Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Í undirbúningi er stórfellt átak í ræktun stafafuru hér á landi á vegum Skógræktarinnar og hefur almenningur verið hvattur til að safna fræi í þetta verkefni. Því fylgir hins vegar mikil áhætta með hliðsjón af umhverfissjónarmið- um og fjölþættum öðrum hags- munum sem taka þarf tillit til. Dvínandi vinsældir stafafuru Margt er hægt að læra af reynslu annarra þjóða og í heimsókn fyrri höfundar þessarar greinar til Skotlands í haust notaði hann tækifærið til að kynna sér gróður- setningu, vöxt og nýtingu stafafuru þar í landi. Eftirfarandi upplýsingar bárust síðan frá umhverfisskóg- fræðingi stofnunar sem hefur um- sjón með þjóðskógum Skotlands, með þeim fyrirvara að við slíkum spurningum væri ekki til neitt einfalt svar. Áður fyrr tíðkaðist það í Skotlandi að gróðursetja stafafuruna í lífrænan jarðveg, einkum mýrar. Algengt var að planta sitkagreni með því. Það var gert í þeirri trú að stafafuran myndi næra sitkagreni með köfnunarefni en síðan lúta í lægra haldi þegar grenið færi að yfirskyggja furuna. Á öðrum svæðum var stafafur- an gróðursett í einræktun, en það var einkum gert þar sem jarðvegur var ófrjór og sömuleiðis í djúpar mýrar þar sem bæði þurfti fram- ræslu og umfangsmikla jarðvinnslu. Stafafuran óx illa í slíkum jarðvegi, og nú er verið að fella hana til að endurheimta lífríki þessara búsvæða. Það er aðeins á örfáum svæð- um í Skotlandi sem stafafura hefur verið gróðursett í góðan jarðveg sem megintegund til viðarfram- leiðslu. Gert var ráð fyrir að við slíkar aðstæður gætu þessi tré vaxið vel og gefið af sér nógu gilda boli fyrir timbur. Þar kemur þó til mikill munur eftir kvæmum. Best löguðu trén eiga uppruna sinn í Alaska eða á svæðinu með Skeena ánni, en fljótvöxnustu trén eru frá strandhéruðum. Þau vaxa hratt en eru illa löguð, þannig að þótt stofn- inn geti orðið nógu gildur verður hann sjaldan nógu beinn til að vera sögunarhæfur til framleiðslu á timbri. Vindskemmdir spilla einnig notagildi stafafurunnar. Annað stórt vandamál sem nú hefur komið í ljós í Skotlandi er að stafafuran er mjög viðkvæm fyrir sveppasjúkdómnum Dothistroma Septisporum sem getur eyðilagt barrið og drepið trén (Mynd 1). Þetta getur einnig haft áhrif á aðliggjandi tré og þar með skaðað upprunalega skoska furuskóga, en þeir eru undir sérstökum verndun- aráætlunum vegna mikilvægi þeirra fyrir líffræðilegra fjölbreytni. Meðal annars þess vegna er verið að fjarlægja stafafurur úr skoskum skógum í stórum stíl. Enn fremur er lögð mikil áhersla á endurheimt þarlendra trjátegunda og fjölbreytt vistkerfi. Vaxandi umræða er einnig um sjálfsáningu sitkagrenis sem hefur mikil áhrif á lífríki og lands- lag. (Mynd 2). Þessi tengiliður okkar bætti því við að á Írlandi væri enn verið að gróðursetja stafafuru til að rækta lífmassa til framleiðslu á viðarelds- neyti. Slík ræktun væri hins vegar orðin mjög umdeild. Reynsla Skotlands og íslenskur veruleiki Í hnotskurn sýnir reynslan frá Skotlandi að stafafura getur vaxið nánast hvar sem er. Hún nær hins vegar óvíða góðum vexti og er næstum alltaf notuð sem efniviður fyrir þilplötugerð, sem er rýr tekjulind (Mynd 1). Vandamál með sjúkdóma og ásókn inn í náttúruleg skóglendi hafa leitt til þess að víða er verið að fjarlægja stafafuruna og það er orðið sjaldgæft að hún sé gróðursett þar. Sömu sögu er að segja frá fleiri löndum, til dæmis Nýja-Sjálandi sem við fjölluðum um nýverið hér í Bændablaðinu. Það er full ástæða til að fara með gát í notkun stafafuru hér á landi. Það blasir raunar við víða um land að með hlýnandi loftslagi og auknum fjölda kynþroska trjáa fer geta hennar til sjálfsáningar hraðvaxandi (Myndir 3 og 4). Áætlanir um stórfellda rækt- un stafafuru, sem fela í sér aukna útbreiðslu hennar, þurfa því að byggja á heildrænu mati á lang- tímaáhrifum hennar á náttúru Íslands. Á meðan slíkt mat er ekki fyrir hendi verður varúðarreglan að gilda. Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds Mynd 3. Sjálfsáð stafafura í Austur-Skaftafellssýslu. Ef ekki er höfð stjórn á útbreiðslu stafafuru er hætt við að í stað fjölskrúðugra vistkerfa vaxi víða upp fábreytnari barrskógar, til mikils tjóns fyrir líffræðilega fjölbreytni. Mynd / Pawel Wasowicz Stafafura Mynd 1 . Í hnotskurn sýnir reynslan frá Skotlandi að sjálfsáning stafafuru getur haft mikil áhrif á lífríki og landslag. Hún nær hins vegar óvíða góðum vexti og er einna helst notuð sem efniviður fyrir þilplötugerð, sem er rýr tekjulind. Mynd / Sveinn Runólfsson Sveinn Runólfsson. Andrés Arnalds. Mynd 2. Stafafuruskógur sem varð sveppasýkingunni að bráð. Hver yrðu örlög íslenskra furuskóga ef slík sýking bærist til landsins? Mynd / Roger Crofts Mynd 4. Sjálfsáð stafafura að vaxa upp meðfram veginum í Grafningi. Mynd / Sveinn / Runólfsson LESENDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.