Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
Ölni frá Akranesi og Sunnu frá
Sauðanesi. Silfurskotta hlaut 8,38
fyrir sköpulag, hún er framfalleg
og fótahá með afar góða yfir-
línu í baki en þar hlaut hún 9,0.
Hæfileikaeinkunn hennar er 8,88
þar sem hæst fékk hún 9,5 fyrir
frábæran samstarfsvilja þar sem
hvort tveggja í senn fer mikil
framhugsun og þjálni. Hún er gæð-
ingur á gangi og hlaut 9,0 fyrir
tölt, skeið og fegurð í reið en að
öðrum kostum óupptöldum hlaut
hún einkunnina 8,5.
238 hryssur komu til dóms
í elsta flokki hryssna
Í elsta flokki hryssna, 7 vetra og
eldri, komu 238 hryssur til dóms
eða um 27% sýndra hrossa.
Þriðju hæstu einkunn ársins
eða 8,54 hlaut Hávör frá
Ragnheiðarstöðum. Ræktandi
hennar er Helgi Jón Harðarson en
eigendur eru Fanndís Helgadóttir og
HJH Eignarhaldsfélag ehf. Hávör
er undan Hrannari frá Flugumýri
II og gæðingamóðurinni Hátíð frá
Úlfsstöðum. Hávör er reist, fótahá
með langa og öfluga lend. Þá er hún
gæðingur á gangi með 8,72 fyrir
hæfileika, þar sem hæst ber 9,0
fyrir tölt, brokk og samstarfsvilja,
8,5 fyrir skeið, greitt stökk, fet og
fegurð í reið.
Næsthæstu einkunn ársins 8,65
hlaut Þrá frá Prestsbæ. Ræktendur
hennar og eigendur eru Inga og
Ingar Jensen. Þrá er undan Arion frá
Eystra-Fróðholti og heiðursverð-
launa hryssunni Þóru frá Prestsbæ.
Þrá er glæsileg hryssa á velli enda
með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga
og samræmi. Fyrir hæfileika hlaut
hún 8,71 og ber þar hæst 10 fyrir
samstarfsvilja, 9,5 fyrir tölt, greitt
stökk og fegurð í reið.
Hæstu einkunn ársins 8,77 hlaut
Katla frá Hemlu II og er það jafn-
fram hæsta aldursleiðrétta aðal-
einkunn ársins. Ræktendur henn-
ar eru Anna Kristín Geirsdóttir
og Vignir Siggeirsson en eigandi
hennar er Anja Egger-Meier. Katla
er undan Skýr frá Skálakoti og
Spyrnu frá Síðu. Katla er frábær
alhliða gæðingur með 8,56 fyrir
sköpulag, m.a. með 9,0 fyrir höfuð,
háls, herðar og bóga, samræmi og
prúðleika. Hæfileikaeinkunn henn-
ar er 8,88 en hún er með 9,5 fyrir
samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, skeið
og fegurð í reið og 8,5 fyrir aðra
eiginleika.
Efstu þrír stóðhestar
í hverjum aldursflokki
Í flokki fjögurra vetra stóðhesta
voru sýndir 45 hestar eða um 5%
sýndra hrossa.
Þriðju hæstu einkunn ársins hlaut
Drangur frá Steinnesi en hann hlaut
8,33 í aðaleinkunn. Ræktandi hans
og eigandi er Magnús Jósefsson.
Drangur er undan Draupni frá
Stuðlum og Ólgu frá Steinnesi.
Drangur er skrefmikill myndar-
gripur, með 8,41 fyrir sköpulag.
Hann er með 8,5 fyrir flesta þætti
sköpulags og 9,0 fyrir hófa. Fyrir
hæfileika hlaut hann 8,28, þar ber
hæst 9,0 fyrir tölt.
Næsthæstu aðaleinkunn ársins
hlaut Tappi frá Höskuldsstöðum, en
hann hlaut 8,33 í aðaleinkunn eins
og Drangur en á milli skilja nokkr-
ir aukastafir. Ræktandi og eigandi
hans er Snæbjörn Sigurðsson. Tappi
er undan Kolskeggi frá Kjarnholtum
I og Tign frá Höskuldsstöðum.
Tappi er framhár og léttbyggður
gæðingur með 8,35 fyrir sköpulag,
9,0 fyrir samræmi og 8,5 fyrir
háls, herðar og bóga, bak og lend
og hófa. Tappi er með 8,32 fyrir
hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og
samstarfsvilja.
