Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
„Ég fékk þessa skrýtnu hugmynd
að gefa út bók um kleinur fyrir
þremur árum en á þeim tíma hafði
ég sjálf aldrei steikt kleinur en var
eins og flestir Íslendingar mikill
aðdáandi kleina,“ segir Ingunn
Þráinsdóttir, höfundur bókarinnar
Bestu kleinur í heimi.
Ingunn, sem er myndlistarkona og
grafískur hönnuður á Egilsstöðum,
hefur safnað kleinuuppskriftum um
land allt og nú fyrir jólin er bók með
öllum herlegheitunum væntanleg.
Alls eru 57 uppskriftir í bókinni, gott
sýnishorn af heimagerðum íslenskum
kleinum. Auk uppskriftanna, sem eru
hver annarri girnilegri, er að finna
í bókinni ýmsan skemmtilegan
fróðleik um kleinur. Bókin
verður prentuð í Héraðsprenti á
Egilsstöðum.
Kleinur úr eldhúsi mömmu og
ömmu gleymast seint
Ingunn segir að kleinan lifi góðu
lífi í íslensku samfélagi og í flestum
matvöruverslunum sé hægt að næla
sér í poka af fjöldaframleiddum
kleinum, auk þess sem bakarar um
land allt bjóði upp á ágætiskleinur.
„Þrátt fyrir að framboðið sé ágætt þá
gleymast seint kleinurnar sem urðu til
í eldhúsinu hjá mömmu og ömmu,“
segir Ingunn.
„Það eru til alls konar uppskriftir
og sérviskur ef þannig má komast að
orði. Þannig að ég ákvað að auglýsa
eftir uppskriftum og það stóð ekki á
svörum, fólk um land allt deildi með
mér uppskriftum, sögum, bröndurum,
samfélagsmiðlaskilaboðum og
myndum. Það var algjörlega yndis leg
upplifun að sjá áhugann og ástríðuna,“
segir hún og bætir við að hver og ein
uppskrift hafi að sjálfsögðu verið talin
besta uppskrift að kleinum sem til er.
Uppáhaldið með Royal
karamellubúðingi
Í bókinni má einnig finna ýmislegt
um sögu kleinunnar, aðferð og áhöld.
„Eftir að vinnuferli bókarinnar hófst
tók ég mig til við að prófa að steikja
kleinur en hef reyndar ekki enn
prófað allar uppskriftir sem finna má
í bókinni, en uppáhaldsuppskriftin
er líklega þessi með Royal
karamellubúðingnum,“ segir Ingunn.
Hún segir kleinubakstur ofur
einfaldan og skemmtilegan, „ég
tala nú ekki um þegar börnin á
heimilinu taka þátt, spennan við að
smakka nýsteiktar kleinur er alltaf
jafnmikil og eins gott að hafa ískalt
mjólkurglasið klárt á kantinum.“
/MÞÞ
„Ég hef lengi átt mér þann
draum að skrifa bók og nú
hefur sá draumur ræst,“ segir
Hrund Hlöðversdóttir, starfandi
skólastjóri Hrafnagilsskóla í
Eyjafjarðarsveit, en hún hefur sent
frá sér spennu- og ævintýrabókina
ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan.
Hrund er frá Akureyri en hefur búið
hin síðari ári í Hrafnagilshverfi í
Eyjafjarðarsveit með fjölskyldu
sinni. Hún á tvö börn, 17 og 23
ára. Tómstundir sínar notar hún til
að skrifa, syngja í kór, spila á harm-
oniku og nýtir umhverfið í sveitinni
til að stunda útivist, hlaupa, fara í
sund og ganga á fjöll.
Hún segist hafa setið við
skrifin með hléum síðastliðin tvö
ár, tekið bókina upp margoft og
endurskrifað, lagfært og endurbætt
eftir ábendingum sem hún fékk frá
„fólki sem var svo elskulegt að lesa
bókina og gefa mér góð ráð,“ segir
hún. „Ég er afskaplega þakklát fyrir
það og svo er ég ótrúlega spennt að
þetta ævintýri mitt sé nú að verða að
veruleika. Bókin mín fær að öðlast
eigið líf meðal lesenda.“
Heill ævintýraheimur við
Hraunsvatn
Hrund segir að töluvert sé um liðið
frá því hugmyndin kviknaði, eða sjö
ár. „Ég gekk þá ásamt nemendum og
starfsfólki Hrafnagilsskóla upp að
Hraunsvatni í Öxnadal. Við vatnið
er heill ævintýraheimur og mikil
náttúrufegurð þar sem Hraundrangar
tróna yfir manni, tignarlegir og
ægifagrir,“ segir hún. „Ég var upp-
numin af staðnum, en á þessum tíma
hafði ég verið að kynna mér þjóð-
sögur og lesið um álfa, huldufólk,
skrímsli og aðrar kynjaverur.“
Eftir ferðina að Hraunsvatni fékk
Hrund þá hugmynd að skrifa ung-
mennabók sem gerist í þessu ævin-
týralega umhverfi. Hún vildi nýta
þjóðsagnaarfinn, ævintýraheiminn
sem gengið hefur mann fram af
manni og tengja hann við nútímann.
