Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
Ekki leið á löngu áður en starf-
semin spengdi húsnæðið utan af sér
og byggt var nýtt 120.000 fermetra
framleiðslu- og geymsluhúsnæði og
á sama tíma tók Helmut Fliegl, sonur
Josef, við sem framkvæmdastjóri og
starfar hann enn sem slíkur í dag.
Með tilkomu nýju smiðjunnar
fylgdi tug milljóna evra fjárfesting
í nýjum tækjum, störfum og rann-
sóknastarfi. Fyrirtækið leggur
einnig áherslu á tækninýjungar
eins og leysiskurðarvél til að skera
út málmhluti af mikilli nákvæmni
og í dag eru róbótar smám saman
að taka við logsuðu við samsetningu
vagnanna.
Rafn segir að fyrirtækið hafi frá
upphafi lagt áherslu á að vinna með
viðskiptavinum sínum og hlustað á
hugmyndir þeirra og nýtt þær til að
bæta framleiðslu sína.
5000 vagnar á ári
Árleg framleiðsla á festi- og
tengivögnum í Triptis er um 5000
á ári og er hver vagn smíðaður eftir
þörfum hvers kaupanda fyrir sig þótt
grunnhönnunin sé sú sama.
Sem dæmi um framleiðsluna
eru festivagnar með Push-off tækni
sem felur í sér að hlassinu er ýtt af
vagninum en ekki sturtað, beislis-
vagnar til vélaflutninga, festivagn-
ar til gámaflutninga og vagnar til
malarflutninga. Burðargeta vagn-
anna er mismunandi og í samræmi
við reglur í löndunum sem vagninn
er ætlaður fyrir og geta þeir verið á
einum til þremur öxlum eftir ætlaðri
burðargetu.
Rafn segir að nánast allir vagnar
sem fluttir eru til Íslands séu sér-
smíðaðir eftir íslenskum teikningum
og galvaniseraðar til að auka gæði
þeirra.
Nokkrir vagnar í farvatninu
„Vegna mikillar eftirspurnar er allt
að átta mánaða biðtími eftir Fliegl
vélavögnum. Í dag er búið að ganga
frá sölu á tveimur vélavögnum
sem væntanlegir eru til landsins í
vor og fleiri pantanir í farvatninu,“
segir Rafn Arnar Guðjónsson,
framkvæmdastjóri og eigandi RAG
import – export og umboðsmaður
Fliegl á Íslandi.
SANDBLÁSTURSSANDUR
Glerperlur
Garnet
Soda
Plastkúlur
Járnsandur
Stálsandur
Álsandur
Hnetuskeljar
SANDBLÁSTURSKASSI
VERÐ 74.990 kr
HREINSIEFNI - Íslensk
SANDBLÁSTURSSANDUR
SANDBLÁSTURSKASSAR
SANDBLÁSTURSKÚTAR
SANDBLÁSTURBYSSUR
KERAMIKSPÍSSAR
ÞVOTTAKÖR
ULTRASONIC CLEANER
O.m.fl.
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
SÍÐAN 1985
SANDBLÁSTURSKASSI
VERÐ 37.690 kr
Trésmíðavélar, Járnsmíðavélar, Borar, , Sporjárn, Rennijárn, ‚Útskurðarhnífar.
Jólagjafirnar í ár fyrir handlagið fólk
Smiðshöfða 12. 110 Reykjavík
Sími 5868000 www.roggi.is
verslun@roggi.is
Þjónusta við Iðnaðinn
Jólagjafirnar
færðu á dynjandi.is
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
SKOTHLÍFAR
HEYRNARHLÍFAR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
HÖFUÐLJÓS
Smáauglýsingar 56-30-300
Sérsmíðaðir tengivagnar fyrir þýska herinn.
Á næsta ári stendur til að setja upp alsjálfvirkan sprautuklefa í verksmiðjunni
í Triptis þannig að róbótar munu sjá um verkið í stað manna.
Fullsmíðaðar gámagrindur tilbúnir til flutnings til nýrra eigenda.