Hæstu einkunn ársins í flokki
fjögurra vetra stóðhesta hlaut Fróði
frá Flugumýri, með aðaleinkunn
8,36. Ræktendur hans eru Eyrún Ýr
Pálsdóttir og Teitur Árnason en eig-
andi er Eyrún Ýr Pálsdóttir. Fróði
er undan Hring frá Gunnarsstöðum
I og Fýsn frá Feti. Fróði hlaut 8,45
fyrir sköpulag en hæst hlaut hann
9,0 fyrir háls, herðar, bóga og
samræmi. Þá fékk hann 8,31 fyrir
hæfileika þar sem hæst ber 9,0
fyrir tölt, brokk, greitt stökk, sam-
starfsvilja og fegurð í reið. Fróði er
úrvals klárhestur, hágengur, skref-
mikill og samstarfsfús.
80 fimm vetra stóðhestar
í fullnaðardóm
Í flokki fimm vetra stóðhesta komu
fram 80 hestar í fullnaðardóm eða
9% sýndra hrossa. Þriðju hæstu
einkunn ársins í þessum flokki hlaut
Sóli frá Þúfu í Landeyjum með 8,43 í
aðaleinkunn. Ræktendur og eigendur
hans eru Anna Berglind Indriðadóttir
og Guðni Þór Guðmundsson. Sóli er
undan Sólon frá Skáney og Þöll frá
Þúfu í Landeyjum. Sóli er ágætlega
gerður með 8,0 fyrir háls, herðar og
bóga, þá hlaut hann 9,0 fyrir bak og
lend og prúðleika og úrvalseinkunn-
ina 9,5 fyrir hófa. Fyrir hæfileika
hlaut Sóli 8,35, þar af 9,0 fyrir tölt
og 8,5 fyrir brokk, hægt og greitt
stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.
Næsthæstu einkunn ársins hlaut
Töfri frá Þúfum með 8,50 í aðal-
einkunn. Ræktendur og eigendur
hans eru Gísli Gíslason og Mette
Camilla Moe Mannseth. Töfri er
undan Trymbli frá Stóra-Ási og
Völvu frá Breiðstöðum. Töfri er
með einkunnina 8,41 fyrir sköpulag,
þar ber hæst 9,0 fyrir bak og lend.
Töfri er fjölhæfur alhliða gæðingur
með þjála og trausta lund en hann
er með 8,55 fyrir hæfileika. Hann
hlaut 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja og
fegurð í reið.
Hæstu einkunn í þessum flokki
hlaut Magni frá Stuðlum eða 8,52
í aðaleinkunn. Ræktendur hans
eru Edda Björk Ólafsdóttir og Páll
Stefánsson en eigendur eru Páll
Stefánsson, Hrafnkell Áki Pálsson
og Ólafur Tryggvi Pálsson. Magni er
undan Konsert frá Hofi og Stöku frá
Stuðlum. Magni er glæsilegur hestur
með 8,74 fyrir sköpulag, hæst hlaut
hann 9,0 fyrir bak og lend, samræmi,
hófa og prúðleika. Fyrir hæfileika
hlaut Magni 8,40, mjúkur og takt-
hreinn á tölti og skeiðið ferðmikið
og öruggt, enda fékk hann 9,0 fyrir
skeið og samstarfsvilja.
78 hestar í flokki 6 vetra stóðhesta
Í flokki 6 vetra stóðhesta voru sýndir
78 hestar í fullnaðardóm eða um 9%
sýndra hrossa.
Þriðju hæstu einkunn ársins hlaut
Pensill frá Hvolsvelli með 8,55 í
aðaleinkunn. Ræktendur og eigendur
hans eru Ásmundur Þór Þórisson og
Helga Friðgeirsdóttir. Pensill er undan
Ölni frá Akranesi og Hörpu Sjöfn frá
Hvolsvelli. Pensill er stórglæsilegur
hestur með sköpulagseinkunn upp á
8,98. Hann hlaut 9,0 fyrir háls, herðar
og bóga og 9,5 fyrir bak og lend og
samræmi. Pensill er rúmur, léttstígur
og þjáll gæðingur en hann fékk 8,32
fyrir hæfileika, þar ber hæst 9,0 fyrir
tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð
í reið.