Tengir saman raun-
og hulduheima
Bókin fjallar um Svandísi, fjórtán
ára stelpu sem flytur úr borginni
norður í land. Þar eignast hún vinina
Brján og Sylvíu en saknar vinkonu
sinnar, Láru, og getur ekki beðið
eftir að hún komi í heimsókn í
jólafríinu.
Margt er einkennilegt á kreiki í
kringum Svandísi. Köttur með rauð
augu, dularfullir hestar og fólk sem
ef til vill er annað en það sýnist vera.
Svandís flækist inn í baráttu góðs og
ills, kynnist ástinni og þarf ásamt
vinum sínum að glíma við ógurlegar
kynjaskepnur. Hrund segir söguna
byggða á þjóðsagnaarfi Íslendinga
og tengja saman tvo heima, raun-
heima sem við þekkjum öll og
hulduheima sem færri þekkja.
Hrund segist hafa fengið gott
fólk í lið með sér við útgáfuna,
Guðjón Inga Eiríksson, útgefenda í
bókaútgáfunni Hólum og hans fólk.
Íris Auður Jónsdóttir listamaður
málaði mynd á bókakápu og hún
ásamt börnum sínum, Emil Loga
og Agnesi Lóu Heimisbörnum,
teiknuðu myndir í bókina.
/MÞÞ
Hrund Hlöðversdóttir, starfandi skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit,
en hún hefur sent frá sér spennu- og ævintýrabókina ÓGN, ráðgátan um Dísar-
Svan. Hún fékk hugmyndina að sögunni eftir gönguferð upp að Hraunsvatni í
Öxnadal með nemendum og starfsfólki í Hrafnagilsskóla fyrir nokkrum árum.
Spennu- og ævintýrabók fyrir ungmenni:
Gaman að sjá ævintýrið
sitt verða að veruleika
BÆKUR& MENNING
Bókin Bestu kleinur í heimi komin út:
Kleinan lifir góðu lífi
í íslensku samfélagi
Fátt jafnast á við nýsteiktar kleinur
og ískalt mjólkurglas.
Ingunn Þráinsdóttir, myndlistarkona
og grafískur hönnuður á Egils-
stöðum, er höfundur bókarinnar um
bestu kleinur í heimi.
Kleinubakstur er ofur einfaldur og
skemmtilegur að mati höfundar
bókarinnar.
Nú er nóg komið! er spreng-
hlægileg og spennandi bók
eftir þær Hildi Knútsdóttur og
Þórdísi Gísladóttur, en bókin er
sjálfstætt framhald bókarinnar
Hingað og ekki lengra! sem gefin
var út árið 2020 og hlaut afar
góðar viðtökur.
Nú er nóg komið! fjallar
um vinkonurnar Vigdísi Fríði,
Geirlaugu og Rebekku sem allar
eru í áttunda bekk en neyðast til að
halda sig heima við vegna Covid-
19 veirunnar. Þær láta sér þó ekki
leiðast og deyja ekki ráðalausar
þótt þessi nýi raunveruleiki sé
ekki efstur á óskalistanum – því
ýmislegt er jú hægt að bralla
heima við. Dularfullir nágrannar,
sjoppurekstur og annað er meðal
þess sem þær taka sér fyrir hendur
enda með eindæmum vel vakandi
stúlkur. Og stundum þurfa stelpur
einfaldlega sjálfar að ganga í
málin.
Hildur Knútsdóttir og Þórdís
Gísladóttir, sem auk Hingað
og ekki lengra! hafa áður
skrifað saman bækurnar um
Dodda. Sú fyrri, Doddi – Bók
sannleikans!, var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna,
Fjöruverðlaunanna og Barna-
bókaverðlauna Reykjavíkur. /SP
Sprenghlægileg og spennandi:
Nú er nóg komið!
Helga Valdís Árnadóttir sá um
myndskreytingu bókarinnar.