á friðuðum svæðum hefur fjölgað á milli ára. Landbætur á illa förnu landi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti 22,5 milljóna aukafjárveitingu til Landgræðslunnar í maí 2020 til átaksverkefna á sviði loftlagsmála. Áhersla var lögð á landbætur á illa förnu landi á eða í jaðri hálendisins. Landgræðslan lagði fram tillögu til ráðuneytisins þar sem einskiptis aðgerðir voru settar í forgang þar sem ekki var hægt að ábyrgjast eft- irfylgni aðgerða á næstu árum. Því komu aðeins til greina verkefni þar sem notaður var lífrænn áburður nema um væri að ræða svæði þar sem uppgræðsla væri komin vel á veg og ljóst að ein áburðardreifing skilaði verulegum ávinningi. Eingöngu var horft til félagasamtaka, fyrirtækja og sveitarfélaga í þessu átaksverkefni. Ávinningur verkefnisins var met- inn 938 tonn koltvísýringsígilda. Metfjöldi umsókna Alls bárust 87 umsóknir í Land- bótasjóð árið 2020 og er það mesti fjöldi frá upphafi. Af þeim voru 19 umsóknir nýjar og féllu 13 um- sóknir að reglum sjóðsins en 5 hlutu ekki. Verkefnastjórnin lagði til að 82 verkefni hlytu styrk sem var samþykkt. Til átaksverkefna á illa förnu landi var úthlutað til 13 ver- kefna og var því úthlutað í heild styrkjum til 97 verkefna árið 2020. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni þar sem unnið er að stöðvun jarðvegseyðingar, upp- græðslu molda, rofabarða, mela og sanda. /VH LÍF&STARF Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla Mikilvægt að nýta búfjáráburðinn sem best – Bændur ættu ekki að spara tilbúna áburðinn sér til skaða Blikur eru á lofti varðandi framboð og verð á tilbúnum áburði á næsta ári. Bændur gætu í mörgum til- vikum þurft að sýna útsjónarsemi til að komast hjá sligandi fjárút- látum. Að ýmsu er að hyggja; til dæmis eru áburðaráætlanir taldar nauðsynlegar og svo er mikilvægt að vanda til verka við dreifingu á búfjáráburði. Næringarefni sem geta nýst til áburðar liggja víða. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Matís úr kort- lagningu á magni lífræns hráefnis, sem nota má sem hráefni í áburð, er búfjáráburður langstærsta uppspretta nýtanlegra áburðarefna á Íslandi. Þar kemur fram að hann sé almennt nýttur, en þar séu þó undantekningar. Eiríkur Loftsson, ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, segir að miklu máli skipti einnig hvernig hann sé nýttur. Skráning búfjáráburðar nú hluti skýrsluhalds Eiríkur segir að fram til þessa árs hafi miðlæg skráning á áburðarnotkun ekki verið skylda. „Á þessu ári varð þó slík skráning hluti af jarðrækt- arskýrsluhaldi. Gögn um notkun á búfjáráburði munu því batna á næstu árum,“ segir hann þegar hann er spurður um hvort einhver gögn séu til um nýtingu búfjáráburðar á Íslandi. „Einhverjir sauðfjárbændur hafa notað skráningarkerfið í Jörð til að halda utan um áburðarnotkun í tengsl- um við gæðastýringu í sauðfjárrækt. En ég myndi halda að langstærsti hluti þess búfjáráburðar sem fellur til á húsi á nautgripa- og sauðfjárbúum sé nýttur með einhverjum hætti heima á búinu; á tún, í flög við ræktun og í uppgræðslu. Ég þekki ekki til þess hvernig og hvert svína- og alifuglabú losa sig við skítinn, en í einhverjum mæli er hann nýttur á ræktunarland á búum í nágrenni þeirra,“ segir Eiríkur. Ýmsir möguleikar í bættri nýtingu Eiríkur játar því hins vegar að það séu möguleikar í bættri nýtingu á búfjáráburði í mörgum tilvikum en misjafnt sé milli búa í hversu miklum mæli það sé hægt. Eins sé misjafnt hversu miklu þarf að kosta til. „Dreifingartími hefur mikil áhrif á nýtingu næringarefna, þó mestan á nýtingu niturs. Eins hafa aðstæður við dreifingu og aðferðir við hana áhrif á nýtinguna. Þar sem geymslupláss fyrir búfjáráburðinn er takmarkað getur þurft að dreifa hluta búfjárá- burðar á óheppilegum tíma. Þar sem gripir liggja við opið eða er gefið úti safnast skíturinn ekki í haugkjallara nema stundum, að litlu leyti, en dreif- ist í kringum gjafasvæði og á það svæði sem gripirnir hafa aðgang að. Hann nýtist vissulega sem áburður þar og eykur beitaruppskeru en nýtist sennilega sjaldnar sem áburður á tún. Það getur verið kostnaðarsamt að ná þessum áburði, ef byggja þarf ný hús sem uppfylla eðlilegar kröfur um vinnuaðstöðu.“ Nauðsynlegar áburðaráætlanir „Það er nauðsynlegt fyrir alla að gera áburðaráætlun með einhverjum hætti, en misjafnt eftir umfangi og gerð bú- rekstrar hversu nákvæm hún þarf að vera. Nákvæmni áætlana ræðst af þeim upplýsingum sem fyrir liggja, svo sem um gerð jarðvegs, ræktun- arsögu, fyrri áburðargjöf og fleira,“ segir Eiríkur og mælir með því að sýni af búfjáráburði sé send í efna- greiningu þar sem það hafi sýnt sig að innihald sé ólíkt milli búa. „Það er mikilvægt að sýni úr mykju séu tekin við dreifingu eftir að hrært hefur verið upp í hauggeymslunni svo það fáist rétt mæling á þurrefn- isinnihaldi við dreifingu,“ segir hann. Eiríkur mælir með því við bændur að allir skoði vel sína möguleika og sínar aðstæður, því þær séu breyti- legar milli búa. „Allir ættu hins vegar að reyna að nýta búfjáráburðinn sem best. Þó tilbúinn áburður hækki mega menn ekki spara sér til skaða. Huga þarf að þáttum sem gera nýtingu áburðar sem besta. Dreifa áburði á góðum tíma, vanda dreifingu og að nota búnað fyrir jaðardreifingu ef hann er í boði. Það ætti að forðast jarðvegsþjöppun með umferð um tún á viðkvæmum tíma og loks má benda á að sýrustig jarðvegs hefur áhrif á nýtingu næringarefna úr áburði og því þarf kalk þar sem sýrustig er of lágt.“ /smh Eiríkur Loftsson, ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Mynd / Aðsend Dreifing mykju. Máli skiptir hvernig staðið er að dreifingu búfjáráburðar. Landbótasjóður: Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist Uppgræðsla aurskriðu. Mynd / Landgræðslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.