Næst hæstu einkunn ársins hlaut
Gandi frá Rauðalæk, 8,57 í aðal-
einkunn. Ræktandi og eigandi er
Elisabet Norderup Midhelson. Gandi
er undan Konsert frá Hofi og Garúnu
frá Árbæ. Gandi er glæsilegur hestur
með 8,79 fyrir sköpulag, þar af 9,5
fyrir samræmi og 9,0 fyrir háls, herðar
og bóga og hófa. Hann er alhliða gæð-
ingur með 9,0 fyrir brokk og fegurð
í reið. Brokkið er rúmt og svifmikið.
Hæstu einkunn ársins í þessum
flokki hlaut Seðill frá Árbæ, með
aðaleinkunn 8,68. Ræktandi
og eigandi hans er Maríanna
Gunnarsdóttir. Seðill er undan Sjóð
frá Kirkjubæ og Veronu frá Árbæ.
Seðill er stórglæsilegur alhliða
gæðingur, fyrir sköpulag hlaut hann
8,79, þar af 9,0 fyrir háls, herðar
og bóga, bak og lend, samræmi og
hófa. Seðill hlaut fyrir hæfileika
8,62, þar ber hæst 9,0 fyrir greitt
stökk, samstarfsvilja og fet. Seðill er
fjölhæfur á gangi og með ljúfa lund.
44 hestar í elsta flokki stóðhesta
Í elsta flokki stóðhesta voru sýndir
44 hestar eða um 5% sýndra hrossa.
Þriðju hæstu einkunn ársins hlaut
Nökkvi frá Hrísakoti, með aðal-
einkunn 8,52. Ræktandi og eigandi
hans er Sif Matthíasdóttir. Nökkvi
er undan Ramma frá Búlandi og
Hugrúnu frá Strönd II. Nökkvi er
vel gerður alhliðagæðingur með 8,39
fyrir sköpulag en hann er með 8,0
eða 8,5 fyrir alla þætti sköpulags.
Fyrir hæfileika hlaut hann 8,58, þar
ber hæst 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir
samstarfsvilja.
Næsthæstu einkunn ársins hlaut
Huginn frá Bergi, með aðaleinkunn
8,55. Ræktandi hans og jafnframt
eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir.
Huginn er undan Króki frá Ytra-
Dalsgerði og heiðursverðlauna-
hryssunni Hildu frá Bjarnarhöfn.
Huginn er ákaflega prúður og vel-
gerður alhliða gæðingur með 8,45
fyrir sköpulag. Fyrir hæfileika hlaut
hann 8,60, en hann hlaut 9,0 fyrir
skeið og samstarfsvilja.
Hæstu einkunn ársins í elsta
flokki stóðhesta hlaut Glampi frá
Kjarrhólum með 8,68 í aðaleinkunn.
Ræktendur hans eru Axel Davíðsson
og Bragi Sverrisson en eigandi er
Gæðingar ehf. Glampi er undan
Arion frá Eystra-Fróðholti og Gígju
frá Árbæ. Glampi hlaut 8,59 fyrir
sköpulag, þar af fjórar níur, fyrir bak
og lend, samræmi, fótagerð og hófa.
Glampi er reistur og afar fótahár.
Fyrir hæfileika hlaut hann 8,72, enda
fjölhæfur á gangi en hann hlaut m.a.
9,0 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja og
fegurð í reið.
A Wendel ehf.
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík,
S:551 5464 - wendel@wendel.is
www.wendel.is
Hilltip Icestriker 900–1600L
Salt og sanddreifari í tveim
stærðum fyrir stóra pallbíla og
minni vörubíla. Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 380–550L
Salt og sanddreifarari í tveim
stærðum, fyrir minni pallbíla.
Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 600 TR
Rafdrifinn kastdreifari
fyrir dráttarvélar m/öflugum
efnisskömmtunarbúnaði.
Hilltip Snowstriker VP
Fjölplógur fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanlegur í
185–240 cm breidd.
Hilltip Snowstriker SP
Snjótönn fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanleg í
165–240 cm breidd.
Hilltip Fjölplógur MVP
Fjölplógur fyrir ameríska
pallbíla t.d. RAM 3500,
GMC 3500 og FORD 350.
LÍF&STARF
Daníel Jónsson á Glampa frá Kjarrhólum. Mynd/ Gísli Guðjónsson / Eiðfaxi
Katla frá Hemlu II hlaut hæstu einkunn ársins, 8,77. Knapi er Árni Björn
Pálsson. Mynd/Anja Egger-Meier
Guðmundur Björgvinsson á Ganda frá Rauðalæk. Mynd/ Gísli Guðjónsson / Eiðfaxi