Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 1
23. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 2. desember ▯ Blað nr. 600 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfðu ekki verið færri í að minnsta kosti þau 40 ár sem tölur mælaborðs landbúnaðarins ná yfir. Árið 1981 voru 3.258 sauð­ fjárbændur í landinu og þeim hafði fjölgað í 3.380 árið 1991. Flestir voru þeir í síðustu fjórum áratugum árið 1994, eða 3.853. Eftir það er stöðug fækkun í þessari atvinnugrein og árið 2001 voru sauðfjárbændur 2.293. Árið 2011 voru þeir orðnir 2.663 og eins og fyrr sagði 2.078 á síðasta ári. Miðað við sláturtölur í haust eru sauðfjárbændur enn að draga saman seglin og einhverjir að hætta. Mælaborð landbúnaðarins segir sauðfjárbændur reyndar hafa verið 2.156 á árinu 2020, eða fleiri en fram kemur á haustskýrslum fyrir hvert bú. Skýringin kann að vera að í einhverjum tilvikum séu fleiri en einn skráðir á bú sem njóta stuðningsgreiðslna þótt þeir skili sameiginlegri skýrslu. Meðalbúið í dag er með 186 fjár á vetrarfóðrum Vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað hlutfallslega mun meira en bændum frá 1981, eða úr 794.097 fjár í 401.601 árið 2020. Árið 1981 var meðalfjöldi sauðfjár á hvern bónda 244 gripir. Árið 1991 var meðal sauðfjárbúið með 144 gripi. Árið 2001 var meðalbúið með 207 fjár. Á árinu 2011 var fjöldi fjár á hvern bónda orðinn 161 og 186 fjár á árinu 2020. Þróunin í sauðfjárrækt virðist því ekki hafa verið á sama veg og í kúabúskapnum, þar sem búum hefur fækkað mjög en þau sem eftir eru verða mun stærri. Eigi að síður er oft um að ræða gríðarlegan mun á stærð sauðfjárbúa, sem sum hver telja um eða yfir 1.000 fjár. Það þýðir væntanlega að æ fleiri bændur stunda sauðfjárbúskap sem hliðarbúgrein við kúabúskap, eða meðfram verktöku, eða hreinlega sem tómstundabændur. Rúmlega 66% fjárstofnsins á búum með 400 fjár eða minna Ef tölur um fjárfjölda eru settar í samhengi við fjölda bænda, þá hefur meðal sauðfjárbúið minnkað talsvert. Hins vegar segir meðaltal af þessum toga harla lítið þar sem stærstu sauðfjárbúin vega hlutfallslega þungt í slíkum útreikningum. Þegar skoðaður er fjöldi fjár á hverju búi kemur í ljós að 66,2% fjárstofnsins er á búum sem eru með 400 fjár eða færra. Því voru 33,8% fjárins á búum með 500 fjár eða meira. Samkvæmt haustskýrslum voru 709 sauðfjárbændur á árinu 2020, eða um 34%, með 50 fjár eða minna. Þetta eru þá bændur sem yfirleitt eru kallaðir „hobbí­“ eða tómstundabændur. Þá voru og 268 bændur, eða um 13%, með litlu stærri bú og gætu fallið undir þessa skilgreiningu, eða á bilinu 50 til 100 fjár. Síðan voru 890 bændur (um 43%) með á bilinu 100 til 400 fjár. Það eru því einungis 211 bændur sem eru með 500 fjár eða meira. Þar af voru 10 sem eru með 1.000 fjár eða meira á fóðrum. Síðan voru 6 bændur með um 900 fjár, 12 voru með 800, 26 bændur voru með 700 og 50 bændur voru með um 500 fjár samkvæmt haustskýrslum. /HKr. 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 < 50 50 - 100 100 200 300 400 500 600 700 800 900 > 1000 Heildarfjöldi sauðfjár á hverja bústærð 2020 Heimild: Haustskýrslur sauðfjárbænda Fjöldi sauðfjár Fjöldi fjár á búi Bændablaðið / HKr. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 < 50 50 - 100 100 200 300 400 500 600 700 800 900 > 1000 Stærð og fjöldi sauðfjárbúa á Íslandi 2020 Heimild: Haustskýrslur sauðfjárbænda Fjöldi bænda Fjöldi fjár á búi Bændablaðið / HKr. Stokkendur og álftir þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum við ætisleit þegar snjór þekur jörð og tjarnir verða ísilagðar. Mynd / Hörður Krisjánsson Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum – Árið 1981 voru þeir 3.258, 3.853 árið 1994 en 2.078 á síðasta ári – Um 10,2% bænda í dag eru með 500 fjár eða meira 30–3126 Fann mína ástríðu í þessu starfi 36 –37 Úrbætur aðkallandi í blóðmerabúskap Álrafhlöðuframleiðsla í fyrsta sinn á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.