Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 ekki alveg hvað ég ætlaði að gera. Ég er með Bsc í sálfræði frá HÍ og var jafnvel að spá í meistaranám, og rakst svo á auglýsingu frá Nordisk heste- og hundeterapiskolen og áður en ég vissi var ég búin að skrá mig í þriggja ára nám í hestanuddi og sjúkraþjálf- un. Það var skemmtilegasta nám sem ég hef farið í, engin spurning,“ segir Auður og heldur áfram: „Þar meðhöndlaði ég alla mögulegar tegundir af hestum, og við Íslendingar erum afar stolt af íslenska hestinum okkar og það er mjög skiljanlegt, hann er svo samof- in menningu okkar og uppruna. Það lærði ég fljótt þegar ég fór að með- höndla aðrar tegundir hesta og ræða við hestaeigendur sem rækta, þjálfa og ríða út á öðrum hestategundum. Það skilja ekki allir þessa sérstöku tengingu sem við Íslendingar eigum við hestinn okkar. Það hjálpar líka að íslenski hesturinn er mjög með- færilegur í umgengni sem hjálpar alltaf þegar maður þarf að meðhöndla hesta á þennan hátt. Enda þekktur fyrir einstaklega gott geðslag og yfirvegun.“ Hestanuddari, ekki dýralæknir – Hestanuddari, hvað gerir hann og hvernig gengur hjá þér að vinna við það og hvað ertu aðallega að gera í því sambandi? „Hestanuddari byrjar á því að greina, skoða og veita svo með- höndlun eftir þörfum. Fyrsti tíminn fer yfirleitt í það að ég byrja á því að fara með eiganda/þjálfara yfir heilsu- sögu hestsins. Einnig er farið yfir hvert vandamálið eða vandamálin eru en stundum vill eigandinn bara fá ástandsskoðun á hestinn. Líkamleg skoðun fylgir yfirleitt þar á eftir sem og stundum hreyfigreining. Stundum tel ég þörf á að fara yfir reiðtygi, járningar, tannheilsu, knapann sjálf- an eða annað sem getur haft áhrif. Meðferðina svo framkvæmi ég eftir því hvað kemur úr greiningu og skoðun. Meðferðin sjálf tekur yfirleitt um 45-60 mínútur. Stundum getur eitt skipti gert mikið en stundum þarf fleiri skipti og/eða reglulegir tímar eins og bara hjá okkur þegar við förum til sjúkraþjálfara. Þetta fer alveg eftir því hvað við erum að eiga við hverju sinni. Stundum vísa ég líka beint á dýralækni ef mig grunar að eitthvað sé í gangi sem ég ræð ekki við eða það er einhver óvissa með heilsu hestsins. Sem nuddari má ég aldrei sjúkdómsgreina, ég er ekki dýralæknir, en ég vísa á dýralækni ef mér finnst ástæða til. Í lokin útbý ég nákvæma skýrslu yfir hvað var farið yfir og ráðlegg eiganda t.d. æfingar sem hann getur gert til að hjálpa ferl- inu, oftar en ekki er það sú vinna sem skilar mestu.“ Frábær viðbrögð – Hvernig hefur þér verið tekið sem hestanuddari og hvernig gengur starfið? „Við hjónin fluttum aftur heim 2019 og fann ég mér þá vinnu. Ég var með stóra drauma um að geta kannski unnið sem hestanuddari í fullu starfi, en gallinn er sá að það krefst mikillar líkamlegrar vinnu og markaðurinn ekki nógu stór til að vera með tekjur allt árið af því. Þannig að ég ákvað að reyna að hafa þetta sem aukavinnu með annarri vinnu, helgar og í fríum. Viðbrögðin hér heima hafa verið frábær. Og ég er búin að vera svo lánsöm að geta ferðast um landið, fengið að meðhöndla hesta á öllum aldri, á öllum stigum þjálfunar og hitt yndislega hestaeigendur unga sem aldna. En svo veiktist ég og síðan hefur það verið erfitt fyrir mig lík- amlega að sinna þessu eins og ég hefði viljað, en ég reyni að fara t.d. á höfuðborgarsvæðið eða Suðurlandið reglulega og sinna fastakúnnum og þeim sem ég kemst yfir. Ég hef líka lagt áherslu á að fólk getur bókað mig til að halda stutt nuddnámskeið sem eru hönnuð fyrir alla sem hafa áhuga á að sinna hestinum sínum á þennan hátt og þau hafa fengið afar góðar undirtektir. Bæði hestamannafélögin hafa sýnt því mikinn áhuga sem og hópar sem hafa tekið sig saman og fengið mig til sín,“ segir Auður. Mjög ánægð með hestaeigendur - Er eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég er afar ánægð að upplifa það að hestaeigendur hér á landi, og þá sérstaklega unga fólkið okkar, er mjög duglegt að huga að öllum þátt- um sem koma að velferð hestanna okkar. Viljinn til að læra meira um líkama hestsins og t.d. skilja hvernig hann hreyfir sig getur ekki annað en skilað sér í enn betri skilning á hvernig við getum búið þannig um hnútana að við getum haft gaman saman, og er það ekki akkúrat það sem hestamennskan snýst um? Hesturinn er að mínu mati hinn fullkomni íþróttamaður, líkami hests- ins er magnaður, ekki bara krafturinn heldur einnig geta hestsins til að bera knapa og um leið hafa getu til að sýna ótrúlega fimi og styrk,“ segir Auður um leið og hún gerir sig klára í að fara að nudda næsta hest og ljúka við bókina sína. /MHH Æðardúnn Það hefur verið mjög góð sala á æðardún í haust. Óska ég því enn eftir æðardúni til útflutnings. Hátt nettóverð. Hafið samband í síma: 8938554 Tölvupóstur: leifm@simnet.is Leifs Æðardúnn Útflutningur síðan 2001 Nýja bókin verður lita- og verkefnabók. Höfuðhlutverk vöðvanna, úr nýju bókinni. á bbl.is og líka á Facebook Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.