Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Í gegnum árin hafa margir Íslendingar verið hrifnir af Mercedes-Benz Sprinter sem sendibílum, pallbílum og húsbílum. Sjálfur á ég einn slíkan, 18 ára öðling sem ég nota nánast daglega sem sendibíl, farartæki sem kemur mér í og úr vinnu og húsbíl. Alltaf hefur mér líkað vel við Sprinter að flestu leyti fyrir utan að aldrei hef ég verið að fullu sáttur við ökumannssætið fyrr en mér bauðst að prófa nýjasta útspil Benz af Sprinter sem er 100% rafdrifinn sendibíll. Framhjóladrifinn með 47 kWh rafhlöðu Þegar ég fékk bílinn var aðeins búið að keyra hann 25 km og daginn áður hafði hann verið settur á ónegld vetrardekk þannig að ég taldi mig vera í nokkuð góðum málum. Bíllinn fullhlaðinn, þegar ég kveikti á honum sagði mælaborðið mér að drægnin væri 98 km. Mér fannst í fyrstu þetta vera fulllítil drægni, en í mjög mörgum tilfellum ætti þessi drægni að duga fyrir daglega notkun og sérstaklega fyrir sendibílaakstur með léttar vörur á milli staða hjá mörgum fyrirtækjum sem eru mest í borgarakstri einum. Eins og flestir aðrir rafmagnsbílar má sjá í mælaborðinu við alla rafmagnsnotkun hvað drægnin styttist við aðra notkun á rafmagni en drifmótor. Það rafmagn sem „stelur“ mest af drægninni er nánast undantekningarlaust miðstöðin í bílnum, en bara við það að stilla miðstöðina á 22 gráðu innihita og blásturinn á 3 af 7 sýndi mælaborðið að þetta mundi minnka drægnina úr 98 km í 86 km, en þar sem ég var ágætlega klæddur ákvað ég að spara rafmagnið og drap á miðstöðinni í byrjun og prófaði bílinn á möl, í hálku og hávaðamældi bílinn á 90. Hávaðamælingin kom vel út, en rak mig á hættu í mikilli hálku Hávaðamælingin var alveg ásættan- leg, 71,2 db., en til samanburðar þá mældist Maxus sendibíllinn 74,1db., en hann er eini samanburðurinn sem ég hef í rafmagnssendibíl. Á malar- vegi var fjöðrunin alveg í lagi, fram- hjóladrifið er jafnvel aðeins betra á þessum í samanburði við hefðbundnu afturhjóladrifnu Sprinter-dísilbílana gömlu. ABS bremsukerfið var að virka fínt á möl og í hálku, en á flughálum kafla varð ég var við hættu sem eflaust innflytjandinn og framleiðandinn hafa sennilega ekki áttað sig á. Flestir rafmagnsbílar eru þannig að þegar slegið er af þá hleður bíllinn inn á rafhlöðuna, en það er mismikið hvað þessi hleðsla bremsar bíla mikið við að slá af. Þegar ég sló af á flughálum vegi á ónegldum dekkjunum læstust framhjólin og bíllinn byrjaði að leita út í kant. Ég náði því ekki fullri stjórn á bílnum fyrr en ég hafði sett hægri fótinn aðeins á gjöfina, en þá hætti bremsunin og ég náði að stýra bílnum eðlilega. Þarna hefði sennilega verið betra að hafa nagladekk til að gefa betra grip. Frekar þungur bíll sem minnkar hleðslugetuna Bíllinn er frekar þungur og 116 hestafla vélin frekar „letileg“ að koma bílnum áfram, aksturskerfin eru þrjú, E, E+ og C, en mér fannst bíllinn snarpastur í C stillingunni, en þá eyðir hann meira rafmagni (minnst virtist mér hann vera að eyða, eða telja niður kílómetra í mælaborðinu með stillt á E+ stillinguna á). Flestir Sprinter bílar eru með hleðslu og burðargetu upp á 1.000 til 1.300 kg, en þar sem rafhlaðan er þung undir endilöngum bílnum og í ofanálag búið að setja vörulyftu aftan á bílinn sem var prófaður er burðargetan á „rafmagns-Sprinternum“ ekki nema á bilinu 600-700 kg. Vörulyftan aftan á bílnum stelur smá þyngd til að hlaða bílinn, en er auðbeld í notkun og léttir eflaust mörg handtökin og burðinn (kostar nálægt 1.000.000 aukalega ofan á innkaupsverð bílsins). Í lokin var ég sáttur við bílinn fyrir utan að drægnin mætti vera meiri. Bíllinn heitir Benz Sprinter 312, með 47kWh rafhlöðu, kostar frá 9.290.000 og er uppgefinn með drægni upp á 155 km við bestu aðstæður. Ég var alsæll með bílstjórasætið, rafmagnsmiðstöð- in fljót að hita bílinn upp að innan. Þægilegt að keyra bílinn. Það sem ég get sett út á er að það vantar varadekk, lítil hleðslugeta og drægnin hjá mér í kuldanum entist ekki vel. Ég keyrði bílinn alls 71,2 km og samkvæmt mælaborði átti ég eftir 13 km, en í byrjun sýndi mælaborðið að í boði væru 98 km þannig að miðað við það, þá telur mælaborðið tiltölulega rétt niður, en mesta aukaeyðslan var miðstöðin og sætishitarinn sem „stálu“ af mér nálægt 10-15 km. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Hæð 2.610 mm Breidd 2.345 mm Lengd 4.325mm Helstu mál og upplýsingar Fín hljóðmæling miðað við sendibíl. Vörulyftan fór létt með mann og hjól sem er um 350 kg. Benz Sprinter 312 rafmagnsbíll. Myndir / HLJ. Vörulyftan snyrtilega sett á bílinn. Rafhlaðan er undir bílnum endilöngum og því þyngdarpunktur neðarlega. Pínulítil bakkmyndavél er í baksýn- isspeglinum. Hálkustundin óþægilega þegar hleðslubremsurnar læstu fram- hjólunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.